Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 38
6. október 2012 LAUGARDAGUR38 Fjölskylduvænir réttir kvölds, morgna og um miðjan dag … 1 www.bakersroyale.com Þetta blogg er í miklu uppáhaldi og ekki að ástæðulausu. Naomi, sem heldur blogginu úti, heillar með skemmti- legum texta, girnilegum uppskriftum og dásam- lega fallegum myndum. Mig langar að baka allt sem hún setur inn og læt enga færslu fram hjá mér fara. 2 www.call-me-cupcake.blogspot.com Æðis- legt blogg sem er skrifað bæði á sænsku og ensku. Kökurnar eru jafn glæsi- legar og þær eru góðar og myndirnar eru sérlega fallegar. Ég missi ekki af neinu sem er sett inn. 3 www.loveandoliveoil.com Blogg sem er búið að vera í uppáhaldi síðan ég bakaði æðislega góða súkkulaði- og bananaböku af því. Fallegar myndir og spennandi uppskriftir. 4 www.joythebaker.com Skemmtilegt blogg, girnilegar upp- skriftir og góðar myndir. 5 www.smittenkitchen.com Eflaust eitt stærsta og þekktasta matarblogg í heiminum. Mér finnst þetta blogg hafa allt sem til þarf, góðar myndir, skemmti- legan texta og frábærar uppskriftir. Bloggsíður í sérstöku uppáhaldi hjá Svövu ELDHÚSIÐ ER MIÐPUNKTUR HEIMILISINS Tvíburasynir Svövu, Jakob og Gunnar, leggja hér lokahönd á kanilsnúðaköku sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. MYND/ÖRLYGUR SMÁRI Þ að má segja að ég hafi fengið matar- áhugann með móður- mjólkinni. Mamma hefur mikið dálæti á eldamennsku,“ segir Svava Gunnarsdóttir, sem held- ur út vinsælu matarbloggi, Ljúf- meti og lekkerheit. „Ég ræð ríkj- um í eldhúsinu og hef frá því að ég eignaðist mitt heimili sinnt elda- mennskunni á heimilinu með mik- illi gleði. Þessu fylgir að ég hef mjög mikinn áhuga á því að skoða matarblogg og matreiðslubækur.“ Svava, sem á þrjú börn ásamt eiginmanni sínum Örlygi Smára, hina fjórtán ára Malín og tví- burana Gunnar og Jakob, vandi sig á það að skipuleggja matseld- ina viku fram í tímann. „Mér þykir svo gott að vera bara búin að því að kaupa inn fyrir vikuna og þurfa ekki að koma við í búð eftir vinnu. Fyrir utan að það er hagstæðara að skipuleggja sig,“ segir Svava. Eitt er að hafa áhuga á því að elda, annað að blogga um mat- reiðsluna. Hvernig kom bloggsíðan til? „Maðurinn minn átti eiginlega hugmyndina að henni. Og það tók hann nokkra mánuði að tala mig til. Svo eitt kvöldið var hann bara búinn að gera bloggsíðu, spurði mig hvað hún ætti að heita og þannig fór síðan í loftið. Svo kom á daginn að mér þykir þetta mjög skemmtilegt.“ Viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Fyrsta daginn sem hún kom í loft- ið fékk ég 40 heimsóknir inn á síð- una og mér fannst það bara nokkuð gott. En núna skipta heimsóknirnar þúsundum á hverjum degi,“ segir Svava. „Ég elda fjölskylduvænan mat sem hentar öllum og svo leit- ast ég við að hafa hráefnið ekki of dýrt og réttina ekki of flókna.“ Eldhúsið er vinsælasti staður- inn hjá Svövu og fjölskyldu. Þar er lært, leikið og auðvitað eldað. „Matartíminn er svo heilög stund hjá okkur. Þá setjumst við öll niður, slökkvum á sjónvarpinu, kveikjum á kertum og njótum stundarinnar. Við sitjum yfirleitt heillengi og spjöllum um daginn,“ segir Svava að lokum. Ræður ríkjum í eldhúsinu Svava Gunnarsdóttir heldur úti síðunni Ljúfmeti og lekkerheit. Fyrsta daginn sóttu 40 manns síðuna heim. Nú skipta þeir þúsundum sem kíkja á síðuna, þar sem fjölskylduvænar uppskriftir eru í fyrirrúmi. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Svövu. Granóla með pekanhnetum Þetta granóla er í algjöru uppáhaldi hjá okkur. Á morgnana bætum við rúsínum við það og setjum út á ab-mjólkina. Um helgar setjum við það út á gríska jógúrt með berjum og hlynsýrópi og á kvöldin borðar maðurinn minn það sem snakk. 3 bollar tröllahafrar 1 bolli grófsaxaðar pekan- hnetur 2 tsk. kanill ¼ tsk. salt ½ bolli ljós púðursykur ½ bolli vatn 2 msk. bragðlaus olía 1 msk. vanillusykur Hitið ofninn í 150° og leggið bökunarpappír á tvær ofnplötur. Blandið tröllahöfrum, pekan- hnetum, kanil, vanillusykri og salti í skál. Blandið ljósum púðursykri og ¼ bolla af vatni saman í pott og hitið að suðu yfir miðlungsháum hita. Hrærið í þar til sykurinn hefur bráðnað. Bætið olíunni saman við. Takið pottinn af hitanum og hellið yfir þurrefnin. Hrærið í blöndunni þar til allt hefur blandast vel. Skiptið blöndunni á bökunar- plöturnar og dreifið úr þeim. Bakið í 15 mínútur, hrærið í granólanu og færið plöturnar þannig að sú sem var ofar í ofn- inum fari fyrir neðan og öfugt. Bakið áfram í 10-15 mínútur til viðbótar eða þar til granólað er komið með fallegan lit. Tröllahafrarnir geta verið mjúkir þegar þeir koma úr ofninum en þeir verða stökkir þegar þeir kólna. Látið kólna alveg á bökunarplötunum. Ofnbakaðar kjötbollur Eftir að hafa búið í Svíþjóð fáum við reglulega löngun í kjötbollur. Heimagerðar kjötbollur eru langbestar og helst með alvöru kartöflumús og rjómasósu. Þessar kjötbollur eru í uppáhaldi hjá okkur. Þær eru bæði einfaldar og stórgóðar. 450 g nautahakk 2 egg ½ bolli mjólk ½ bolli rifinn parmesanostur 1 bolli brauð- mylsna 1 lítill laukur, hakk- aður smátt (ég mauka hann með töfrasprota) 2 pressuð hvítlauksrif ½ tsk. oreganó 1 tsk. salt Nýmalaður pipar ¼ bolli hökkuð fersk basilíka eða u.þ.b. ½ msk. þurrkuð Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauð- mylsnuna út í. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablönd- unni við. Blandið öllu vel saman með höndunum eða með hnoðaranum á hrærivél. Mótið bollur og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Bakið við 180° í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og komnar með fallega húð. Mjúk kanilsnúðakaka Mér þykir mikill fjársjóður að eiga þessa uppskrift. Kakan er svo mjúk og góð að það er draumi líkast. Ég baka hana reglulega og hún klárast alltaf eins og skot. Hrein dásemd. 175 g smjör 2½ dl sykur 2 egg 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk 4½ dl hveiti 2 tsk. vanillusykur 1 msk. lyftiduft Smá salt Slóðin á síðu Svövu er ljufmeti.com og á Facebook er hægt að fylgjast með henni á Facebook.com/ljufmeti Fylling 1 dl sykur 3 msk. kanill Yfir kökuna 2 msk. smjör Hitið ofninn í 175°. Hrærið smjör og sykur mjúkt og ljóst. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þar á eftir sýrða rjómanum. Bætið þurrefnunum við og hrærið vel saman. Blandið saman í sérskál sykri og kanil í fyllinguna. Smyrjið formkökuform. Látið helming- inn af deiginu í formið, stráið helmingnum af fyllingunni yfir, látið seinni helminginn af deiginu yfir og endið á að strá restinni af fyllingunni yfir kökuna. Leggið smjörklípur yfir kökuna og bakið í 45-60 mínútur (eftir stærð á formi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.