Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 103

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 103
LAUGARDAGUR 6. október 2012 67 „Þetta er að öllu leyti til gamans gert. Við ætlum að spila lögin sem við fíluðum sem unglingar alveg í klessu,“ segir Eiður Arn- arsson, útgáfustjóri Senu, bassaleikari Todmobile og meðlimur í Kiss Army Ice- land, aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi. Stofnuð hefur verið hljómsveit sem spilar eingöngu lög bandarísku goðsagnanna í Kiss. Í henni eru sex meðlimir úr Kiss-klúbbnum. Auk Eiðs eru þar söngvarinn Magni Ásgeirs- son, Jóhann Hjörleifsson, trommuleikari Sálarinnar, Þráinn Árni Baldvinsson, gítar- leikari Skálmaldar, Einar Þór Jóhannsson, gítarleikari Buffs og Dúndurfrétta, og Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari. Hljómsveitin hefur fengið vinnuheitið Sikk og hefur stefnan verið sett á tónleika næst þegar Kiss-klúbburinn hittist í nóvem- ber. Þá verður einmitt tuttugustu hljóðvers- plötu Kiss fagnað. Enn á eftir að ákveða hvort þeir félagar verði málaðir eins og goðin sín. Þegar klúbburinn hittist í fyrsta skipti á Glaumbar fyrir skömmu var haldin spurningakeppni sem Eiður og Einar Þór unnu. „Við lentum saman í liði og rétt mörð- um sigur,“ segir Eiður, sem er nýkominn út úr skápnum sem Kiss-aðdáandi. „Ég hefði sennilega gengið í félagið 1977 ef það hefði verið til þá en örugglega aldrei á árunum 1981 til 2007. Svo dreif ég mig á Kiss-tón- leika í Köben 2008 og ákvað að hætta að fela það fyrir sjálfum mér og öðrum að ég hefði einhvern tímann haft gaman af Kiss.“ - fb HEIÐRA KISS Magni Ásgeirsson og Eiður Arnarsson verða saman í nýju hljóm- sveitinni. John Cleese ætlar að láta allt flakka um fimmtíu ára grínferil sinn í nýrri sjálfsævisögu sem Random House gefur út. Í bók- inni ætlar hinn 72 ára Cleese að segja frá tíma sínum í Monty Pyt- hon-leikhópnum og Hollywood- myndum sínum. Hann ætlar einn- ig að tala um fjögur hjónabönd sín. „Núna er hárréttur tími til að líta til baka á sama tíma og ég bíð spenntur eftir næstu fimmtíu árum,“ sagði Cleese. Susan Sand- on hjá Random House er hæst- ánægð með samninginn. „Sjálfs- ævisögur gríngoðsagna verða ekki áhugaverðari en þessi.“ Segir frá 50 ára grínferli JOHN CLEESE Gamanleikarinn er að undirbúa sína fyrstu sjálfsævisögu. NORDICPHOTOS/GETTY Enska hljómsveitin Mumford and Sons hefur slegið sölumetið á þessu ári í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sinni Babel. Sam- kvæmt Billboard hefur hún selst í sex hundruð þúsund eintökum á einni viku og þar með slegið út Believe með Justin Bieber sem seldist í 226 þúsundum. Babel er fyrsta plata Mum- ford and Sons sem kemst á topp- inn í Bandaríkjunum. Hún er einnig næstsöluhæsta stafræna plata sögunnar, á eftir Born This Way með Lady Gaga, með 420 þúsund seld eintök. Platan fór einnig beint á toppinn í Bretlandi og seldist í 159 þúsund eintökum fyrstu vikuna þar í landi. Mumford slær sölumet VINSÆLIR Enska hljómsveitin Mumford and Sons nýtur gífurlegra vinsælda. NORDICPHOTOS/GETTY Zac Efron segist eiga erfitt með að fara á venjuleg stefnumót. Leikarinn hefur ekki verið í alvarlegu sam- bandi síðan hann hætti með Vanessu Hudgens, mót- leikkonu sinni úr High School Musical. „Það er frek- ar erfitt að fara á stefnumót, til dæmis að borða kvöldmat saman. Svona vandræðalegar aðstæður eru skrítnar, sérstaklega fyrir mig því mér finnst gaman að gera eitthvað ævintýralegt og klikk- að,“ sagði Efron við vefsíðuna Rté.ie. Hann þarf einnig að passa sig á því að konur hafi áhuga á honum en ekki bara frægð hans. „Maður veit aldrei og verður því að passa sig.“ Erfitt að fara á stefnumót ZAC EFRON F í t o n / S Í A Við sem stöndum að Á allra vörum viljum þakka öllum þeim sem komu að átakinu fyrir óeigingjarna vinnu og einstaka fórnfýsi. Við segjum líka takk við þá fjölmörgu sem keyptu Á allra vörum gloss eða styrktu málefnið með frjálsum framlögum. Um 100 milljónir króna söfnuðust sem tryggja rekstur stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með alvarlega, ólæknandi sjúkdóma í a.m.k. 4 ár. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt. Við erum nánast orðlausar! Kær kveðja, Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Ólafía Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir Spila Kiss-lögin alveg í klessu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.