Fréttablaðið - 19.09.2012, Page 34

Fréttablaðið - 19.09.2012, Page 34
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR18 „Þetta kom mér algjörlega á óvart,“ segir Hildur Hákonardóttir mynd- listarkona sem hlaut heiðursverð- laun Íslensku sjónlistarverðlaunanna fyrir helgi. Hildur var meðlimur í SÚM-hópn- um og tók virkan þátt í kvennabar- áttunni og þeim miklu þjóðfélags- hræringum sem áttu sér stað á árunum eftir stúdentabyltinguna árið 1968. Í list sinni lagði Hildur einkum fyrir sig myndvefnað sem hafði sterkar skírskotanir til atburða eða ástands í samtímanum. Hildur bjó sem ung kona í Bandaríkjunum og segist hafa skynjað þegar hún sneri aftur heim til Íslands að það hefði haft mjög sterk áhrif á lífssýn hennar. „Það var heilmikil gerjun í Banda- ríkjunum, bæði félagslega og í mynd- listinni. Þegar ég kom til Íslands og byrjaði að vinna hér bjó ég yfir ákveðinni reynslu miðað við samfé- lagið eins og það var þá. Ég hafði á vissan hátt búið í framtíðinni sem átti eftir að verða veruleiki hér. Ég flyt heim 1963, fimm árum fyrir 68-bylt- inguna, en hún átti auðvitað sinn aðdraganda. Ég flæddi með þeim straumum en var um leið mjög með- vituð um það sem var að gerast, ekki síst vegna dvalar minnar þar vestra.“ Auk listsköpunar sinnti hún margs konar störfum sem tengdust mynd- list. Meðal annars kenndi hún við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1969 til 1982 og var síðar skólastjóri hans frá 1975 til 1978 og stofnaði þá með Magnúsi Pálssyni hina umdeildu nýlistadeild en einnig málaradeild til mótvægis. Hildur telur viðurkenninguna sem hún fékk fyrir helgi ekki síst vera fyrir störf hennar við Myndlista- og handíðaskólann. „Mér finnst ég alltaf „eiga“ mjög sterka kynslóð af myndlistar- mönnum; ekki í þeim skilningi að ég hafi kennt þeim heldur gaf ég þeim möguleika á að opna nýjar gáttir, til dæmis með stofnun nýlistadeild- arinnar. Það var sérstaklega mikill kraftur í Hollendingum á þessum tíma enda studdu þeir mjög við bakið á myndlistarmönnum sínum og við sóttum kraft þaðan. Svo þurfti að ýta undir þá vakningu sem Dieter Roth hafði kveikt hér á landi með íslenskum félögum sínum. Það þurfti að nýta þennan kraft og þessa gerjun og gera hana aðgengilega þeim sem voru ungir.“ Eftir að hafa slasað sig á hendi neyddist Hildur til að draga sig í hlé frá myndvefnaðinum og gerðist for- stöðumaður Byggða- og listasafns Árnessýslu frá 1982 og 1992 og einnig Listasafns Árnesinga allt til ársins 1996. Síðastliðna tvo áratugi hefur hún fengist við ræktun og ritstörf. Hún sneri aftur á myndlistarvöllinn í fyrra með nokkurs konar yfirlitssýn- ingu í Listasafni ASÍ og í samsýningu í Sjónlistarmiðstöðinni fyrr á þessu ári og sýndi þar ný verk. „Það má eiginlega segja að ég hafi verið mönuð og mér ýtt út í hring- rásina aftur. Mér líður eins ég hafi flogið út úr ákveðnu fagi með tímavél en verið skilað aftur á allt annan stað. Ég er enn að reyna að horfa í kring- um mig og átta mig á því hvar mynd- listin er stödd og hvert hún stefnir og sannleikurinn er að mér finnst það mjög skemmtilegt.“ bergsteinn@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Mér líður eins ég hafi fl ogið út úr ákveðnu fagi með tímavél en verið skilað aftur á allt annan stað. HILDUR HÁKONARDÓTTIR: HEIÐRUÐ VIÐ AFHENDINGU SJÓNLISTARVERÐLAUNANNA Tók þátt í að opna nýjar gáttir HILDUR HÁKONARDÓTTIR Segir dvöl í Bandaríkjunum á yngri árum hafa mótað lífssýn sína, en þar kynntist hún gerjun bæði í samfélagi og myndlist sem átti síðar eftir að rata til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS LESLIE TWIGGY LAWSON fyrrverandi ofurfyrirsæta er 63 ára í dag. „Þegar ég var sextán ára var ég horaður og furðulegur unglingur, einungis augnhár og lappir. Allt í einu fór fólk svo að segja mér að ég liti vel út. Mér fannst fólk vera orðið ruglað.“ 63 Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ZOËGA Dyngjuvegi 1, sem andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 16. september, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 21. september kl. 13.00. Geir Agnar Zoëga Helga Zoëga Guðmundur Kristjánsson Geir Þórarinn Zoëga Vilborg Traustadóttir Þórdís Zoëga Ólafur E. Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, MARGRÉTAR VALTÝSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun fær starfsfólk á Dvalarheimilinu Hlíð og Sjúkrahúsi Akureyrar. Óskar Harðarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARITAS JENSEN Stóragerði 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH, s.: 543 1159. Steinunn Margrét Tómasdóttir Aðalsteinn Karlsson Þórunn Elín Tómasdóttir Kjartan Jónsson Bryndís María Tómasdóttir Thomas Möller Lára Anna Tómasdóttir Hörður Jón Gærdbo Óskar Már Tómasson Auður Pálmadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, DÓRÓTHEA M. BJÖRNSDÓTTIR Keldulandi 19, lést á Landspítalum aðfaranótt 16. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, FAAS. Birgir Ólafsson Guðrún Björk Birgisdóttir Hörður J. Oddfríðarson Birna Birgisdóttir Kristján Sverrisson barnabörn, langömmubörn og systkini hinnar látnu. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA ÞORBJARNARDÓTTIR frá Mel, Þykkvabæ, lést 15. september á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 21. september kl.13.00. Jón Erlendsson Ólafur Atli Jónsson Ruth Jensdóttir Erlendur Jón Atlason Ísak Þór Atlason Grace Carry Anna Kristín Atladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÓSKARSSON fyrrverandi flugumferðarstjóri, Kristnibraut 41, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðarför auglýst síðar. Sigdís Sigmundsdóttir Anna Björg Jónsdóttir Sigurður Hinrik Teitsson Hafliði Jónsson Agnes Stefánsdóttir Sandra Mjöll Sigurðardóttir Ásta Guðrún Sigurðardóttir Sigdís Lind Sigurðardóttir Þorsteinn Már Hafliðason Andrea Sif Hafliðadóttir Óskar Páll Hafliðason Þjóðlaga-og rokkdúettinn Simon og Garfunkel tók upp heila plötu á tónleikum sínum þann 19. september árið 1981 í Central Park í New York. Tónleikarnir voru ókeypis en þar var dúettinn að sameinast á nýjan leik eftir hlé. Yfir 500 þúsund manns mættu á tónleikana sem gera þá sjöundu mest sóttu tónleika í heiminum. Í febrúar árið eftir tónleikana kom platan út, sem heitir einfaldlega The Concert in Central Park, en vinsældir tónleikanna voru slíkar að dúettinn ákvað að fara í heimstúr í kjölfarið. Platan var útsett af Paul Simon og Dave Grusin og fram- leidd af Paul Simon, Art Garfunkel, Phil Ramone og Roy Halee. Simon og Garfunkel tóku alls 21 lag á sviðinu, þar á meðal sín vinsælustu lög: The Sound of Silence, Mrs. Robinson og The Boxer. Dúettinn er sérstaklega þekktur fyrir einstakan sam- hljóm og á tíðum óstöðugt samband. Tímaritið The Roll- ing Stones setti þá í 40. sæti yfir merkustu tónlistarmenn allra tíma. ÞETTA GERÐIST 19. SEPTEMBER 1981 Tóku upp plötu í Central Park TÍÐAR ENDURKOMUR Simon og Garfunkel hafa oft komið saman aftur eftir að dúettinn lagði upp laupana árið 1970 en tónleikarnir þann 19. september 1981 voru þeirra eftirminnilegasta endurkoma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.