Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 104
6. október 2012 LAUGARDAGUR68 Bíó ★★★★ ★ 5 Broken Cameras RIFF-hátíðin Leikstjórn: Emad Burnat og Guy Davidi Palestínski bóndinn Emad Burn- at kaupir myndbandsupptöku- vél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins son- inn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil‘in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnema- byggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig. Áhorfandinn fær að fylgjast með daglegu lífi íbúa Bil‘in í sex ár í gegnum linsu Emads og kynn- ist um leið ágangi ísraelska land- nema og hrottaskap hersins gegn þorpsbúunum sem mótmæla á frið- saman hátt ólöglegri landtöku og aðskilnaðarmúr sem reistur var skammt frá bænum. Íbúar Bil‘in halda mótmæla- göngur frá bænum og að múrn- um hvern föstudag í sex ár og í hvert sinn er þeim mætt með hörku, táragasi og skotárásum hersins. Þegar herinn bregður á það ráð að handtaka börn og ung- linga um miðja nótt halda börnin, stór og smá, sína eigin mótmæla- göngu þar sem þau fara fram á að fá svefnfrið á nóttunni. Þeim er einnig mætt af hermönnum í full- um skrúða og táragasi. Það tekur á að halda friðsamlegum mótmælum áfram, eins og Emad segir sjálfur frá, þegar vinur hans Phil og tveir piltar, annar aðeins 11 ára gamall, liggja í valnum eftir árás hersins á mótmælendur. En þorpsbúarnir halda áfram þrátt fyrir það, hvern föstudag í sex ár. Myndin er fræðandi og átakan- leg í senn og maður skilur hrein- lega ekki hvernig þetta óréttlæti fær að viðgangast ár eftir ár. Með yfirvegun lýsir Emad atburðunum fyrir áhorfandanum og þrátt fyrir mótlætið missa íbúar Bil‘in aldrei móðinn né trúna á réttlætið. Gæði myndbrotanna eru misjöfn, enda voru margar vélarnar laskaðar og gamlar, en það kemur ekki að sök heldur gerir myndina aðeins betri ef eitthvað er. Emad naut lið- sinnis ísraelska kvikmyndagerð- armannsinns Guy Davidi við gerð myndarinnar og saman tókst þeim að skapa frábæra heimildarmynd sem allir ættu að sjá. Sara McMahon Niðurstaða: Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni. HEIMILDARMYND SEM ALLIR ÆTTU AÐ SJÁ FRÁBÆR MYND Heimildarmyndin 5 Broken Cameras er frábær mynd sem allir ættu að sjá. Myndin segir frá átökum íbúa þorpsins Bil‘in við ísraelska herinn og land- tökufólk. „Ég hef verið að vinna við hitt og þetta; tónlist, tónleikahald, almannatengsl og á öðrum svið- um skemmtanaiðnaðarins,“ segir Rósa Guðmundsdóttir tónlistar- og athafnakona. Hún hefur verið búsett í New York síðustu átta ár og tekið sér ýmislegt fyrir hendur á þeim tíma. „Ég hef verið með annan fót- inn í New York síðustu fjórtán ár, upprunalega vegna almanna- tengsla skrifstofunnar The Ice- landic Connection sem ég stofnaði með amerískum fjárfesti um alda- mótin. Síðan þá hef ég aðallega unnið við tónlist og skemmtana- bransann,“ segir Rósa sem vakti fyrst athygli sem þáttastjórnandi á Skjá einum. Hún kveðst ánægð með lífið í stórborginni og hyggst dvelja þar áfram um óákveðinn tíma. „Ég ætla að vera hér eins lengi og mér finnst viðeigandi. Frá því ég var barn vissi ég að ég ætlaði að vinna í skemmtanaiðnað- inum í New York. Ég kalla borgina heimili mitt og hef myndað náin tengsl hér.“ Í sumar lék Rósa í tónlistar- myndbandi fyrir vin sinn í hljóm- sveitinni Ballistik Beatz og má sjá myndbandið á vefsíðunni Youtube. Hún segist hafa skemmt sér vel við tökurnar og verið alveg ófeimin. „Þeir lofuðu mér indælum degi í sólinni og að myndbandið yrði á léttu nótunum þannig að ég sló til. Systir mín var í heimsókn á þess- um tíma og kom með mér og þótti mjög gaman. Mér þótti lítið mál að hoppa og skoppa um á bikiníi enda mundi ég seint teljast þröngsýn.“ Spurð út í framtíðaráform sín segir Rósa þau óákveðin. „Ég ætla bara að leyfa því að koma í ljós. Mér finnst lífið skemmtilegt í dag.“ - sm Ánægð með lífið í New York ÁNÆGÐ Í NEW YORK Rósa Guðmunds- dóttir er búsett í New York. Í sumar lék hún í tónlistarmyndbandi fyrir hljóm- sveit vinar síns. LAUGARDAGURINN 06. OKTÓBER /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Miðasala í verslun Eymundsson í Austurstræti og á riff.is 14:00 Myndir Stuttmyndasmiðjunnar Bió Paradís 1 14:00 Systir Q&A Bió Paradís 2 14:00 Heimurinn sem mætir henni Bió Paradís 3 14:00 Ég sendi þennan stað Q&A Bió Paradís 4 14:00 Sætir draumar Mustafa Háskólabíó 2 14:00 Dagskíma Háskólabíó 3 14:00 Gullna hofið Háskólabíó 4 14:00 Barnamyndir (ókeypis) Norræna húsið 15:30 Á mörkunum Q&A Háskólabíó 2 16:00 Sendiherrann Bió Paradís 1 16:00 Á eftir ísnum Bió Paradís 2 16:00 5 brotnar myndavélar Bió Paradís 3 16:00 Lokapöntun við vinina Bió Paradís 4 16:00 Síðasti sjúkrabíll Sofiu Q&A Háskólabíó 3 16:00 Marco Macaco Háskólabíó 4 16:00 Barnamyndir (ókeypis) Norræna húsið 18:00 Óháðir leikir Q&A Bió Paradís 1 18:00 Dóttir Bió Paradís 2 18:00 Drottning Versala Q&A Bió Paradís 3 18:00 Hljóðahliðrun Bió Paradís 4 18:00 Nokkrar stundir að vori Háskólabíó 2 18:00 Lífdraumar Háskólabíó 3 18:00 Nágrannar Guðs Háskólabíó 4 18:00 Snævi þakin Norræna húsið 20:00 Comic-Con, IV. hluti: Von aðdáandans Bió Paradís 1 20:00 Joshua Tree, 1951: Portrett af James Dean Bió Paradís 2 20:00 Kínversk þungavigt Bió Paradís 4 20:00 Bilið Háskólabíó 2 20:00 Leitin að sykurmanninum Háskólabíó 3 20:00 Gleym mér ei Q&A Háskólabíó 4 20:15 Persepolis Bió Paradís 3 22:00 Fokkens hórurnar Bió Paradís 1 22:00 Læti Bió Paradís 2 22:00 Heim um helgina Bió Paradís 3 22:00 Niðri í austri Bió Paradís 4 22:00 Woody Allen: Heimildarmynd Háskólabíó 2 22:00 Lífið er ekki fyrir skræfur Háskólabíó 3 22:00 Drengurinn sem borðar fuglamat Háskólabíó 4 SUNNUDAGURINN 07. OKTÓBER 14:00 Vandræðalegi Max 2 Bió Paradís 1 14:00 Tilkynnt síðar Bió Paradís 2 14:00 Vér erum hersing: Sagan af hakktívistunum Bió Paradís 3 14:00 Sushi: Veraldarfengur Bió Paradís 4 14:00 Dagur á himni Háskólabíó 2 14:00 Marina Abramovic: Listamaðurinn er við Háskólabíó 3 14:00 Marco Macaco Háskólabíó 4 14:00 Freddie Mercury - The Great Pretender Norræna húsið 16:00 Stríðsstelpur Bió Paradís 1 16:00 Kallið mig kuchu Bió Paradís 2 16:00 Lokapöntun við vinina Bió Paradís 3 16:00 Bleikir borðar hf. Bió Paradís 4 16:00 Bilið Háskólabíó 2 16:00 Tilkynnt síðar Háskólabíó 3 16:00 Lore Háskólabíó 4 16:00 Lokalimurinn Norræna húsið 18:00 Tilkynnt síðar Bió Paradís 1 18:00 Íslenskar stuttmyndir 1 Bió Paradís 2 18:00 Börnin okkar Bió Paradís 3 18:00 Sendiherrann Bió Paradís 4 18:00 Kon-Tiki Háskólabíó 2 18:00 Gleym mér ei Q&A Háskólabíó 3 18:00 Lífið er ekki fyrir skræfur Háskólabíó 4 18:00 Drottningin af Montreuil Norræna húsið 20:00 Freddie Mercury - The Great Pretender Bió Paradís 1 20:00 Íslenskar stuttmyndir 2 Bió Paradís 2 20:00 Óháðir leikir Bió Paradís 4 20:00 Mygla Háskólabíó 3 20:00 Ai Weiwei: Engin eftirsjá Háskólabíó 4 20:00 Drottningin af Versala Norræna húsið 20:15 Smástirni Bió Paradís 3 20:15 Óvissubíó Háskólabíó 2 22:00 Hórunnar dýrð Bió Paradís 1 22:00 Íslenskar stuttmyndir 3 Bió Paradís 2 22:00 Lögin á þessum slóðum Bió Paradís 3 22:00 Sniglaplánetan Bió Paradís 4 22:00 Sætir draumar Mustafa Háskólabíó 3 22:00 Draumur Wagners Háskólabíó 4 22:00 5 brotnar myndavélar  Norræna húsið 22:30 Kjúklingur með plómum Háskólabíó 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.