Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 80
6. október 2012 LAUGARDAGUR44 Krossgáta Lárétt 1. Hraust finni nákvæmlega skilgreint frávik eða fyrirbæri (9) 10. Bæta stígandi með kaupauka (11) 11. Rola vill frelsa karl (9) 13. Finn liði stað sem féll í bylgjum (8) 15. Leita ættboga meðal orða afkomenda (9) 16. Platir þann sem töltir (6) 17. Andi sær og himnesk tónlist (6) 18. Pilsfantur er stimpill (11) 19. Hef öðlast frið (3) 21. Englanammi fyrir ruglaða eldri borgara (10) 23. Læt slóða drepa slóða (11) 24. Aldin vill ætíð hreykja sér (7) 27. Máti skreppur til (6) 29. Forystufley sýnir hver ræður og hvernig (11) 35. Tóm, svert og trúgjörn (9) 36. Sér áfram hald án ríkisstuðnings (12) 37. Næ stjórn á taugataki (9) 40. Styttri vopn gleymast síður (10) 41. Tími frumefnis er afbragðstíð (7) 43. Marra limir (5) 44. Breytingarnar á beygingarmyndum skilja flóð og fjöru (12) 45. Haugdrukkinn, lollandi klisju-Japani? (8) 46. Notað ónotað (4) Lóðrétt 1. Myrkvast men og maður mennsku (9) 2. Snúið til vinnu við framleiðslusvæðið (14) 3. Sendi Svala aftur þangað sem heitt mætir köldu (10) 4. Vandræðasókn er aumur kostur (11) 5. Andlausa frásögnin af andlátinu (10) 6. Alíslenskt bragð hvar mót takast á (9) 7. Stælir og lokaðir (6) 8. Auði bletturinn hlunkaðist utanað (8) 9. Tútta skipi þeim sem forvitnaðist (8) 12. Hamingjusöm hafði ást á ómældum unaðinum (9) 14. Hnuplaði fimmtíu fyrir hesthús (5) 20. Laus við asa leita ég ákveðinna kjána (6) 22. Varðmenn krata rugla viðmiðið (13) 25. Lappland er heimili (10) 26. Jöfrasvampur, sá æti lubbi (10) 28. Bið um slompaða og skemmtilega skerta til helminga (9) 30. Vil að spíruvígi geri það sem það á að gera (9) 31. Uppgötva fæði og hvað helst telst til tíðinda (9) 32. Hotta á háls og handrið til sjós (8) 33. Blóðugt tímabil í íslensku þungarokki? (8) 34. Uppgötva groddalegan grínara meðal salta og sílikata (7) 38. Útlimir rugga (5) 39. Vaggi kryddi (5) 42. Laglega afmörkuð nettenging, þótt þráðlaus sé (3) Vegleg verðlaun Lausnarorð Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist nokkuð sem stundum er gripið til í milliríkjadeilum. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 10. október næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „6. október“. Lausnarorð síðustu viku var Vikulega er dregið er úr inn- sendum lausnarorðum og fær vinningshafi eintak af bókinni Kona Tígursins frá Forlaginu. Vinningshafi síðustu viku var Elín Árnadóttir, Reykjavík og getur hún vitjað vinningsins í afgreiðslu 365, Skaftahlíð 24. S A M B A N D S L E Y S I 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 B Í L D Ó T T U R S H Ó D V E A V I Ó P A R A D Í S I N A R E N N I S L É T T A Á E M L S D T B A R A K A S K E M M D K A S S A B O T N I A S D A J L S Ð N Ú G I L D A N D I B A F A R K O S T A R D Æ A L G A Þ T Í K A R S P E N A R D I S K P L Á S S S R U E Á A M T F G F Á H E Y R T Ð Á H T O A J V S T U L L A R B U X U R U Ö Í L A R V O R M A R B L E T T U R E L V Æ A B M S S É R B L A Ð I L G R A Y Í N K V S K I P A F E R Ð U N U M E E I N N Y S S A F J Ö L K U N N U G G Ö T U V I T U M I J N A U T I U Æ L J Ó S A S T A U R R E I Ð F Æ R I R Þennan dag fyrir réttum 39 árum, hinn 6. október árið 1973, gerðu hersveitir Egyptalands og Sýrlands innrás í Ísrael. Aðgerðina bar upp á Yom Kippur, helgasta dag gyðinga, þar sem stór hluti herliðs Ísra- els var í fríi frá stöðum sínum. Eftir að Ísraelar höfðu náð saman sínu sterkasta liði náðu þeir að hrekja innrásarherina á brott, en vopnahlés- samningarnir að loknum átökunum urðu síðar grundvöllur að friðarsátt- mála milli Ísraels og Egyptalands. Ísraela r höfðu þrisvar áður háð hildi við arabalönd- in í kring, síðast sex árum áður þegar þeir lögðu undir sig Sínaí- skaga, Gasa-strönd- ina, Austur-Jerúsal- em, Vesturbakkann og Gólan-hæðir í Sex daga stríðinu, og fjór- földuðu þannig stærð landsins. Þegar Anwar el- Sadat tók við forsetaembættinu í Egyptalandi árið 1970 var efnahagur landsins í molum og nánast útilokað að halda áfram að troða illsakir við Ísrael. Friðarsamningar í ríkjandi ástandi hefðu hins vegar varla verið hag- stæðir Egyptum, þannig að Sadat skipulagði djarfa áætlun sem hann trúði að gæti borgað sig jafnvel þótt allt færi á versta veg, þar sem minnsti ávinningur gæti bætt stöðuna fyrir friðarviðræður. Sadat byrjaði á því að reka 20.000 sovéska hernaðarráðgjafa úr landi árið 1972 og tók upp vinsamleg samskipti við Bandaríkin. Þá bast hann Sýrlendingum böndum um að ríkin réðust á Ísrael, hvort úr sinni áttinni. Þeir völdu Yom Kippur til að ráðast til inngöngu enda yrðu Ísraelar margir hverjir uppteknir við að halda daginn heilagan með bænahaldi og föstu. Því náðu innrásarsveitirnar, sem voru búnar nýjum sovéskum hertólum, á skömmum tíma að vinna mikið landsvæði. Írak og Jórdanía blönduðu sér einnig í stríðið á bak við tjöldin. Þegar Ísraelar náðu vopnum sínum, í orðsins fyllstu merkingu, urðu þeir fljótir til að berja aftur innrásarliðið. Þeir fengu vopnastyrk frá Banda- ríkjunum, sem töfðu þó sendinguna um viku, af tillitssemi við Egypta. Síðla í október gerðu Ísraelar og Egyptar vopnahlé. Sadat hafði átt koll- gátuna. Egyptar voru nú í mun betri samningsstöðu, enda höfðu þeir gert sig gildandi á svæðinu á ný. Sýrlendingar guldu hins vegar afhroð, þar sem Ísrael lagði undir sig enn meira af Gólan-hæðum en áður. Næstu ár skiluðu Ísraelar Sínaí-skaga smátt og smátt og árið 1979 sömdu löndin um frið sín á milli, en þetta var fyrsta samkomulagið sem Ísraelar höfðu náð við nágrannaríki. Sadat var hins vegar útskúfað úr félagsskap arabaríkja og árið 1982 var hann ráðinn af dögum af hópi öfga- manna, einmitt hinn 6. október, við hátíðarhöld til að minnast upphafs Yom Kippur-stríðsins. - þj (Heimild: History.com) Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1973 Óvænt innrás á Yom Kippur Egyptaland og Sýrland réðust inn í Ísrael til að vinna aftur landsvæði sem töpuðust í Sex daga stríðinu. Þrátt fyrir ósigur náðu Egyptar að vinna vel úr stöðunni og sömdu um frið við Ísrael. Sýrlendingar guldu afhroð. HART BARIST Ísraelskir hermenn láta skotin dynja á Sýrlendingum á Gólan- hæðum undir lok hins skammvinna Yom Kippur-stríðs. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.