Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 20128 R úmlega þúsund metanbílar eru í umferðinni í dag og fer þeim fjölg-andi ár frá ári. „Árið í fyrra var metár og það verður spennandi að sjá hvort það verði toppað í ár,“ segir Magnús Ninni Reykdalsson, verkefnisstjóri metanmála hjá Metanbill.is. Þar er gömlum og nýjum bensínbílum breytt í metanbíla sem er til hagsbóta jafnt fyrir veskið sem umhverfið. „Við erum mikið í því að breyta nýjum bílum fyrir bílaumboðin en sömuleið- is fyrir einstaklinga. Það getur oft komið betur út enda kemur ríkið til móts við fólk sem ákveður að breyta bíl sínum í formi endurgreiðslu á vörugjöldum, allt að 1.250.000. Metanbreytingin kostar kannski 500.000 og þá er fólk að fá bílinn 750 þús- undum ódýrari,“ segir Magnús og á það sérstaklega við um dýrari bíla sem eigend- ur greiða há vörugjöld af. Ef um er að ræða ódýrari bíla kemur breytingin oft út á eitt sökum endurgreiðsl- unnar. Þeir sem breyta notuðum bílum sem eru yngri en sex ára fá auk þess tutt- ugu prósent af verði breytingarinnar end- urgreidd. En er þá ekki hægt að breyta eldri bílum? „Jú, vissulega. Elstu bílarnir eru frá 1998. Skilyrðið er að þeir séu með OBD-tengi en þau voru að koma þarna á árunum 1998 til 2000 en voru orðin stöðluð í öllum bílum árið 2000. En hvernig fer breytingin fram? „Það eru settir kútar i skottið eða undir bílana. Svo setjum við sérstaka metan- tölvu í bílinn og sitthvað fleira en breyt- ingin tekur um tíu daga. Þetta er algerlega sjálfstætt kerfi og það eina sem breytist inni í bílnum er lítill takki og mælir sem segir til um hversu mikið er eftir á kútnum. Hægt er að slökkva og kveikja á kerfinu en þegar það er sjálfvirkt fer það í gang á bensíni. Þegar bíllinn er orðinn fjörutíu gráðu heitur, sem tekur yfirleitt tvær til þrjár mínútur, skiptir hann yfir í metan. Lítrinn af bensíni kostar um 260 krónur en lítrinn af metani 149 krónur svo sparnaður- inn er umtalsverður. Þá kemur ríkið á móti metanbílaeigendum með því að lækka bif- reiðagjöld niður í lægsta flokk eða 11.300 á ári. Það borgar sig sérstaklega fyrir eigend- ur stærri bíla sem eru að borga í kringum 50 þúsund í bifreiðagjöld ári,“ segir Magnús. En er framboðið á metani nægjanleg? Já á meðan lífrænn úrgangur fellur til er nóg af metani. Þarna er verið að breyta óumhverf- isvænu efni í umhverfisvænt og því mikill ávinningur fyrir umhverfið. Auðvitað þarf að beisla þessa orku og það kostar peninga en miklar þreifingar hafa verið með að opna metanver þar sem metan yrði framleitt og er sú hugmynd að verða komin á fram- kvæmdaplan. Við hjá Metanbil.is erum því jákvæð hvað framtíðina varðar. En hvernig er aðgengi að metani? „N1 er sem stendur eina olíufélagið sem selur metangas. Hægt er að fylla á kútana hjá N1 í Tinhellu og N1 í Ártúnsbrekku en þar hefur verið ákveðið að fjölga um einn staur þar sem stundum hefur myndast röð við metandælurnar og mun það verða mikill munur fyrir metanbílaeigendur. Þá stytt- ist í að fleiri aðilar fari að selja metangas.“ Metan er 43% ódýrara en bensín Metanbílum fer fjölgandi ár frá ári enda kemur það betur út fjárhagslega að aka slíkum bíl en hefðbundnum bensínbíl svo ekki sé talað um umhverfislegan ávinning. Hjá Metanbill.is er hefðbundnum bensínbílum breytt í metanbíla og var metár í fyrra. Magnús segir fólk geta komið með notaða sem nýja bíla á verkstæði Metanbill.is í Gufunesi. Þar er hægt að sjá þær útfærslur sem eru í boði og fá tilboð. „Við erum mikið í því að breyta nýjum bílum fyrir bílaumboðin en líka fyrir einstaklinga sem þess óska,“ segir Magnús Ninni Reykdalsson, verkefnisstjóri metanmála hjá Metanbill.is. MYND/STEFAN HVAÐ ER METAN? Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efna- formúlan er CH4. Metan er lyktar- laus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft. Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en einnig til rafmagns- framleiðslu eða jafnvel í iðnaði eða á ökutæki. Metan er aðaluppi- staðan í jarðgasi. Metan er skæð gróðurhúsalofttegund en með bruna verður til vatn og koltvísýr- ingur. Þótt sameindin sé sú sama (CH4) er sá meginmunur á jarðgasi og metani úr lífrænu efni að með bruna á jarðgasi er verið að bæta við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið en með bruna á metani úr lífrænum efnum er verið að skila til baka koltvísýringi sem plöntur hafa úr andrúmsloftinu. Mesti sparnaðurinn við að nota metan er fólginn í um- hverfislegum sparnaði. Samkvæmt útreikningum sænska verkfræði- fyrirtækisins SWECO má aka 113.000 metanbílum fyrir hverja þúsund bensínknúna bíla. Heimild: www.visindavefurinn.is og www.sorpa.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.