Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 110
6. október 2012 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON er hættur sem þjálfari Vals í Pepsi-deild
karla en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni í gær. „Hefði viljað klára árið sem
eftir var af samningnum en aðstæður í félaginu leyfðu það ekki. Takk fyrir mig
Valsmenn,” skrifaði Kristján. Valur hafnaði í áttunda sæti deildarinnar í sumar.
FÓTBOLTI Lars Lagerbäck landsliðs-
þjálfari sat fyrir svörum á blaða-
mannafundi í gær vegna næstu
leikja Íslands í undankeppni HM
2014. Ísland mætir Albönum ytra á
föstudaginn næstkomandi og tekur
svo á móti Sviss þriðjudaginn 16.
október.
Ísland byrjaði undankeppnina
með því að vinna Noreg 2-0 en
tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra.
Lagerbäck lofaði frammistöðu
Íslands í fyrri leiknum en sagði að
úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið
sér vonbrigðum. „Líklega vorum
við of metnaðarfullir í varnarleik
okkar,“ sagði hann. „Það er eitt-
hvað sem skrifast á mína ábyrgð
og er það undir mér komið að laga
það fyrir næsta leik, en ég veit af
reynslu minni með sænska lands-
liðinu hversu erfitt það er að fara
til Albaníu og spila þar.“
Lagerbäck tilkynnti landsliðs-
hópinn sinn fyrr í vikunni. Aron
Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn
en Björn Bergmann Sigurðarson,
Wolves, var ekki í hópnum.
„Í stuttu máli vill Björn einbeita
sér að Wolves. Hann vill frekar
æfa þar og vera 100 prósent ein-
beittur að sínu félagsliði. Ef menn
vilja ekki koma í landsliðið þá vil
ég ekki sannfæra þá um það. Við
munum sjá til um framhaldið en
það er ljóst að við verðum áfram
í sambandi við hann og athugum
síðar hvort hann vilji koma aftur
í landsliðið,“ sagði Lagerbäck sem
sagðist einnig sakna hins meidda
Kolbeins Sigþórssonar mikið.
„Hann hefur nú verið hjá mér í
þremur leikjum og miðað við það
sem ég hef séð tel ég að hann hafi
fulla burði til að verða einn allra
besti sóknarmaður Evrópu. Árang-
ur hans með landsliðinu, átta mörk
í ellefu leikjum, er ótrúlegur.“
Hann nýtti einnig tækifærið til
að benda á nokkrar staðreyndir
um hversu ungt og efnilegt lands-
lið Íslendingar eiga. „Meðalaldur
er í kringum 26 ár sem er nokk-
uð ungt í landsliðum. Þá hafa leik-
menn spilað að meðaltali aðeins
17,8 landsleiki sem er verulega
lítið,“ segir hann.
„Ég vona að ég lifi í nokkur
ár í viðbót til að geta fylgst með
íslenska landsliðinu. Framtíðin er
mjög björt.“ eirikur@frettabladid.is
Framtíð landsliðsins björt
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna
íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. „Ég vona að ég fái að lifa í
nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann.
FÓTBOLTI Tvö af bestu knatt-
spyrnuliðum heims, Barcelona og
Real Madrid, eigast við kl. 17.50 á
sunnudag þegar þessi risar mæt-
ast í spænsku úrvalsdeildinni.
Leikið verður á Nou Camp, heima-
velli Barcelona.
Madrídarliðar þurfa nauðsyn-
lega á sigri að halda því liðið fór
mjög illa af stað á tíma-
bilinu í haust og er þegar
átta stigum á eftir Barce-
lona. Ef þeir síðarnefndu
auka bilið í ellefu stig
er ljóst að liðsmenn
Real Madrid eiga lít-
inn möguleika á að
verja spænska meist-
aratitilinn, enda
Barcelona ekki
líklegt til að gefa
mikið eftir gegn
öðrum liðum.
Leikurinn er í
beinni útsendingu á
Stöð 2 Sport.
El Clásico, leikur Barcelona og Real Madrid, fer fram á sunnudag:
Börsungar geta náð vænni forystu
ÞJÁLFARARNIR Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Heimir Hallgrímsson, aðstoðar-
maður hans, á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LIONEL MESSI