Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 4
6. október 2012 LAUGARDAGUR4 LÖGREGLUMÁL Lögregla telur sig búa yfir upplýsingum um það að nokkr- ir liðsmenn samtakanna Outlaws hafi áformað hefndaraðgerðir gegn tilteknum lögreglumönnum og fjöl- skyldum þeirra. Þessi rökstuddi grunur lá til grundvallar gæslu- varðhaldsúrskurðum yfir tveimur körlum og einni konu sem kveðnir voru upp í fyrrakvöld. Ráðist var í eina umfangsmestu lögregluaðgerð Íslandssögunnar á miðvikudagskvöld þegar um átta- tíu lögreglumenn fóru inn á sjö staði um allt suðvesturhorn lands- ins. Sextán voru handteknir, flestir á skipulagsfundi Outlaws í félags- heimili þeirra að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Lagt var hald á ætlað þýfi, tugi gramma af hörðum fíkni- efnum, hnífa og fleira. Á fimmtudagskvöld var fernt fært fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness og gæsluvarðhalds krafist. Dómurinn úrskurðaði þrennt í varðhald en tók sér frest yfir nóttina til að úrskurða um Víði „Tarf“ Þorgeirsson, leiðtoga sam- takanna, sem er með þungan dóm fyrir fíkniefnasmygl á bakinu. Kröfunni um varðhald yfir Víði var hins vegar hafnað í gærmorg- un. Dómara þótti lögregla ekki hafa sýnt fram á nægilega rökstuddan grun um að hann hefði komið að því að skipuleggja ætlaðar árásir á lögreglumennina og fjölskyldur þeirra. Víðir svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær, en í samtali við Vísi þvertók hann fyrir að til hafi staðið að ráðast á lögreglu- menn. „Svoleiðis er ekki gert hjá okkur og svoleiðis stríðir gegn starfsemi þessara samtaka.“ Upphaf málsins má rekja til aðgerða sem ráðist var í fyrir tveimur vikum, þegar lögregla fór meðal annars inn í félagsheim- ilið að Hvaleyrarbraut, lagði hald á vopn og þýfi og handtók sjö liðs- menn og áhangendur Outlaws. Hefndaraðgerðirnar sem lög- regla telur sig hafa komist á snoðir um munu snúast um það sem fram fór í þeirri húsleit. RÚV greindi frá því í gær að félagi í samtökunum telji lögreglumann hafa stolið af sér peningum í fyrri húsleitinni. Þá greindi RÚV enn fremur frá því lögregla hefði undir höndum tölvupóstsamskipti liðsmanna Out- laws þar sem rætt sé um árásir á heimili lögreglumanna. stigur@frettabladid.is GENGIÐ 05.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,0572 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,82 122,40 197,12 198,08 158,42 159,30 21,246 21,37 21,419 21,545 18,436 18,544 1,5517 1,5607 187,99 189,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Friðlýsingar í Garðabæ Umhverfisstofnun og bæjarstjórn Garðabæjar auglýsa hér með til kynningar eftirfarandi tillögur að friðlýsingu svæða innan marka Garðabæjar. Samanlögð stærð svæðanna er 479,3 ha. Svæði þau sem friðlýsingarnar ná til eru í eigu Garðabæjar utan Vífilsstaðahrauns sem er í eigu ríkisins. Þau eru: 1. Búrfell, Búrfellsgjá og eystri hluti Selgjár 2. Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhellar. Tillögurnar liggja frammi hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24 og á bæjarskrifstofum Garðabæjar frá 8. október til 12. nóvember 2012. Þær eru ennfremur aðgengilegar á heimasíðum Umhverfis- stofnunar og Garðabæjar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum og / eða ábend- ingum rennur út mánudaginn 12. nóvember 2012. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 22° 13° 13° 18° 22° 13° 13° 27° 14° 27° 23° 29° 12° 18° 18° 11° Á MORGUN víða 5-10 m/s MÁNUDAGUR Fremur hægur vindur, hvessir V-til síðdegis 7 5 7 8 6 9 7 6 6 18 6 5 7 2 3 2 6 7 3 2 5 7 7 6 6 7 7 5 5 6 7 SKÚRIR V-til um helgina en öllu bjartara A-til. Bjart N- og A- til í dag en þykknar upp á morgun N-lands. Hiti yfi rleitt 2-8 stig yfi r daginn en líkur á nætur- frosti einkum N- og A-til. Lítur út fyrir nýja lægð síðdegis á mánudag eða mánudagskvöld með rigningu og strekkingi V-lands. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sauðárkróki, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, handtók þrjá einstaklinga í hádeginu í gær, en um nóttina hafði fólkið stolið skotvopnum; tveimur riffl- um og tveimur haglabyssum auk skotfæra, úr húsnæði Skotfélagsins Ósmanns, sem er nokk- uð fyrir utan bæinn. Fólkið, stúlka og piltur á tvítugsaldri og karlmaður á þrítugsaldri, stálu bíl fyrr um nóttina sem þau notuðu til þess að keyra að skotsvæðinu. Þar brutust þau inn og hirtu skotvopnin og töluvert magn af skotfærum. Samkvæmt Stefáni Vagni Stefánssyni, yfir- lögregluþjóni á Sauðárkróki, fór ekki betur en svo að þau veltu bílnum á leiðinni til baka, eða um fjóra kílómetra frá Sauðárkróki. Þurftu þau því að ganga til bæjarins vopn- uð rifflunum og skotfærum, en þau þurftu að skilja töluvert magn af skotfærum eftir í bílnum. Lögregluna grunaði strax hverjir væru á ferð, en eftir þeim var tekið fyrir um tveimur dögum þegar þau höfðu í hótunum við bæjar- búa. Þá virðast þau hafa brotist inn í sundlaug um kvöldið. Það var svo í hádeginu í gær sem lögreglan, ásamt sérsveit ríkslögreglustjóra, grárri fyrir járnum, handtók þremenningana þar sem þau biðu eftir strætó. Talið er líklegt að þau hafi þá ætlað að fara suður til Reykjavíkur og reyna að koma vopnunum í verð. - vg, shá Sérsveit og lögregla handtóku þremenninga eftir dólgslæti og ítrekaðan þjófnað á Sauðárkróki: Stálu bifreið, byssum og skotfærum SÉRSVEITIN AÐ STÖRFUM Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að hafa hendur í hári fólksins. ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslan hóf í gær leit að bát þar sem áhöfn hafði látið hjá líða að hlusta á fjar- skipti. Báturinn hvarf úr eftir- litskerfum þegar hann var 35 sjómílur út af Horni, en vegna fjarlægðar voru tvær þyrlur Gæslunnar auk björgunarskips kallaðar út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgis- gæslunnar náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði. Loks náðist samband við nær- staddan bát og kom í ljós að allt var í lagi um borð. Landhelgis- gæslan segir í tilkynningu að til- vik sem þetta séu afar slæm enda geti það orðið til þess að farið sé í ónauðsynlegar og umfangsmiklar leitaraðgerðir. - shá Heyrðu ekki kall Gæslunnar: Viðbúnaðurinn var ástæðulaus ÚTKALL Gæslan minnir sjófarendur á að hlusta á fjarskipti. KOSNINGAR Hugsanleg brot á upp- lýsingaskyldu frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri vegna sveit- arstjórnarkosninganna 2010 eru að öllum líkindum fyrnd, segir í frétt Ríkisendurskoðunar. Í lögum segir að hver sá sem ekki skilar upplýsingum eða skýrslum samkvæmt ákvæðum laganna til Ríkisendurskoðun- ar innan tilgreindra tímamarka skuli sæta sektum. Ríkissaksóknari hefur sent ríkisendurskoðanda bréf þar sem segir að frestur frambjóð- anda til að skila uppgjöri byrji að líða þegar kosning í viðkomandi prófkjöri hefur farið fram. Þetta þýðir að hafi prófkjörinu verið lokið fyrir 4. apríl 2010 séu hugs- anleg brot frambjóðenda á lög- bundinni upplýsingaskyldu fyrnd. - shá Sveitarstjórnarkosningar 2010: Hugsanleg brot líklega fyrnd ORKUMÁL Fyrstu sérleyfin til olíu- vinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofn- un fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan sam- starfsaðila. Samkvæmt heimildum frétta- stofu Stöðvar 2 hyggst stofnunin samþykkja umsóknir frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni annars vegar og Valiant Petro- leum og Kolvetni ehf. hins vegar. Umsókn Eykons Energy verð- ur aftur á móti sett í bið þar til félagið hefur tryggt sér sam- starfsaðila sem stenst kröfur útboðsins um tæknilega getu og fjárhagslegan styrk. - kmu Olíuvinnsla á Drekasvæðinu: Styttist í útgáfu fyrstu leyfanna Jónína Rós stefnir á 2. sæti Jónína Rós Guðmundsdóttir alþingis- maður sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi. Jónína Rós hefur setið á þingi frá árinu 2009 og hefur meðal annars verið varaformaður heilbrigðis- og velferðarnefndar. Lúðvík vill 2. sætið Lúðvík Geirsson alþingismaður gefur kost á sér í annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Lúðvík tók fyrst sæti á Alþingi árið 2001. Hann er nú annar varafor- maður fjárlaganefndar og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. PRÓFKJÖR Taldir hafa undirbúið árásir á lögreglumenn Forsprakki Outlaws er laus úr haldi eftir að dómari féllst ekki á gæsluvarðhalds- kröfu yfir honum. Þrennt situr í varðhaldi grunað um að hafa skipulagt árásir á heimili lögreglumanna og fjölskyldur þeirra. Lögreglumenn eru slegnir óhug. SLEPPT Víði Þorgeirssyni var sleppt lausum í gærmorgun. Dómari taldi lögreglu ekki hafa sýnt fram á að verjandi væri að stinga honum í varðhald. Lögreglumenn eru slegnir óhug vegna málsins – bæði upplýsinganna um fyrirhugaðar árásir á kollega þeirra og þess að forsprakki Outlaws gangi nú laus. Þeir hafa rætt sín á milli um það hvernig bregðast skuli við stöðunni. „Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir enn og aftur hversu mikið þjóðfélagslegt mein þetta er.“ „Mér er mjög brugðið að heyra þetta“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.