Fréttablaðið - 19.09.2012, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 20126
Bíllinn hefur vakið mikla at-hygli nú þegar fyrir fagur-lega hönnun að innan jafnt
sem utan og ljóst er að mikil spenna
ríkir fyrir komu hans. Nýtt grillið
að framan er fallega hannað sem
og straumlínulagaðar hliðar bíls-
ins og sportlegur afturhluti hans.
Mikið er lagt upp úr vönduðu efni í
innréttingunni sem er mjög sport-
leg og falleg.
Mikil eftirvænting eftir bílnum
„Það hefur ríkt mikil eftirvænting
eftir nýjum A-Class og bíllinn er
greinilega að slá í gegn þótt salan
á honum sé víðast hvar ekki enn
hafin. Þegar liggja fyrir pantanir á
yfir fimmtíu þúsund A-Class-bílum
og verksmiðjurnar anna vart eftir-
spurn,“ segir Jón Trausti Ólafsson,
framkvæmdastjóri Öskju, sem er
umboðsaðili Mercedes-Benz á Ís-
landi. Nýr A-Class er framleidd-
ur í verksmiðju Mercedes-Benz í
Rastatt í Þýskalandi og í nýrri verk-
smiðju í Kecskemét í Ungverja-
landi. Bíllinn er væntanlegur til Ís-
lands fyrir jól og segir Jón Trausti
að mikið hafi verið spurt um hann
hér heima.
„A-Class er nýr og glæsileg-
ur bíll sem mætir til leiks í vin-
sælasta flokki bíla, sem eru litlir,
sparneytnir og umhverfismildir
bílar. A-Class er óvenju glæsilegur
fulltrúi í þann flokk bíla, lítill lúx-
usbíll með framúrskarandi akst-
urseiginleika, mikinn búnað og
margar nýjungar. Við bíðum spennt
eftir að kynna bílinn til leiks hér
heima. Það má segja að ný kynslóð
A-Class sé til marks um spennandi
tíma hjá Mercedes-Benz og það er
mikið í gangi hjá þýska lúxusbíla-
framleiðandanum.“
Eyðslugrannur og umhverfis-
mildur
Nýjar bensín- og dísilvélar verða í
boði í nýjum A-Class sem eru af-
kastamiklar en einnig eyðslu-
grannar og umhverfismildar.
Þannig verður koltvísýringslosun-
in aðeins um 98 g/km í umhverfis-
mildustu vélinni. A-Class verð-
ur í boði með tveimur bensínvél-
um, 1,6 og 2,0 lítra. Vélin í A 180
mun skila 122 hestöflum en í A 200
verður 156 hestafla vél. Þá verð-
ur vélin í A 250 feykiöflug og mun
skila alls 211 hestöflum. Úrval afl-
mikilla dísilvéla er einnig í boði í
nýju kynslóðinni. A 180 CDI verð-
ur með 109 hestafla vél sem togar
250 Nm en A 200 CDI verður með
136 hestaf la vél sem togar 300
Nm. A 220 CDI mun skarta geysi-
öflugri 2,2 lítra, 170 hestafla dísil-
vél sem togar alls 350 Nm og mun
skila ótrúlega miklu afli eins og töl-
urnar bera vitni um. Allar vélarn-
ar í nýjum A-Class verða með ECO
startstopp-búnaði sem gerir hann
enn sparneytnari og umhverfis-
mildari. Hægt verður að fá A-Class
með nýrri sex gíra beinskiptingu
eða 7G-DCT sjálfskiptingu.
Mjög góðir aksturseiginleikar
Aksturseiginleikar bílsins eru
mjög góðir eins og Mercedes-
Benz er von og vísa. Veggripið er
afar gott og bíllinn liggur mjög
vel á veginum. Þar spilar inn í að
þyngdarpunkturinn hefur verið
lækkaður og nýr fjöðrunarbún-
aður sem og nýir afturöxlar gera
það að verkum að aksturinn verð-
ur enn betri. Þá má ekki gleyma
4MATIC-kerfinu sem deilir vél-
arafli og snúningsvægi til allra
fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum
hverju sinni. Þetta á við jafnt þegar
ekið er á bundnu slitlagi sem utan-
vega. 4MATIC-kerfið bætir veg-
grip og stefnustöðugleika bílsins
og eykur snerpu hans og öryggi í
akstri.
Tækni- og öryggisbúnaður í
hávegum hafður
Mercedes-Benz setur ný við-
mið í tæknibúnaði með A-Class
en þar verður meðal annars að-
gengi fyrir snjallsíma. Ökumað-
ur og farþegar geta því tengt iP-
hone við tæknibúnað bílsins og
nýtt möguleika símans til fulls. A-
Class er hlaðinn öryggisbúnaði og
má þar nefna árekstrarvara (Coll-
ision Prevention Assist) en bún-
aðurinn greinir þegar fjarlægð frá
bíl eða kyrrstæðri mótstöðu er of
lítil og lætur ökumann vita með
mynd- eða hljóðmerki. Þessi bún-
aður hefur hingað til aðeins verið í
boði í mun stærri og dýrari bílum.
Þá er A-Class einnig búinn Pre
Safe-kerfinu sem er fyrirbyggjandi
öryggisbúnaður fyrir ökumann og
farþega. Greini búnaðurinn vara-
samar akstursaðstæður strekkjast
bílbeltin í framsætunum á broti úr
sekúndu og hliðarrúður og sóllúga
lokast sjálfkrafa. Þannig næst full
virkni öryggisbelta og öryggis-
púða sem veita hámarksvörn ef til
áreksturs kemur.
Nýr og glæsilegur A-class
Nýr Mercedes-Benz A-Class er glæsilegur og sportlegur bíll sem kynntur var á bílasýningunni í Genf í mars. Þessi nýja kynslóð
bílsins er mikið breytt frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Þá er bíllinn með nýjar vélar sem eru bæði aflmiklar
en um leið sparneytnar og umhverfismildar.
Mercedes Bens A-Class hefur vakið mikla athygli fyrir fagurlega hönnun að innan jafnt sem utan.
Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir nýjum A-Class og er bíllinn væntanlegur hingað til lands fyrir jól.
ALLT SEM ÞÚ VILDIR VITA UM SÓLARKNÚNA BÍLA
Sólarknúnir bílar eru rafmagnsbílar sem eingöngu eru knúnir orku frá geislum
sólarinnar. Sólarsellum, sem umbreyta sólarorkunni í raforku, er komið fyrir á yfirborði
bílsins. Sellurnar fanga sólargeislana og umbreyta þeim í rafmagn. Bíla sem eingöngu
eru knúnir sólarorku er ekki hægt að kaupa til almennra nota. Þeir eru hins vegar oft til
sýnis á sýningum, sólarbílakappakstri eða notaðir sem hvati í verkfræðikeppnum sem
þá eru gjarnan styrktar af fyrirtækjum eða stofnunum ríkisins.
Orkan sem fæst úr sólinni til að knýja bílinn áfram er takmörkuð við stærð bílsins og
yfirborð hans sem þakið er sólarsellum. Þó hægt væri að nota rafhlöðu til að hlaða
rafmagni inn á bílinn og nota þegar sólin skín ekki, þá er það ekki vænlegur kostur
nema á smáa rafhlöðu. Ástæðan er sú að þyngd rafhlöðunnar myndi krefjast aukinnar
orku til að koma bílnum áfram.
Sólarknúnir bílar eru oftast aðeins fyrir einn farþega og geta ekki borið neinn far-
angur. Grind þeirra og yfirbygging eru úr léttbyggðu efni til að auka ekki þyngd hans.
Líklega er langt þar til sólarknúnir bílar verða að raunverulegum kosti sem fararskjóti
hins vinnandi manns, og enn langsóttara að þeir verði það á sólarlitlum svæðum líkt
og á Íslandi.