Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 20
20 6. október 2012 LAUGARDAGUR Þegar vegstæði fyrir nýjan Álfta-nesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær. Fremstur á sviði náttúruverndar Þeir sem eiga erindi um núverandi Álftanesveg þekkja nauðsyn þess að tryggja þar greiðari og örugg- ari samgöngur. Það verður ekki gert nema með framkvæmdum í hrauninu. Í þessu samhengi er rétt að árétta að umhverfisvernd og góð tengsl byggðar og náttúru eru eitt af helstu áherslumálum bæjaryfirvalda í Garðabæ. Garða- bær hefur tekið afgerandi forystu á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Gálga- hraun, Skerjafjörður og Vífils- staðavatn hafa þegar verið friðlýst, samkvæmt náttúruverndarlögum, alls um 300 hektarar, og uppi eru áætlanir um friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár, Vífilsstaðahrauns og Garðahrauns langt umfram áætlan- ir ríkisins á náttúruverndaráætlun, alls um 450 hektarar. Unnið í samræmi við lög Eins og bent hefur verið á er í 37. grein náttúruverndarlaga kveð- ið á um að jarðmyndanir eins og eldhraun njóti sérstakrar verndar og að forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Veglagningin hefur því farið í gegnum vandað umhverfismats- og aðalskipulags- ferli. Niðurstaða þeirrar vinnu er að skynsamlegast sé að leggja veg- inn í þeirri legu sem framkvæmda- leyfið gerir ráð fyrir enda valdi hún minnstri röskun á umhverfinu. Fyr- irhuguð veglagning varðar því ekki við lög, eins og haldið hefur verið fram. Menningarminjar varðveittar Við matið á umhverfisáhrifum Álftanesvegar var unnin fornleifa- könnun af Orra Vésteinssyni forn- leifafræðingi þar sem m.a. voru skoðaðar fornar leiðir og minjar. Auk þess voru mótíf Kjarvals kort- lögð eftir því sem unnt var og hafði það áhrif á val vegstæðis. Einnig var leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Um Garðahraun lágu hins vegar alla tíð fjölfarnar leiðir sem Álftanes- vegur mun óhjákvæmilega þvera á nokkrum stöðum. Aðalatriðið er að vandað hefur verið til verka, staðið hefur verið lögformlega að málum og unnið fyrir opnum tjöldum. Nið- urstaða umhverfismats var að 3 af 4 leiðum sem stillt var upp, væru ásættanlegar. Dregið úr byggð í hrauninu Andstæðingar vegarins hafa bent á að Garðabær hafi látið reisa heilt íbúðarhverfi í hrauninu og telja það til vitnis um óvirðingu bæj- aryfirvalda fyrir náttúrunni og menningarminjum. Hið rétta er að gert hefur verið ráð fyrir byggð í Garðahrauni á þessum stað í um 30 ár. Í núgildandi aðalskipulagi hefur verið dregið verulega úr þeirri byggð sem áður var ráðgerð. Að auki hefur bæjarstjórn ákveðið að byggja ekki nyrsta hluta byggða- flekans sem aðalskipulag gerir ráð fyrir m.a. vegna þess að þar er að finna mótíf Kjarvals og minjar um dvöl hans þar. Óbreyttar forsendur Enn ein röksemdin sem heyrst hefur gegn lagningu vegarins er að forsendur hafi breyst þar sem ekki verði jafn mikil byggð í Garðaholti og áður var gert ráð fyrir. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt aðalskipu- lagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Garðaholti á um 130 ha svæði. Það ræðst af þeim þéttleika sem verður á svæðinu hver íbúafjöldinn verð- ur. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að þar geti orðið byggð fyrir allt að 8.000 manns. Þessar forsend- ur hafa því ekki breyst. Garðabær hefur á hinn bóginn ákveðið að vest- asti hluti holtsins, Garðahverfið, fái að halda sér nánast óbreyttum enda ómetanlegt svæði með tilliti til menningar-og búsetulandslags. Íbúar Garðaholts og höfuðborgar- svæðisins munu njóta þess um alla framtíð. Aukið umferðaröryggi Að lokum er rétt að ítreka að mark- mið framkvæmdarinnar eru að bæta vegsamband við Álftanes þar sem nú er 2.500 manna byggð og ekki síst að auka umferðaröryggi. Nýr Álftanesvegur mun einnig tengja fyrirhugaða byggð á Garða- holti og núverandi íbúðarbyggð á Hraunsholti við Álftanes. Hags- munir eru miklir á báða bóga, þ.e. annars vegar að ná markmiðum framkvæmdarinnar og hins vegar að verja náttúru- og menningar- minjar. Eins og áður í Garðabæ hefur verið valin sú leið sem er lík- legust til að sætta bæði sjónarmið- in og tryggja góð tengsl byggðar og náttúru. Staðreyndir um Álftanesveg Skipulagsmál Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar ÁLFTANESVEGUR Úr umhverfismatsskýrslu Álftanesvegar 2002, bls. 52. Hér má sjá hvernig þekkt Kjarvalsmótíf hafa verið staðsett (rauðir punktar) sem og sérstæðar hraunmyndanir (grænir punktar). Það er leið D sem hefur orðið fyrir valinu en leiðum B og C sem eru blálitaðar á myndinni var hafnað. Skólaskýrsla 2012 er nýkomin út, ýtarlegasta ritið sem hér kemur út árlega um skólamál, og Samband íslenskra sveitarfélaga á hrós skilið fyrir framtakið. Ég staldraði við tölur um leikskóla í ljósi frétta um að sáralítil aðsókn væri í nám fyrir leikskólakenn- ara. Tölurnar eru býsna sláandi. 95% fimm ára barna eru í leik- skóla og yngri börnum fjölgar hratt. Jafnframt hefur dvalartími barna lengst. Í leikskólum sveitar- félaga eru 59% barna 7-8 tíma á dag, en 31% níu tíma eða lengur; það er langur vinnudagur. Í sjálf- stætt reknum leikskólum eru 67% barna 7-8 tíma á dag, en 26% níu tíma eða lengur. Hálfsdagsbörnum hefur fækkað niður í 1%. Það er dagljóst að leikskóla- kennarar eru allt of fáir, og ég óttast að fimm ára nám með til- heyrandi kostnaði rími ekki vel við ýmis starfskjör sem boðið er upp á, t.d. laun. Jafnframt fjölgar þeim grunnskólum sem bjóða upp á nám fyrir fimm ára börn þannig að skilin milli leik- og grunnskóla verða að vera sveigjanleg. Grunnskólalög eru afdráttarlaus hvað varðar lengd grunnskólans, hann er tíu ár. Á hvaða skólastigi eru þá fimm ára börn sem fylgja skilgreindri námskrá grunn- skóla? Illu heilli urðu skil milli grunn- og framhaldsskóla skarp- ari þegar fjarnám var afnumið í sparnaðarskyni, en margir nem- endur 10. bekkjar nýttu sér það. Ég held að það sé tímabært að skoða þetta allt í samhengi. Það hlýtur að vera nemendum til hagsbóta að hafa skil skólastiganna fljótandi, ef ég má orða það svo, með því móti einu fá einstaklingar hæfi- lega ögrandi nám, sem hvetur þá til frekari fróðleiksleitar og skiln- ings. 95% nemenda eru í skóla frá fimm ára aldri upp í 18 ár, flestir lengur. Þetta eiga menn að hafa í huga. Hvert skólastig er alls ekki sér á báti, heldur hluti af heild – sem því miður er ekki heild! Sveigjanleg skólaskil Menntamál Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 6 13 42 1 0/ 12 * Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost“ á Apropos og sigling um síkin með Jazzbandi Michael Böving. KAUPMANNAHÖFN AÐVENTUFERÐ FYRIR ELDRI BORGARA Verð: 108.600 kr.* á mann í tvíbýli (aukagjald fyrir einbýli: 11.300 kr.). Við munum komast í sannkallaða danska jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar 25.–28. nóvember. Icelandair skipuleggur ferðina í samvinnu við Landssamband eldri borgara, Emil Guðmundsson og Hotelbokanir.is. Þetta verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum okkur um í borginni og upplifum eitt og annað skemmtilegt undir fararstjórn Emils Guðmundssonar. + Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair: 50 50 406 I hopar@icelandair.is Þýðingastyrkir Bókmenntasjóðs Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku en næsti umsóknarfrestur er 1. nóvember 2012. Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að kynningu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á heimasíðu Bókmenntasjóðs, www.bok.is, í gegnum netfangið bok@bok.is og á skrifstofu sjóðsins. Bókmenntasjóður Austurstræti 18 101 Reykjavík Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.