Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 58
6. október 2012 LAUGARDAGUR10
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Laus staða
Víðistaðaskóli
Kennari/þroskaþjálfi óskast sem fyrst til að kenna sérkennslu
vegna forfalla í vetur.
Allar upplýsingar gefur Anna Kristín Jóhannesdóttir, aðstoðar-
skólastjóri í síma 595 5800/664 5890.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og
meðmælendur skulu berast á netfangið annakr@vidistadaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2012.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem
konur hvattir til að sækja um starfið.
Fræðslustjóri Hafnarfjarðar
Sálfræðingur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Hafnarfjörður 201210/018
Mannauðsstjóri Matvælastofnun Selfoss 201210/017
Framhaldsskólakennari í ensku Menntaskólinn að Laugarvatni Laugarvatn 201210/016
Sérfræðingur Náttúrufræðistofnun Íslands Garðabær 201210/015
Verkefnastjóri viðhaldsframkvæmda Fasteignir ríkissjóðs Reykjavík 201210/014
Sérfræðistörf í upplýsingatækni Fiskistofa Hafnarfjörður 201210/013
Geðhjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær 201210/012
Fræðslufulltrúi Umferðarstofa Reykjavík 201210/011
Sjúkraliði LSH, gjörgæsla og vöknun Reykjavík 201210/010
Hjúkrunarfræðingur LSH, dag- og göngudeild augnl. Reykjavík 201210/009
Hjúkrunarfræðingur LSH, dagdeild skurðlækninga F Reykjavík 201210/008
Hjúkrunarfræðingur LSH, lungnadeild Reykjavík 201210/007
Deildarlæknar í starfsnámi í lyflækn. LSH, aðstoðarlæknar lyflækninga Reykjavík 201210/006
Hjúkrunarfræðingur á barnadeild LSH, Barnaspítali Hringsins Reykjavík 201210/005
Deildarlæknir LSH, myndgreiningardeild Reykjavík 201210/004
Lögfræðingur Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Vestmannaey. 201210/003
Hæstaréttardómari Hæstiréttur Íslands Reykjavík 201210/002
Ráðsmaður Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstaðir 201210/001
Heilsugæslulæknir Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hvolsvöllur 201209/083
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 F. 510 1717 WWW.VR.IS
VR leitar að kröftugum atvinnuráðgjafa í fullt starf.
Starfsmaður mun sinna þjónustu við atvinnuleitandur meðal VR félaga, með áherslu á vinnumiðlun og
náms- og starfsráðgjöf. Helstu viðfangsefni eru að miðla til félagsmanna VR lausum störfum og eftir þörfum
að aðstoða þá við að afla sér þekkingar og hæfni sem eykur möguleika á ráðningu. Um er að ræða mjög
krefjandi starf með virkri þátttöku í mótun og uppbyggingu verkefnisins.
Helstu verkefni atvinnuráðgjafa verða:
- Vinnumiðlun og ráðgjöf til atvinnuleitenda
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf um náms- og starfsval og hvernig atvinnuleit er háttað
- Upplýsingagjöf um réttindi og skyldur
- Móttökuviðtöl, eftirfylgni og seta á vinnufundum
- Samskipti við ráðgjafa Virk starfsendurhæfingasjóðs, kjaramálafulltrúa VR og starfsfólks Vinnumálastofnunar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólanám sem nýtist í starfi
- Þekking og/eða reynsla á sviði vinnumiðlunar er æskileg
- Þekking og/eða reynsla á sviði ráðgjafar við atvinnuleitendur er æskileg
- Mjög góð samskiptafærni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Áhugi og geta til að setja sig inn í erfiðar aðstæður einstaklinga
- Góð tölvuþekking er skilyrði
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
- Sveigjanleiki og færni í að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
Umsóknum skal beint til Söru Lindar Guðbergsdóttur, deildastjóra Ráðgjafardeildar VR. Umsækjendum
er einnig bent á að senda umsóknir sínar á netfangið sara@vr.is. Æskilegt er að umsóknum fylgi ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2012
Sóknartækifæri