Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 06.10.2012, Blaðsíða 94
6. október 2012 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is Bókin Ellý – Ævisaga Ellýjar Vil- hjálms er væntanleg seinna í mán- uðinum. Þar rekur Margrét Blöndal lífshlaup söngkonunnar frá vöggu til grafar og segist hafa haft það að leiðarljósi að finna konuna á bak við nafnið. „Ég hef verið heltekin af Ellý í eitt og hálft ár og er búin að ræða um hana við helling af fólki,“ segir Margrét Blöndal útvarps- kona sem skrifað hefur ævisögu hinnar ást- sælu söngkonu Ellýjar Vilhjálms. Formleg- ur útgáfudagur bókarinnar, sem Sena gefur út, er 17. október. „En það verður tekið forskot á sæluna og nokkur ein- tök verða komin í umferð á minningartónleikunum um hana þann 13. október,“ segir Margrét. Munum við komast að einhverju sem við viss- um ekki um Ellý við lest- ur bókarinnar? „Það ætla ég að vona. Þetta er saga hennar eins og hún leggur sig, bæði söng- ferillinn og persónulegt líf. Ég lagði mesta áherslu á að lesandinn gæti fundið konuna á bak við nafnið við lesturinn.“ Og finnst þér það hafa tekist? „Ég allavega gerði mitt besta til þess. Svo er bara að vona að manns besta sé nógu gott. Ég held allavega að ég hafi fund- ið hana sjálfa.“ Það hefur viljað brenna við í ævisögum um frægt fólk að dregin sé upp af því glans- mynd, er þetta ein af þeim ævisögum? „Nei, alls ekki, enda var líf Ellýjar svo sannarlega ekki nein glansmynd. Það var engin dans- og söngvamynd svo mikið er víst. Hún átti að mörgu leyti frekar erfitt líf. Hún elst upp við óvenjulegar aðstæður í Merkinesi við Hafnir, þar sem aðstæður voru mjög frumstæðar. Svo náttúrulega átti hún þrjá eiginmenn og glímdi við veikindi og ýmiss konar erfiðleika meiri- hlutann af lífinu. En hún var ótrúlega dug- leg og ótrúlega hæfileikarík, hún gerði allt vel sem hún gerði, fannst ekkert annað koma til greina. Það fór meira að segja í taugarnar á henni þegar fólk var að hæla henni fyrir hvað hún væri góð söngkona, henni fannst það sjálfsagt annars hefði hún ekki lagt það fyrir sig.“ Kom eitthvað þér á óvart varðandi pers- ónuleika hennar og líf? „Það sem kom mér skemmtilegast á óvart var að hún gat verið dálítið hvatvís og uppátektarsöm og alveg óskaplega skemmtileg.“ Seturðu þetta upp eins og skáldsögu eða tilgreinirðu hvar þú fékkst upplýsingarnar? „Ég er með mjög nákvæma heimildaskrá, en ég segi ekkert á eftir hverri setningu: „sagði þessi“ eða „segir hinn“, þetta flýtur bara svona eðlilega. Ég fer ekkert inn í hugarheim hennar eða neitt svoleiðis.“ Ellý hvarf úr sviðsljósinu í langan tíma, hvað olli því? „Hún steig af sviðinu 1965, þrí- tug að aldri, og ætlaði að hætta algjörlega að syngja. Það gekk nú ekki alveg eftir, hún söng inn á töluvert af plötum á þessu tímabili, meðal annars með Vilhjálmi bróður sínum, en hún steig ekki aftur á svið fyrr en 1. janúar 1988 þegar hún kom fram á Broadway í sýn- ingunni Gullárin með K.K. Það var í fyrsta sinn í 22 ár sem hún kom fram opinberlega.“ Það er ekki á neinn hallað þótt sagt sé að Ellý sé ástsælasta söngkona sem við höfum átt. Ertu ekkert hrædd við viðbrögðin? „Nei, eiginlega ekki. Ég reyndi að gera þetta eins heiðarlega og ég gat og ég fann heldur ekki neitt sem hún þarf að skammast sín fyrir. Fólk mun eðlilega hafa ýmsar skoðanir á bók- inni, en það eru ekkert voða margir sem vita mikið um líf Ellýjar og vonandi verður bókin til þess að varpa ljósi á það.“ fridrikab@frettabladid.is Líf Ellýjar var engin dans- og söngvamynd FANN KONUNA Á BAK VIÐ NAFNIÐ Margrét Blöndal segist ekki óttast viðbrögð fólks við bókinni. Þar sé ekkert sem Ellý hefði skammast sín fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ELLÝ VILHJÁLMS Harmsaga nefnist nýtt leikrit eftir Mikael Torfason sem Útvarpsleik- húsið frumflytur á morgun. Hann segist hafa gengið lengi með sög- una í kollinum, en það hafi nánast verið tilviljun að hún þróaðist yfir í útvarpsleikrit fremur en eitthvert annað form. „Ég hitti Viðar Egg- ertsson útvarpsleikhússtjóra, seldi honum hugmyndina og fór svo bara heim og skrifaði þetta,“ segir Mik- ael. „Ég lauk við fyrsta uppkast á Þorláksmessu í fyrra og gifti mig svo á aðfangadag.“ Leikritið fjallar um hjón sem eru að skilja, er ekki ótrúleg bjartsýni að gifta sig um leið og slíku verki er lokið? „Nei, nei, alls ekki. Lífið veltist bara svona.“ Aðalpersónur verksins eru hjónin Ragnar og Sigrún sem eru stöðugt að rífast og nú hótar hún skilnaði. Tekur það síðan aftur og hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Er hún bara geðveik eins og allar konur? Eða er það hann sem beitir látlausu andlegu ofbeldi?“ segir í kynningu. Leikarar í Harmsögu eru Vign- ir Rafn Valþórsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir, leikstjóri er Símon Birgisson, Hallvarður Ásgeirsson semur tónlistina og hljóðvinnsla er í höndum Ragnars Gunnarssonar. Útsending hefst á morgun klukkan 13 á Rás 1. - fsb Kláraði verkið og gifti sig daginn eftir LÖNG MEÐGANGA Mik- ael segist hafa gengið lengi með Harmsöguna í kollinum. HVER VAR HÖFUNDUR NJÁLU? Á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fjallar Jón Karl Helgason prófessor um helstu kenningar um það. Námskeiðið hefst mánudaginn 8. október klukkan 20.15 í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7 og verður samtals þrjú mánudagskvöld. FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.ISMótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU Í H ÖR PU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.