Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 46
FÓLK|
SKEMMTIKRAFTUR
AF GUÐS NÁÐ
Svavar heitinn Gestsson
var einn ágætasti
útvarpsmaður sem
þjóðin hefur átt. Í
kvöld og næstu 20
laugardagskvöld gefst
tækifæri til að hlusta
á endurflutning þátta
hans á Rás 1.
útvarpsþætti. Það var í anda sams konar
sönghóps sem var hrikalega vinsæll
í bandarísku sjónvarpi og hét Midge
Millers Singers en syrpurnar urðu svo
vinsælar að Svavar ákvað að gefa þær út
á plötu.”
Jónatan segir Svavar hafa verið hörku-
duglegan og merkilegan mann; afkasta-
mikinn skemmtikraft á mörgum sviðum
og vinsælan bingóstjórnanda.
„Svavar varð formaður Félags ís-
lenskra hljómlistamanna (FÍH) áður en
hann varð tvítugur, þá nýkominn úr námi
hjá Juilliard í New York. Þangað fóru
þeir KK saman í nám og stofnuðu KK
Sextett þegar þeir komu heim. Skömmu
síðar rak KK Svavar úr hljómsveitinni
því báðir vildu ráða og svoleiðis gengur
aldrei upp. Þá stofnaði Svavar Hljóm-
sveit Svavars Gests sem varð ein af allra
vinsælustu hljómsveitum landsins.“
Um næstu helgi verða haldnir minn-
ingartónleikar í Laugardalshöll um söng-
konuna Ellý Vilhjálms, eiginkonu Svavars
Gests. Ellý lést árið 1995 og Svavar ári
síðar. Bæði eru aftur í eldlínunni nú; hún
vegna tónleikanna og ævisögu sem kem-
ur út fyrir jólin og hann vegna endur-
flutnings þáttanna á Rás 1.
En hvað ætlar Jónatan að gera um
helgina, fyrir utan að hlusta á Svavar?
„Í dag verð ég kynnir á trommu-
hátíð FÍH og á morgun ætlum við hjónin
í haustlitaferð til Þingvalla. Við erum
dugleg að fara á söfn um helgar og njóta
útivistar þess á milli,“ segir Jónatan, sem
er iðulega leiðsögumaður um Reykjanes
og höfuðborgarsvæðið um helgar.
„Ég spila ekki sjálfur á trommur en
hef gaman af nördalegu starfi kynnisins.
Í FÍH verður opið hús fyrir alla sem vilja
komast í tæri við lifandi tónlist og bestu
trommara landsins og í dag heiðrum við
Pétur Östlund sem kemur sérstaklega
frá Svíþjóð. Hann er einn af okkar bestu
trommurum fyrr og síðar.“ (Sjá nánar á
www.trommari.is.)
Jónatan heldur utan um Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva hjá RÚV.
„Skilafrestur laga í forkeppnina rennur
út á miðnætti á mánudagskvöld. Allir
geta sent inn lag og eiga sömu mögu-
leika,“ segir Jónatan um keppnina sem
hefst í janúar en úrslitakvöldið verður 9.
febrúar á nýju ári.
Jónatan vaknar með hlustendum
Rásar eitt aðra hvora viku frá klukkan
hálfsjö til átta á morgnana.
„Morgunstund gefur gull í mund og
mér finnst gott að vera í útvarpinu svo
árla dags. Ég vakna hvort eð er klukkan
fjögur á morgnana og hefur lengi þótt
duga að sofa í fjóra til fimm tíma að
nóttu. Ætli þetta sé ekki í ættinni? Pabbi
hefur alltaf verið árrisull og vinnusamur,
en sennilega er þetta bara gamla bænda-
blóðið.“
■ thordis@365.is
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
FJÖLHÆFUR
Jónatan er
með mörg járn
í eldinum.
HELGIN
Göngum til góðs er söfnun sem Rauði
krossinn stendur fyrir og munu sjálf-
boðaliðar að öllum líkindum banka
á dyr landsmanna í dag. Þórir Guð-
mundsson, sviðsstjóri Rauða krossins,
var spurður nokkurra spurninga sem
margir spyrja sig þegar beðið er um
stuðning.
Er verið að safna fyrir einhverju
sérstöku? Við söfnum fyrir börnum
í neyð. Núna er Rauði krossinn á Ís-
landi að styðja börn sem búa við afar
erfiðar aðstæður í Sómalíu, Malaví,
Síerra Leóne, Gambíu, Haítí, Palestínu
og Hvíta-Rússlandi. Eitt af hverjum
átta börnum í Afríku lifir ekki fram að
fimmta afmælisdegi sínum þannig að
þörfin er knýjandi. Sums staðar er bein-
línis verið að bjarga börnum frá hungri
en annars staðar er verið að gefa þeim
tækifæri til að komast út úr aðstæðum
vonleysis til bjargálna.
Er þetta árleg söfnun? Við Göngum
til góðs annað hvert ár og þetta er í
sjöunda sinn.
Gengur vel að fá fólk til að ganga
til góðs? Já, svo sannarlega, og margar
fjölskyldur hafa það nánast sem lífsstíl
að ganga saman um hverfið sitt fyrir
Rauða krossinn annað hvert ár. Núna
eru starfsmenn ýmissa fyrirtækja að
hópa sig saman, saumaklúbbar, vina-
hópar og aðrir. Við þurfum þrjú þúsund
sjálfboðaliða til að geta boðið öllum
heimilum á landinu að styðja gott mál-
efni.
Eitthvað sérstakt sem þarf að
minna á? Þetta gengur með góða
skapinu! Þrátt fyrir allt þá höfum við
Íslendingar það almennt gott og viljum
hjálpa öðrum.
Getur fólk greitt með korti? Já, með
því að fylla út greiðslukortaseðla sem
sjálfboðaliðar eru með. Sjálfboðaliðar
á fjölförnum stöðum verða með korta-
vélar.
GENGIÐ TIL GÓÐS FYRIR BÖRN
Rauði krossinn stendur fyrir söfnun í dag er sjálfboðaliðar ganga í hús. Safnað
er fyrir börn í Afríku, Haítí, Palestínu og Hvíta-Rússlandi.
GÓÐVERK
Þórir Guðmunds-
son segir að það þurfi
3.000 sjálfboðaliða í
söfnunina.
15% AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Skipholti 29b • S. 551 0770
Karlakórinn Stefnir
í Mosfellsbæ vill bæta
við söngmönnum
Söngskrá Stefnis byggir á metnaði og skemmtilegu lagavali.
Söngstjórinn okkar, Julian Hewlett, tók við kórnum í haust
og verður með okkur í leik og starfi í vetur.
Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 í Krikaskóla.
Raddæfingar eru annað hvert mánudagskvöld á sama tíma.
Fyrirhuguð er söngferð til Færeyja í vor.
Nýliðar borga engin félagsgjöld fyrsta árið.
Við tökum vel á móti þér!
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir