Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 45
ÁRRISULL
„Morgunstund
gefur gull í mund
og mér finnst
gott að vera í
útvarpinu svo
árla dags. Ég
vakna hvort eð
er klukkan fjögur
á morgnana og
hefur lengi þótt
duga að sofa í
fjóra til fimm tíma
að nóttu.“
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
SÖGUSLÓÐIR LJÓSMÆÐRA
Helga Gottfreðsdóttir dósent leiðir gönguferð um sögu-
slóðir ljósmæðra í dag kl 11. Gengið verður frá Skóla-
vörðustíg 11 og komið við á áfangastöðum sem tengj-
ast 250 ára sögu ljósmæðra. Gangan er samstarf
Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.
ALDREI EINMANA
Jónatan segist aldrei
einmana með sjálfum
sér þótt hann sé á fótum
þegar allir aðrir sofi.
MYND/VILHELM
Maður á helst að dunda við að út-búa kvöldmatinn eða vera búinn að borða og halla sér út af til að
njóta þáttarins sem best,“ segir Jónatan
Garðarsson fjölmiðlamaður spurður
hvernig best sé að njóta þáttanna
Laugardagskvöld með Svavari Gests sem
verða endurfluttir á Rás 1 næstu laugar-
dagskvöld fram í febrúar. Fyrsti þáttur-
inn fer í loftið klukkan 19 í kvöld.
„Svavar á fullt erindi við útvarpshlust-
endur í dag. Hann var einstakur útvarps-
maður með góða frásagnargáfu og gott
lag á að koma hlutunum frá sér. Því er
skotheld skemmtun að hlusta í kvöld,“
segir Jónatan sem ætlar líka að hlusta.
Þættirnir Laugardagskvöld með Svav-
ari Gests voru unnir 1990 þegar 60 ára af-
mælis útvarpsins var minnst. Í þáttunum
fer Svavar yfir sögu dans- og dægurlaga-
tónlistar frá árunum 1930 til 1990.
„Svavar byrjaði með útvarpsþætti sína
1960. Þeir voru fyrstu skemmtiþættir
útvarpsins og upp á amerískan máta.
Allt var tekið upp í beinni útsendingu
fyrir fram og útkoman varð svo lifandi
hjá Svavari að hlustendur héldu að þeir
væru að hlusta í beinni,“ segir Jónatan,
sem þekkti Svavar allt frá barnæsku.
„Erling afabróðir minn eignaðist
stúlkubarn með systur Svavars en féll
frá aðeins 23 ára gamall. Þá var barnið
látið í fóstur til vandalausra sem tóku
það að sér. Systir Svavars sá þá til þess
að Svavar, sem var hennar yngsti bróðir,
yrði einnig alinn upp hjá sama fólki svo
þau börnin ólust upp sem stjúpsystkin.
Ég þekkti Svavar því vel enda tíður
gestur hjá afa mínum og ömmu. Hann
var orðinn frægur þegar ég fæddist en
í mínum augum var hann bara Svavar,
ekkert sérstaklega skemmtilegur við
börn en afar skemmtilegur á sviði,“ segir
Jónatan og hlær.
Hann segir þá Svavar hafa orðið dús
eftir að hafa unnið saman við þáttagerð í
dálítinn tíma. „Hann var passasamur að
eðlisfari og hleypti fólki ekki of nálægt
sér en alltaf mjög almennilegur og traust-
ur vinur sem gott var að leita til.“
Svavar Gests var einn vinsælasti
hljómsveitarstjóri landsins en starfaði
einnig sem blaðamaður og gaf út eigið
djasstímarit aðeins sautján ára.
„Svo neyddist Svavar til að gerast
hljómplötuútgefandi og stofnaði SG
hljómplötur þegar útgáfufyrirtækið Ís-
lenskir tónar hætti störfum. Fyrsta plata
SG var með Fjórtán fóstbræðrum sem
var fyrirbæri sem Svavar setti saman
sjálfur þegar hann valdi fjórtán manns úr
Fóstbræðrakórnum til að syngja syrpur í
HÖRKUDUGLEGUR
LAUGARDAGSKVÖLD Endurflutningur á skemmtiþáttum Svavars heitins Gests
hefst á Rás 1 í kvöld. Þeir skapa fullkomna laugardagsstemningu heima.
Innritun í Suzuki gítarnám
dagana 8.-12. október.
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík
býður upp á gítarnám í fyrsta sinn.
Innritun stendur yfir dagana
8.-12. október fyrir nemendur
á aldrinum 3ja til 7 ára.
Áhugasamir hafi samband við
skrifstofu skólans milli kl. 9:00-13:00 í
síma 551-5777 eða sendið á netfang
skólans postur@suzukitonlist.is
Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is
• Vörn gegn frosti og tæringu
• Hentugt fyrir alla málma
• Eykur endingartíma
• Kemur í veg fyrir gerlamengun
• Vörn allt niður að -30°C
• Engin eiturefni – umhverfisvænt
• Léttir dælingu
fyrir hita og kælikerfi
frostlögur
Umhverfisvænn
Laugavegi 82 (á horni Barónsstíg) • Sími 551 4473
Stofnuð 1916
NÝ SENDING
AF UNDIRFATNAÐI
ÚR 100% SILKI.