Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 24
24 18. október 2012 FIMMTUDAGUR Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álfta- nesvegur verði lagður um ósnort- ið hraun í landi Garðabæjar. Bæj- aryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu fram- kvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. Á sama tíma er verið að friðlýsa ýmsa hluta svokallaðs Búrfells- hrauns sem er samheiti á hraun- inu frá Búrfellsgíg og til sjávar við Lambhúsatjörn, gegnt Bessa- stöðum. Að sjálfsögðu er þetta hið þarfasta mál og allir ættu að vera glaðir og þakklátir. En ekki er allt sem sýnist. Fyrst er að nefna Búrfell og furðusmíðina, Búrfellsgjá, sem friðlýsa á nú sem náttúruvætti. Svo vill til að Búrfell og Búr- fellsgjá eru hluti af Reykjanes- fólkvangi sem friðlýstur var árið 1975. Þá sá hugsjónafólk um nátt- úruvernd fyrir sér friðland, allt frá Elliðaárdal að Krýsuvíkur- bergi og á þessum slóðum liggja mörk Heiðmerkur og Reykjanes- fólkvangs saman. Friðlýsing nú bætir því litlu við. Næst er það hraunið meðfram Vífilsstaðahlíðinni sem fólk þekk- ir sem vinsælt gönguland og nefnt er Svínahraun. Þar á að friða aust- asta hlutann þar sem Selgjá er, en síðan kemur langur kafli niður að Maríuhellum sem ekki á að frið- lýsa. Þessi hluti hraunsins er í eigu Oddfellowreglunnar og á þeim bæ er áhugi á að leggja golfbraut- ir í hrauninu. Nú er hér vinsæll göngustígur og þessi hluti Búr- fellshraunsins er mikið augnayndi, ekki síst ef horft er yfir hraunið úr lofti. Þá er að sjá eins og hér hafi brotist fram mikið „hraunflóð“. Neðan Maríuhella er komið að Vífilsstaðahrauni, en stór hluti þess (Urriðakotshraun) er nú horf- inn undir vegi, bílastæði og versl- anir með IKEA í broddi fylking- ar. Þetta hraun naut á sínum tíma bæjarverndar Garðabæjar og væntanlega er svo enn með þann hluta sem ekki fór undir bygging- ar. Hinir framsýnu Garðbæing- ar, sem stóðu að bæjarverndinni, stóðu allt í einu frammi fyrir því að öllum hömlum var aflétt, vinnu- vélarnar mættar á staðinn og skað- inn var skeður. Friðun nú breytir því litlu. Loks er komið að þeim hluta Búrfellshraunsins sem sam- kvæmt friðlýsingunni er kallað Garðahraun-neðra. Ætla mætti í augum ókunnugra að nú sé verið að friða hraunið sem jafnan er kallað Garðahraun eða Gálga- hraun. Sé hins vegar rýnt í hið friðaða svæði, sést glöggt að það mun aðeins liggja að hinum fyr- irhugaða Álftanesvegi og það sem kannski er enn verra: sleppt er hrauninu þar sem fyrirhuguð tengibraut (Vífilsstaðavegar) frá Sjálandshverfi að Garðaholti, á að koma. Þessi vegur með tilheyrandi slaufum og gatnamótum við Álfta- nesveginn nýja í miðju hrauninu, á að liggja þar sem gamli stígurinn, Móslóði er nú. Grandalausir íbúar í Ásahverf- unum á Hraunsholtinu halda að nú sé „hraunið“ þeirra í góðum málum! Það er hins vegar þvert á móti. Þessi tengibraut er inni í aðalskipulagi Garðabæjar og hún átti að þjóna nýju íbúahverfi á Garðaholtinu. Verði af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, mun lík- lega aukast þrýstingur á lagningu þessa vegar, ekki síst ef nýr Álfta- nesvegur verður þegar kominn úti í hrauninu. Staðsetning þessarar tengi- brautar er rétt hjá Kjarvalsklett- unum og reyndar mun hún liggja yfir ýmsa þá staði í hrauninu, þar sem Kjarval málaði. Nú er talið að margar af þeim myndum sem meistarinn var sagður hafa málað á Þingvöllum, voru málað- ar á þessum slóðum. Það ætti því að tala um Kjarvalshraun – ekki aðeins Kjarvalskletta. Friðlýsingar eru af hinu góða og fagna ber áhuga ráðamanna í Garðabæ. En sá áhugi verður að ná lengra. Annars er eins og verið sé að kasta ryki í augu fólks. Nú er það í höndum yfirvalda í Garðabæ að stíga skrefið til fulls og friðlýsa allt sem eftir er af Búrfellshraun- inu. Á meðan svo er ekki, verður almenningur að halda vöku sinni. Friðlýsingar Garðabæjar – ekki allt sem sýnist Nú loks hillir undir langþráðar vegabætur með lagningu nýs Álftanesvegar í stað gamla vegar- ins yfir Presthólinn sem kostað hefur bæði líf og limi vegfarenda. Vegurinn er barns síns tíma með allar sínar beygjur, hóla og hæðir og stenst engar kröfur um gæði, vegtækni, sjónlínur og öryggi veg- farenda. Fyrstu hugmyndum um nauðsyn vegabóta samfara fjölgun íbúa var hreyft á fyrri hluta tíunda áratugarins en í nærfellt 30 ár hefur í Aðalskipulagi Garðabæjar verið gert ráð fyrir nýju vegstæði þvert yfir Garðahraunið norðan núverandi vegar. Því má segja að undirbúningur hafi staðið með hléum í nærfellt tvo áratugi. Vitað var að svæð- ið var viðkvæmt og vanda þyrfti mjög til verka. Taka þurfti til- lit til margra þátta og ekki síst vegna þess að almennt eru eld- hraun friðuð og þeim skuli ekki raska meira en nauðsyn ber til. Að vandlega íhuguðu máli og að loknu yfirgripsmiklu, vönduðu umhverf- ismati var ný veglína mörkuð á árinu 2002, svokölluð D-leið. Auk þess að vera í samræmi við gild- andi skipulag tekur hún mið af því að sneiða hjá sérstæðum hraun- myndunum og auk þess er svoköll- uðum „Kjarvalsklettum“ hlíft. Andstæðingar þessara vegabóta hafa bent á að svona rask valdi óbætanlegum skemmdum á ein- stæðu hrauni, gróðurfari og menn- ingarminjum og lagt til að núver- andi vegur verði endurbættur. Því miður er slíkt með öllu óraunsætt þar sem vegurinn sker í sundur núverandi íbúðahverfi auk þess að skerða nýtingarmöguleika til íbúðabyggðar á Garðaholti sem er framtíðarbyggingarland Garða- bæjar. Gert er ráð fyrir allt að 22 þúsund bíla umferð á sólarhring þegar Garðaholtið og Álftanes hafa fullbyggst. Á undanförnum árum hefur umferð um veginn stóraukist samhliða fjölgun íbúa á Álfta- nesi. Slysatíðni vegarins er há og óásættanleg í nútíma samfélagi. Valkostirnir voru ekki margir en sá var valinn sem minnstum spjöllum og raski myndi valda. Að vernda og verja það sem fyrir er er góðra gjalda vert en eins og oft áður stöndum við frammi fyrir því að velja og hafna. Að velja á milli hraunsins annars vegar og örygg- is og velferðar íbúanna hins vegar ætti flestum að vera auðvelt val. Hugleiðingar um Álftanesveginn Skipulagsmál Reynir Ingibjartsson í stjórn Hraunavina og höfundur gönguleiðabóka Skipulagsmál Sveinn Ingi Lýðsson íbúi á Álftanesi Skuldir Álftaness = Icesave Garðbæinga? Fram undan eru kosningar um sameiningu Garðabæjar við Álftanes. Upplýsingagjöf og umræða hefur verið einhliða og forsvarsmenn Garðabæjar forð- ast gagnrýnar spurningar. Hér eru nokkrar tölur og stað- reyndir sem gera Garðbæingum kleift að ganga upplýstari til kosn- inga. Kröfuhafar Álftaness hafa mest- an hag af sameiningu og samein- ingarhugmyndirnar taka fyrst og fremst mið af þeirra hagsmunum. Álftanesbær er í raun gjald- þrota og skuldar tæpa sex millj- arða í dag en ekki 2-3 eins og gefið er í skyn. Skuldageta Álftaness er einn milljarður og kröfuhafar þurfa að finna aðra til að greiða tæpa fimm milljarða. Með sam- einingu sveitarfélaganna munu Garðbæingar greiða 3,3 milljarða af skuldum Álftaness og skattborg- arar landsins aðra 1,2 milljarða í gegnum Jöfnunarsjóð. Kröfuhaf- ar gefa eftir samtals 0,3 milljarða ef af sameiningu verður. Eftirgjöf krafna er því ekki 32% eins og fullyrt er. Fasteign ehf. selur sund- laugina frægu á 1,5 milljarð núvirt í stað þess að eiga framvirka 2,2 milljarða leigukröfu. Ekkert faglegt eignamat hefur farið fram til þess að meta raun- verulega stöðu eigna Álftaness. Í málflutningi sameiningar- manna eru mannvirki Álftaness metin á 3,3 milljarða, þar af sund- laugin á 1,5 milljarða. Sams konar mannvirki Garðabæjar eru í dag vannýtt með um 70% nýtingar- hlutfall. Ráðast þarf í umfangsmikl- ar framkvæmdir vegna viðhalds gatna, fasteigna og fráveitna á Álftanesi. Áætlaður kostnað- ur nemur hundruðum milljóna. Greiðsla skulda Álftaness, fjár- magnskostnaður og nauðsynleg- ar framkvæmdir taka um 3,5-4,5 milljarða úr sjóðum og af framtíð- artekjum Garðbæinga. Sú fjárhæð verður því ekki notuð til fram- kvæmda og eflingar þjónustu í Garðabæ á næstu árum. Nýting þessara fjármuna í fram- kvæmdir og þjónustu í Garðabæ myndi stórbæta núverandi sam- félag okkar: lækka skuldir, opna möguleika á lækkun skatta og þjónustugjalda, bæta lánshæfis- mat Garðabæjar, auka verðmæti eigna og hagkvæmni í rekstri. Ábyrgðir Álftaness og óútkljáð dómsmál geta aukið sex milljarða skuldir Álftnesinga um hundruð milljóna, sömuleiðis mun rekstrar- tap Álftaness að meðtöldum fjár- magnskostnaði 2011 og 2012 þýða hundruða milljóna skuldaaukn- ingu. Hugmyndin er að Garðbæ- ingar borgi. Álftanes er 7% af sameiginlegu sveitarfélagi, að hluta í einkaeigu, og búið er að skipuleggja að mestu landsvæði sem Álftanes á. Álfta- neshverfið í sameinuðu bæjar- félagi er óhagkvæm rekstrarein- ing og yrði áfram. Kostnaður við rekstur þess hverfis mun stór- aukast á næstu árum. Álftnesingar yrðu 17% íbúa í sameinuðu sveitarfélagi en stæðu undir 13% af tekjum þess. Fáir ef nokkrir langtímakostir eru í spil- unum við áformaða sameiningu. Skammtímakostir eru engir. Ekkert faglegt mat hefur farið fram á samhæfingu málaflokka, réttindum íbúa og starfsmanna, öðrum sameiningarmöguleikum eða valkostinum að sameina ekki. Tökum varfærna upplýsta ákvörðun. Sveitar- stjórnarmál Jón Árni Bragason verkfræðingur og íbúi í Garðabæ Bragi Bragason rekstrarhagfræðingur og íbúi í Garðabæ Álftnesingar yrðu 17% íbúa í sameinuðu sveitarfélagi en stæðu undir 13% af tekjum þess. Fáir ef nokkrir langtímakostir eru í spilunum við áform- aða sameiningu. Skamm- tímakostir eru engir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.