Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 103
LAUGARDAGUR 6. október 2012 67
„Þetta er að öllu leyti til gamans gert. Við
ætlum að spila lögin sem við fíluðum sem
unglingar alveg í klessu,“ segir Eiður Arn-
arsson, útgáfustjóri Senu, bassaleikari
Todmobile og meðlimur í Kiss Army Ice-
land, aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi.
Stofnuð hefur verið hljómsveit sem spilar
eingöngu lög bandarísku goðsagnanna í Kiss.
Í henni eru sex meðlimir úr Kiss-klúbbnum.
Auk Eiðs eru þar söngvarinn Magni Ásgeirs-
son, Jóhann Hjörleifsson, trommuleikari
Sálarinnar, Þráinn Árni Baldvinsson, gítar-
leikari Skálmaldar, Einar Þór Jóhannsson,
gítarleikari Buffs og Dúndurfrétta, og Jón
Elvar Hafsteinsson gítarleikari.
Hljómsveitin hefur fengið vinnuheitið
Sikk og hefur stefnan verið sett á tónleika
næst þegar Kiss-klúbburinn hittist í nóvem-
ber. Þá verður einmitt tuttugustu hljóðvers-
plötu Kiss fagnað. Enn á eftir að ákveða
hvort þeir félagar verði málaðir eins og
goðin sín.
Þegar klúbburinn hittist í fyrsta skipti
á Glaumbar fyrir skömmu var haldin
spurningakeppni sem Eiður og Einar Þór
unnu. „Við lentum saman í liði og rétt mörð-
um sigur,“ segir Eiður, sem er nýkominn út
úr skápnum sem Kiss-aðdáandi. „Ég hefði
sennilega gengið í félagið 1977 ef það hefði
verið til þá en örugglega aldrei á árunum
1981 til 2007. Svo dreif ég mig á Kiss-tón-
leika í Köben 2008 og ákvað að hætta að fela
það fyrir sjálfum mér og öðrum að ég hefði
einhvern tímann haft gaman af Kiss.“ - fb
HEIÐRA KISS Magni
Ásgeirsson og Eiður
Arnarsson verða
saman í nýju hljóm-
sveitinni.
John Cleese ætlar að láta allt
flakka um fimmtíu ára grínferil
sinn í nýrri sjálfsævisögu sem
Random House gefur út. Í bók-
inni ætlar hinn 72 ára Cleese að
segja frá tíma sínum í Monty Pyt-
hon-leikhópnum og Hollywood-
myndum sínum. Hann ætlar einn-
ig að tala um fjögur hjónabönd
sín. „Núna er hárréttur tími til
að líta til baka á sama tíma og ég
bíð spenntur eftir næstu fimmtíu
árum,“ sagði Cleese. Susan Sand-
on hjá Random House er hæst-
ánægð með samninginn. „Sjálfs-
ævisögur gríngoðsagna verða
ekki áhugaverðari en þessi.“
Segir frá 50
ára grínferli
JOHN CLEESE Gamanleikarinn er að
undirbúa sína fyrstu sjálfsævisögu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Enska hljómsveitin Mumford
and Sons hefur slegið sölumetið
á þessu ári í Bandaríkjunum með
nýjustu plötu sinni Babel. Sam-
kvæmt Billboard hefur hún selst
í sex hundruð þúsund eintökum
á einni viku og þar með slegið út
Believe með Justin Bieber sem
seldist í 226 þúsundum.
Babel er fyrsta plata Mum-
ford and Sons sem kemst á topp-
inn í Bandaríkjunum. Hún er
einnig næstsöluhæsta stafræna
plata sögunnar, á eftir Born This
Way með Lady Gaga, með 420
þúsund seld eintök. Platan fór
einnig beint á toppinn í Bretlandi
og seldist í 159 þúsund eintökum
fyrstu vikuna þar í landi.
Mumford
slær sölumet
VINSÆLIR Enska hljómsveitin Mumford
and Sons nýtur gífurlegra vinsælda.
NORDICPHOTOS/GETTY
Zac Efron segist eiga erfitt með
að fara á venjuleg stefnumót.
Leikarinn hefur ekki verið í
alvarlegu sam-
bandi síðan
hann hætti
með Vanessu
Hudgens, mót-
leikkonu sinni
úr High School
Musical.
„Það er frek-
ar erfitt að fara
á stefnumót, til
dæmis að borða kvöldmat saman.
Svona vandræðalegar aðstæður
eru skrítnar, sérstaklega fyrir
mig því mér finnst gaman að gera
eitthvað ævintýralegt og klikk-
að,“ sagði Efron við vefsíðuna
Rté.ie. Hann þarf einnig að passa
sig á því að konur hafi áhuga á
honum en ekki bara frægð hans.
„Maður veit aldrei og verður því
að passa sig.“
Erfitt að fara
á stefnumót
ZAC EFRON
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Við sem stöndum að Á allra vörum viljum þakka öllum þeim sem komu að
átakinu fyrir óeigingjarna vinnu og einstaka fórnfýsi.
Við segjum líka takk við þá fjölmörgu sem keyptu Á allra vörum gloss eða
styrktu málefnið með frjálsum framlögum.
Um 100 milljónir króna söfnuðust sem tryggja rekstur stuðningsmiðstöðvar
fyrir börn með alvarlega, ólæknandi sjúkdóma í a.m.k. 4 ár.
Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.
Við erum
nánast orðlausar!
Kær kveðja,
Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Ólafía Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir
Spila Kiss-lögin alveg í klessu