Fréttablaðið - 19.09.2012, Page 38

Fréttablaðið - 19.09.2012, Page 38
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Ungir og efnilegir karlmenn sem bregða sér í ótal hlutverk ríða á vaðið hjá Þjóðleikhúsinu nú á leik- árinu nýja. Í Kúlunni baular hún Búkolla, fuglar fljúga og hárið úr halanum verður að fjalli, skessu, eldi og fljóti hjá þeim Hilmi Jens- syni og Baldri Ragnarssyni undir styrkri stjórn Stefáns Halls Stef- ánssonar í stórgóðri sýningu ætl- aðri leikskólabörnum. Á stóra sviðinu brenna innri eldar og aðrar kýr eru held- ur betur með í heimsmyndinni og leiknum í þorpi á Írlandi þar sem Hollywood-leikhópur hefur komið sér fyrir í leikritinu „Með fulla vasa af grjóti“. Þar bregða þeir Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason sér í ein fimmtán hlutverk. Leikritið var upphaflega skrifað fyrir írska leikhópinn Double Joint og frum- sýnt árið 1996. Síðan hefur það farið sigurför um heiminn og var sýnt hér með sömu leikurum fyrir tíu árum. Leikstjórinn Ian McElhinney (eiginmaður höfund- ar) leikstýrði einnig verkinu hér í aldarbyrjun. Þeir Stefán Karl og Hilmir Snær gæða persónurnar slíku lífi að áhorfendur njóta hverrar setning- ar, glennu og grettu til fullnustu. Stefán Karl fór með runu af hlut- verkum sem voru allt frá fram- burðarkennara að ungum, mjög vandræðalegum pilti, sem átti sér draum um að komast í kvik- myndirnar en hrokafull fram- koma aðkomumanna varð til þess að hann bugaðist og fyllti vasa sína af grjóti á leiðinni út í koldimmt vatnið. Verkið fjallar í raun um þann árekstur sem verður þá er yfir- borðslegir kvikmyndaleikarar koma sér fyrir í fallegu landslagi sem tilheyrir venjulegu fólki, svo venjulegu fólki að það þarf að beita brögðum og brellum til þess að skynja og skilja hvernig það talar og hugsar. Áreksturinn milli hrok- ans og einlægninnar, áreksturinn milli þeirra er peningana hafa og hinna sem þurfa á aurum að halda, áreksturinn milli rótleysis og róta er kjarni verksins. Spriklandi fimi leikaranna hvort heldur var í hlut- verki kvenna eða karla var ein- stök. Írarnir tveir, Jake Quinn sem Stefán Karl leikur og Charlie Conlon sem Hilmir Snær blæs lífi í, segja söguna og eiga það sam- merkt að vilja komast burt úr fátæktinni en eru að öðru leyti mjög ólíkar persónur. Quinn er óheflaður og fastur fyrir en Con- lon er málamiðlunarmaður. Skipt- ingar milli atriða og persóna voru undraverðar. Hilmir Snær kann svo sannarlega listina að smjúga inn undir skinnið og skankana á skringipersónum. Það sann- aðist best í hlutverki lífvarðar- ins, þar sem honum tókst hrein- lega að skrumskæla skrokk sinn svo að sumir héldu að hann hefði troðið inn á sig kodda, en það var kroppurinn sjálfur sem kreisti upp aftur endann þannig að það var engu líkara en að hann væri kom- inn með rassinn upp á milli herða- blaðanna. Hlutverk Stefáns Karls með sínum heimsfrægu geifl- um eru öll eftirminnileg, einkum gamli maðurinn Mickey, sem ein- hvern veginn getur ekkert verið nema írskur og óviðjafnanlegur var hinn spjátrungslegi aðstoðar- leikstjóri. Írski dansinn ætlaði svo allt að trylla. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Mjög vel unnin sýning með leikmynd sem lyftir frásögninni, bæði til Írlands og inn í kvikmynd. Hroki, dans og draumar Leikhús ★★★★ ★ Með fulla vasa af grjóti Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið Höfundur: Marie Jones. Guðni Kolbeinsson þýddi. Leikarar: Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri: Ian McElhinney. Í GRJÓTAÞORPINU Leikararnir tveir fara á kostum að mati gagnrýnanda; Hilmir Snær smýgur undir skinnið á persónunum sem hann leikur og Stefán Karl er eftirminnilegur með öllum sínum geiflum. Sigurganga skáldsögunnar Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson heldur áfram en dönsk þýðing bókarinnar hefur hlotið lofsamlega umfjöllun gagnrýn- enda þar í landi að undanförnu. Bókin er nýkomin út í Dan- mörku hjá forlaginu C&K í þýð- ingu Kim Lembek. Bergsveinn var í Danmörku í síðustu viku til þess að fylgja bókinni úr hlaði og var meðal annars í stóru við- tali í síðasta helgarblaði Poli- tiken. Gagnrýnandi sama blaðs gefur bókinni fimm stjörnur af fimm mögulegum en Jyllands Posten gefur henni sex stjörnur af sex. Danir lofa svarbréf SÖNGPERLUR Í SALNUM Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona flytur perlur íslenskra sönglaga í Salnum, Kópavogi, klukkan 17.30 í dag. Henni til halds og trausts verður píanóleikarinn Jónas Ingimundarson. Tónleikarnir eru hluti af síðdegissöngtónleikaröðinni Íslenskt? Já takk! Aðgangseyrir á staka tónleika er 1.500 krónur. SEPTEMBERTILBOÐ 24 stk. í pakka Verð áður 7.177 kr. 5.383 KR. TILBOÐSVERÐ VNR. 4000123 & 4000124 COMPACT SALERNISPAPPÍR KJARNALAUS SALERNISPAPPÍR Í „COMPACT“ SKAMMTARA, HVÍTUR, TVEGGJA LAGA, 800 BLÖÐ Á RÚLLU Stórhöfða 42, Reykjavík Austursíðu 2, Akureyri 587 7788 papco.is Góð þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir Götumarkaðurinn á Garðatorgi í Garðabæ Byrjum vetrarstarfið á flóamörkuðum/kompudögum laugardagana 22. og 29. sept nk. Skráning fer fram í blómabúðinni Sóleyjarkoti á Garðatorgi 3, alla virka daga frá kl 12-17 í síma 8621820 og 8663171 eða á gardatorg.gotumarkadur@gmail.com. Handverksmarkaðirnir fara af stað í október, nánar auglýst síðar. Götumarkaðurinn Garðatorgi OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18 OG L AUGARDAGA FRÁ 11-15 Í eldhúsinu viljum við að okkur líði alltaf sem best. Þá tekst okkur líka betur upp við matargerðina og það hefur auðvitað áhrif á vellíðan fjölskyldunnar og heilsu. HTH innréttingarnar eru meðal mest seldu og vinsælustu eldhúsinnréttingum á Norðurlöndum og ekki af ástæðulausu. Frábær hönnun og nákvæm framleiðsla skilar mjög vönduðum innréttingum og það nærir gleðina alla daga. Komdu, kynntu þér málið ... og taktu risagóða ákvörðun! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2819 & 530 2821 · www.hth-kitchen.com Val á innréttingu í eldhúsið er risastór ákvörðun. Fallegt úrval fyrir öll heimili!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.