Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 110

Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 110
6. október 2012 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is KRISTJÁN GUÐMUNDSSON er hættur sem þjálfari Vals í Pepsi-deild karla en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni í gær. „Hefði viljað klára árið sem eftir var af samningnum en aðstæður í félaginu leyfðu það ekki. Takk fyrir mig Valsmenn,” skrifaði Kristján. Valur hafnaði í áttunda sæti deildarinnar í sumar. FÓTBOLTI Lars Lagerbäck landsliðs- þjálfari sat fyrir svörum á blaða- mannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar,“ sagði hann. „Það er eitt- hvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska lands- liðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar.“ Lagerbäck tilkynnti landsliðs- hópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent ein- beittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið,“ sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árang- ur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur.“ Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt lands- lið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokk- uð ungt í landsliðum. Þá hafa leik- menn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið,“ segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt.“ eirikur@frettabladid.is Framtíð landsliðsins björt Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. „Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann. FÓTBOLTI Tvö af bestu knatt- spyrnuliðum heims, Barcelona og Real Madrid, eigast við kl. 17.50 á sunnudag þegar þessi risar mæt- ast í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Nou Camp, heima- velli Barcelona. Madrídarliðar þurfa nauðsyn- lega á sigri að halda því liðið fór mjög illa af stað á tíma- bilinu í haust og er þegar átta stigum á eftir Barce- lona. Ef þeir síðarnefndu auka bilið í ellefu stig er ljóst að liðsmenn Real Madrid eiga lít- inn möguleika á að verja spænska meist- aratitilinn, enda Barcelona ekki líklegt til að gefa mikið eftir gegn öðrum liðum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. El Clásico, leikur Barcelona og Real Madrid, fer fram á sunnudag: Börsungar geta náð vænni forystu ÞJÁLFARARNIR Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Heimir Hallgrímsson, aðstoðar- maður hans, á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LIONEL MESSI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.