Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 16
18. október 2012 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Innheimtir skattar og gjöld af 3.630 sendingum smá- pakka árið 2010 hér á landi voru lægri en 100 krónur vegna hvers pakka. Heild- artekjur ríkisins af þessum pökkum voru 241 þúsund krónur. Umsýslan við inn- heimtuna kostaði neytendur um tvær milljónir króna í formi tollmeðferðargjalda. Póstverslun á Íslandi er vanþró- uð. Þetta er mat Richards Pomp, lögfræðiprófessors við fylkishá- skólann í Connecticut í Bandaríkj- unum. Vitnað er í erindi hans hér á landi í byrjun ársins í greinar- gerð með þingsályktunartillögu um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun. Pomp benti á að neyt- endur fyndu aðrar leiðir, löglegar, svo sem verslunarflugferðir, eða ólöglegar leiðir, svo sem skipuleg- ar sendingar „gjafa“ frá útlöndum. Samkvæmt þingsályktunartil- lögunni á að setja á laggirnar starfshóp sem skila á tillögum um úrbætur fyrir 1. september á næsta ári. Neytendasamtökin fagna því að þingsályktunartil- lagan hafi verið samþykkt. „Við erum mjög ánægð með að koma eigi einhverju skikki á þetta. Við höfum sérstaklega viljað fá fellda niður tolla af smásending- um. Í mörgum tilvikum er kostn- aður við aukagjöld mun hærri en upprunalegt verð vörunnar. Ég hef sjálf keypt á netinu bók sem kost- aði um 500 íslenskar krónur. Skatt- ur og gjöld voru hærri en verð bókarinnar. Pósturinn leggur á fast tollmeðferðargjald sem er 550 krónur og virðisaukaskatturinn af bókinni var um 30 krónur,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna. Gera á tillögur um auðveldari póstverslun PÓSTSENDINGAR Aukagjöld eru í mörgum tilvikum hærri en upprunalegt verð vörunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erlendir aðilar sem selja rafbækur, tónlist og tölvuleiki á netinu eiga sjálfir að sjá um að innheimta og skila virðisaukaskatti til ríkissjóðs ef þeir selja fyrir meira en 1 milljón króna árlega til Íslands. Þetta kemur fram í umsögn Neytendasamtakanna um þingsályktunartillögu um auðveldun póstversl- unar. Samtökin segja að ef þessum lögum verði framfylgt muni það setja tóninn fyrir einfaldara kerfi sem gæti komið íslenskum neytendum til góða. Kaup á rafbókum, tónlist og tölvuleikjum GÓÐ HÚSRÁÐ Erfiðar plastumbúðir Dósaopnari kann að koma að gagni Stundum taka framleiðendur margvíslegs varnings upp á þeim óskunda að pakka þeim í harðar plastumbúðir. Fjölmargir hafa rifið hár sitt og skegg við að ná úr slíkum pakkningum minnislyklum, farsímum eða ýmsum öðrum smáhlutum. Mest er þó kaldhæðnin þegar vasahnífum, skærum og hnífum er pakkað í svona harðplastumbúðir. Skæri vilja meira að segja skrika til á svona umbúðum og því ekki alveg hættulaust að beita þeim. Verkfæri sem virkar er hins vegar dósaupptakarinn. Þegar búið er að láta hann klípa sig fastan þá er komið bæði gott grip og auðvelt að snúa hnífnum sem sker sig í gegnum umbúðirnar. Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði handbolta- og fim- leikanámskeiða fyrir börn hjá fjöl- mennustu íþróttafélögum landsins. Verðlagseftirlit ASÍ bar saman gjaldskrá fyrir sex til átta ára börn sem æfa tvær klukkustundir á viku og fyrir átta til tíu ára börn sem æfa fjórar klukkustundir á viku. Tekinn var saman æfingakostnað- ur fram að jólum. Ekki er tekið til- lit til þess hvaða tegund fimleika verið er að æfa. Dýrast er að æfa tvær klst. á viku fyrir sex til átta ára börn hjá Gerplu þar sem það kostar 40.617 krónur. Ódýrast er það á 14.500 krónur hjá Hamri. Verðmunur- inn er 180 prósent. Dýrast er að æfa fjórar klst. á viku fyrir átta til tíu ára börn á 54.579 krónur hjá Gerplu en ódýrast á 22.000 krónur hjá Hamri. Verðmunurinn er 148 prósent. Verðlagseftirlit ASÍ bar saman gjaldskrá fyrir 4., 6. og 8. flokk í handbolta fyrir allan veturinn. Ekki er tekið tillit til hversu marg- ar æfingar er boðið upp á í viku en ekki er mikill munur á fjölda æfinga milli félaga, að því er greint er frá á vef ASÍ. Af þeim félögum sem bjóða upp á æfingar fyrir til dæmis 8. flokk er dýrasta árgjaldið 45.000 krónur hjá Haukum en ódýrast á 22.000 krónur hjá KA. Verðmunurinn er 105 prósent. Verðlagseftirlitið tók hvorki til- lit til safnana sem íþróttafélögin standa fyrir né styrkja frá sveit- arfélögunum. - ibs Könnun ASÍ á verði íþróttanámskeiða fyrir börn: Mikill verðmunur á námskeiðum barna FIMLEIKAR Dýrustu fimleikanámskeiðin eru hjá Gerplu samkvæmt könnun ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í umsögn samtakanna um framangreinda þingsályktunar- tillögu er bent á að verslun um Internetið veiti seljendum innan- lands mikilvægt aðhald á sam- keppnismarkaði. Því sé brýnt að auðvelda neytendum hér á landi viðskipti í netverslun. Þar segir jafnframt að Neytendasamtökin leggi áherslu á að töku opinberra gjalda og umsýslukostnaði verði haldið í lágmarki og gjaldtakan gerð gagnsærri. „Við teljum eðlilegt að setja eigi ákveðið lágmark. Hjá Evr- ópusambandinu eru sendingar að verðmæti undir 20 evrum undan- þegnar skatti,“ segir Hildigunn- ur. Fram kemur í umsögn Neyt- endasamtakanna að innheimtir skattar og gjöld af 3.630 send- ingum árið 2010 hafi verið lægri en 100 krónur vegna hvers pakka. Heildartekjur ríkisins af pökkun- um voru 241 þúsund krónur en umsýslan við innheimtuna, það er tollmeðferðargjald, hafi kost- að neytendur um tvær milljónir króna. ibs@frettabladid.is PI PA R\ TB W A S ÍA 1 21 81 6 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Umtalsverður munur er frá einni borg til annarrar á því hversu víða borgar- kort, sem veitir aðgang að markverðum stöðum og almannasamgöngum, gildir og hversu hagkvæmt það yfirleitt er að kaupa borgarkortið. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er sagt frá könnun Euro Test þar sem borin voru saman kort sextán evrópskra borga. Langflest kortanna fengu einkunnina „í meðallagi“. Einkunnina „ábótavant“ fengu Berlin CityTourCard, The Paris Pass og The Berlin Pass. Þriðja Berlínarkortið, Berlin Welcome Card, er hins vegar í flokki hinna meðalgóðu korta. Vínarkortið Wien Card, sem er í efsta sætinu, er næstódýrasta kortið í könnuninni. Aðeins Zagreb Card kortið er ódýrara. ■ Ferðalög Ekki alltaf skynsamlegt að kaupa borgarkort Hætt hefur verið að auglýsa tannkrem sem fullyrt var að gerði tennurnar skínandi hvítar eftir að fregnir bárust af því að tannkremið gæti einnig gert tennurnar dekkri. Í auglýsing- unni sagði bresk sjónvarpspers- óna að tennurnar yrðu jafnhvítar og hennar ef menn notuðu tannkremið Arm & Hammer‘s Advanced Whitening. Sam- kvæmt könnun framleiðandans fengu 39 prósent notenda hvítari tennur. Hins vegar var ekki greint frá því að fjórðungur fékk dekkri tennur, að því er greint er frá á vefnum metro.se sem vitnar í Daily Mail. ■ Snyrtivörur Tennurnar urðu dekkri af tannhvíttunarkremi PRÓSENTUM meira, að jafnaði, kostar að láta klippa barn í dag en árið 1998. Þá var verðið um 1.300 krónur, en það er tæpar 3.100 krónur í dag. Það hefur raunar hækkað um 73 prósent síðan árið 2005, þegar verðið var 1.780 krónur að meðaltali. 137

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.