Fréttablaðið - 19.09.2012, Síða 27

Fréttablaðið - 19.09.2012, Síða 27
KYNNING − AUGLÝSING Sparneytnir bílar19. SEPTEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR 9 Nýr smábíll, Peugeot 208, var að koma á markað nú á dögunum hjá Bernhard sem er umboðsaðili Peugeot á Ís- landi. Bíllinn er með nýja hönnun, bæði hvað varðar útlit og aksturs- eiginleika. „Peugeot 208 er hlað- inn staðal búnaði eins og snertiskjá í ökumannsrými og að sjálfsögðu „cruise control“ og loftkælingu. Bíllinn fékk mjög góða einkunn í nýjum og endurbættum árekstr- arprófunum hjá Euro NCAP, eða fimm stjörnur, en það er hæsta eink unn sem bíll í þessum stærðar- flokki hefur fengið í þessari könn- un,“ segir Gestur Benediktsson, söluráðgjafi hjá Bernhard. Rúmgóður og sparneytinn Peugeot 208 er rúmgóður miðað við bíl í þessum stærðarflokki. „Innra rýmið hefur verið aukið þó að bíll- inn hafi ekki verið að stækka. Það er betra fótapláss aftur í og meira pláss í farangursrými. Bíllinn er hagkvæmur í rekstri en eyðsla í blönduðum akstri er frá 3,4 lítr- um á hundraðið. Peugeot-fram- leiðandinn hefur lengi verið með- vitaður um umhverfið og slæm áhrif útblásturs á það. Hann legg- ur því mikla áherslu á að þróa bíla sem eru með lægri útblásturstöl- ur, og þá um leið lægri eyðslutölur, en þeir bílar sem eru fyrir á mark- aði. Peugeot er alltaf að bæta sína eigin framleiðslu. Þó þeir komi með nýjan bíl á markað halda þeir allt- af áfram að þróa hann, eyðsla og útblástur minnka ár frá ári með hverjum bíl.“ Grænir í öllum stærðum Það eru grænir bílar í boði í öllum stærðarflokkum frá Peugeot. „Þeir eru eyðslugrannir og umhverf- isvænir. Útblásturstölur Peugeot 208 eru frá 87 grömmum upp í 104 grömm en til að flokkast sem grænn bíll þarf útblásturinn að vera undir 120 grömmum þannig að Peugeot 208-bílarnir eru langt undir þessum viðmiðum. Allar útfærslur af Peugeot 208 eru hag- kvæmar og umhverfisvænar en eyða frá 3,4 upp í 4,5 lítra á hundr- aðið í blönduðum akstri. Þannig að óhætt er að segja að Peugeot 208- línan er mjög hagkvæm í rekstri.“ Nýr smábíll frá Peugeot á markað Peugeot 208 er kominn á markað. Hann er sparneytinn og umhverfisvænn eins og aðrir bílar frá Peugeot en framleiðandinn leggur mikinn metnað í að þróa bíla sem eru með lægri útblásturstölur en þeir sem eru fyrir á markaði. Peugeot 208 eyðir aðeins frá 3,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Gestur Benediktsson söluráðgjafi við nýja Peugeot 208 sem er bæði hagkvæmur í rekstri og umhverfisvænn. MYND/GVA Gestur segir það orðið vinsælt að kaupa dísilbíla á Íslandi. Hann segir að það hafi aukist mikið að fólk hugsi um sparneytni þegar það velur sér nýjan bíl. Áhersla á umhverfisvitund hafi líka aukist. „Þetta helst auðvitað í hendur, út- blástur og eyðsla. Framleiðendur reyna að ná útblásturstölum niður og eyðslan helst í hendur við það,“ segir Gestur. Fyrstir með dísil-hybrid Nú í byrjun nóvember koma til landsins fyrstu dísil-hybrid-bíl- arnir til landsins en um er að ræða Peugeot 3008 HYbrid 4 og Peu- geot 508 RXH. Báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir, 200 hestöfl og eru með koltvísýringsútblástur frá 97 grömmum og upp í 107 grömm eftir útfærslum. Bernhard í 50 ár Bernhard fagnar fimmtíu ára af- mæli sínu á árinu en fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyld- unnar allan þann tíma. Auk þess var fyrirtækið valið Fyrirtæki árs- ins í millistærð af VR fyrr á þessu ári. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem áhersla er lögð á framúr- skarandi þjónustu á öllum sviðum, bæði í sölu nýrra og notaðra bíla og í allri þjónustu sem snertir bílana og eigendur þeirra.“ Eyðslugrannur Bíllinn eyðir frá 3,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Umhverfisvænn Útblásturstölur Peugeot 208 eru frá 87 grömmum upp í 104 grömm en til að flokkast sem grænn bíll þarf útblásturinn að vera undir 120 grömmum. Rúmgóður Innra rýmið hefur verið aukið þó að bíllinn hafi ekki verið að stækka að ytra rými. Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA? Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár Opið kl. 8-17 virka daga 18% afslát tur af sko ðuna rgjald i í tilef ni af 1 8 ára afmæ li Aðals koðu nar Ef þú kemur með bílinn í skoðun fyrir hádegi í september færðu 18% afmælisafslátt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.