Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 26
26 18. október 2012 FIMMTUDAGUR Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórn- arskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórn- lagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosn- ingu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlk- unar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlaga- ráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósand- inn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillög- um um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlaga- ráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þann- ig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreytt- ar. Það er enginn þess umkom- inn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlaga- ráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslita- kosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokks- ins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af and- stöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóð- kirkju í stjórnarskránni en jafn- framt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæð- anna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasam- tökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþing- is í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helm- ing alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónu- kjör og þannig hafa einstakling- ar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að land- inu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokks- forystunnar og getur skapað svig- rúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýð- ingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosn- inganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er alger- lega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnot- að til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki ger- ast. En það væri líka ólýðræðis- legt; þar með væri forystu flokk- anna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum lands- byggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurn- ingunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt með- alhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með und- irskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokks- lína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunn- ar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreif- býlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokk- ur viljað beita sér eins og sam- þykkt Sambands ungra sjálfstæð- ismanna er til marks um. Verum ekki of neikvæð Þjóðaratkvæðagreiðslan laug-ardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnar- skrármálinu. Atkvæðagreiðslan snýst um til- lögur stjórnlagaráðs um gagnger- ar endurbætur á stjórnarskrá lýð- veldisins, EKKI um neitt annað: ■ Hún snýst ekki um það hvort ríkisstjórnin sé góð eða slæm. ■ Hún er hvorki til að þóknast Jóhönnu né til að storka forset- anum, eða öfugt. ■ Hún er ekki tæki til að mæla fylgi stjórnmálaflokkanna, til þess gefst tækifæri í vor. ■ Hún snýst ekki um það hvort Evrópusambandið sé friðar- bandalag eða ekki. ■ Hún er ekki tilefni til að ergja sig yfir því sem er á undan geng- ið, hvort sem er ógilding stjórn- lagaþingskosningarinnar eða málsmeðferðin á Alþingi. ■ Hún snýst ekki um persónur þeirra sem sátu í stjórnlagaráði; þeim hvorki til lofs né lasts. Viðfangsefnið er einungis og alfarið efni tillagna stjórnlaga- ráðs auk fimm álitamála í því sam- bandi. Mörgu er ranglega haldið fram um hvað felst í tillögum ráðsins: ■ Í tillögunum er ekki kveðið á um inngöngu í Evrópusamband- ið. Þvert á móti eru þar ákvæði sem tryggja að slík ákvörðun verður aðeins tekin af þjóð- inni sjálfri í bindandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. ■ Það er ekki verið að vega að landsbyggðinni með því mann- réttindaákvæði að allir hafi jafnan atkvæðisrétt. Þvert á móti eru settir varnaglar í kosn- ingakerfið til að tryggja lands- byggðinni eðlilega tölu fulltrúa á þingi. Um leið er í fyrsta sinn kveðið á um að ákvarðanir skuli eftir föngum teknar í heima- byggð. ■ Það er ekki verið að gera atlögu að flokkunum með persónukjörs- tillögum ráðsins. Flokkarnir eiga og munu eftir sem áður vera máttarstólpar lýðræðis- ins m.a. með því að tilnefna þá frambjóðendur sem kjósendum bjóðast. ■ Það er ekki verið að rýra þing- ræðið enda þótt þjóðin sjálf fái aukin tækifæri til að grípa inn í lagasetninguna. Þvert á móti eru ákvæði sem efla Alþingi til mót- vægis við framkvæmdarvaldið. ■ Það er ekki verið að bylta upp- byggingu samfélagsins. Þvert á móti eru stoðir þess styrktar með skýrari skiptingu valdþátt- anna. ■ Það er ekki verið að koma á for- setaræði að franskri eða amer- ískri mynd. Þvert á móti er vald forsetans og verksvið hans afmarkað með skýrum hætti og honum falið eftirlits- og aðhalds- hlutverk, að vera öryggisventill ef í óefni stefnir. En vissulega veldur hver á heldur. ■ Það er ekki verið að koma á rík- isrekstri í sjávarútvegi, eins og heyrst hefur. Þvert á móti er frelsi til athafna óskert að virt- um sanngjörnum reglum. ■ Það er ekki verið að leggja þjóð- kirkjuna niður, hvað þá að víkja frá kristnum grunngildum. Þvert á móti eru sjónarmið mis- kunnsama Samverjans leiðarljós í bættum ákvæðum um félagsleg mannréttindi. Fyrsta og um leið meginspurn- ingin á atkvæðaseðlinum á laug- ardaginn er sú hvort leggja skuli tillögur ráðsins til „grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Já við þessari grunnspurningu felur ekki í sér samþykkt á end- anlegri gerð nýrrar stjórnarkrár. En jáyrði vísar Alþingi veginn um framhaldið. Þingið verður í kjöl- farið að bregðast við niðurstöðun- um um álitamálin fimm, við áliti lögfræðingahóps um nauðsynleg- ar lagfæringar en líka við þeim ábendingum öðrum sem fram hafa komið og til bóta horfa. Jáyrði við meginspurning- unni felur ekki í sér kröfu um að Alþingi breyti engu í tillögum stjórnlagaráðs heldur þvert á móti áskorun um að vinna málið áfram á uppbyggjandi hátt, en á „grund- velli“ tillagnanna. Að þessu sögðu mæli ég með eft- irfarandi hrinu svara við spurn- ingunum sex: Já – Já – Nei – Já – Já – Já. En umfram allt, tökum þátt í mótun samfélagssáttmálans og skundum á kjörstað 20. október. EKKI kjósa – eða hvað? Laugardaginn 20. október ganga íbúar Álftaness og Garðabæjar til kosninga um sameiningu sveit- arfélaganna. Þetta er lokahnykkur á ferli sem hófst í júní 2010 þegar bæjarstjórnir beggja sveitarfélag- anna samþykktu að hefja formleg- ar viðræður um mögulega samein- ingu sveitarfélaganna. Frá því þessi samþykkt var gerð hefur verið haldinn fjöldi funda í sameiningarnefnd sveitarfélag- anna. Fyrir liggur úttekt fag- aðila, m.a. er lýtur að þörf á við- haldi eigna sveitarfélaganna og uppbyggingu stjórnkerfisins. Það veigamesta er þó úttekt á fjárhags- stöðu sveitarfélaganna. Öflugt sameinað sveitarfélag Þegar horft er fram á veg verð- ur til öflugt, sameinað sveitarfé- lag sem áfram getur veitt íbúum afburðaþjónustu. Sveitarfélag með sterka eiginfjárstöðu og bolmagn til að takast á við nýframkvæmd- ir á ýmsum sviðum. Í áætlunum er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur sameiginlegs sveitarfélags aukist ár frá ári næstu fimm árin. Íbúar í sameinuðu sveitarfé- lagi verða tæplega 14.000 og allar forsendur fyrir hendi til að þeim fari fjölgandi á næstu árum. Nýtt, sameinað sveitarfélag mun standa sterkar að vígi í hagsmunagæslu fyrir íbúana, bæði gagnvart rík- isvaldinu og eins á meðal sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Horft til framtíðar Í sameiginlegri bókun bæjar- stjórna beggja sveitarfélaganna í júní sl. segir m.a. að „menningar- lega, skipulagslega og rekstrarlega sé það hagkvæmur kostur að sveit- arfélögin verði sameinuð“. Þess vegna hvet ég íbúa Álftaness og Garðabæjar að horfa til framtíðar og segja já í sameiningarkosning- unum þann 20. október. Öflugt sameinað sveitarfélag Orðum mínum beini ég til „lýð-veldisbarna“, núlifandi Íslend- inga sem voru á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins Íslands 17. júní 1944. Í kjölfar fagnaðar lýð- veldisbarna í blíðskaparveðri í Almannagjá á Þingvöllum 17. júní í fyrra var ákveðið að safna endur- minningum frá 17. júní 1944, hinum sögufræga degi fyrir 68 árum er lýðveldið Ísland var stofnað. Stefnt var að því að fá um 50 minningarpistla. Mér hafa nú bor- ist rúmlega 40 slík minningabrot, sum stutt en önnur ítarleg og fer það eins og gefur að skilja mjög eftir aldri fólks árið 1944 og minni manna núna að öllum þessum árum liðnum. Ekki vil ég hætta söfnun- inni fyrr en pistlarnir eru orðn- ir um 50 talsins og er grein þessi eins konar lokaútkall. Það vantar herslumuninn og væri ánægju- legt að fá um tug pistla til að reka smiðshöggið á söfnunina. Að svo búnu er stefnt að söfnun mynda til fróðleiks með minningum lýð- veldisbarna og útgáfa er síðan fyr- irhuguð fyrri hluta árs 2014, fyrir 70 ára afmæli lýðveldisins. Ég hef hitt allmarga sem kunn- að hafa frá þessum eftirminnilega degi að segja en hafa síðan guggn- að við að skrifa nokkrar línur og senda. Skora ég því á aðstandendur að hjálpa til. Það hefur verið feng- ur að hverjum pistli sem hefur borist og giska ég að fleiri hefðu frá einhverju skemmtilegu að segja. Myndin af 17. júní 1944 með skynjun barnsins og unga fólksins yrði fyrir bragðið enn fyllri. Slík- ur dagur rennur aldrei upp aftur. Við vonum að Ísland þurfi aldrei aftur að endurheimta sjálfstæði sitt. Hvert lítið minningarbrot frá stofnun lýðveldisins er því mikils virði. Lýðveldisbörn, vinsamlega send- ið mér sem fyrst línur eða pistil. Best væri sending á netinu, sjá netfang hér með nafni mínu. Bréf í pósti gengur þó líka. thor.jakobsson@gmail.com Síðasta útkall Ný stjórnarskrá Svavar Gestsson fv. ráðherra Ný stjórnarskrá Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Sveitar- stjórnarmál Kristinn Guðlaugsson forseti bæjarstjórnar Álftaness Menning Þór Jakobsson veðurfræðingur og lýðveldisbarn Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.20.00 - 21:30 www.heilsuhusid.is Upplýsingar og skráning á rakel@rakelhealthyliving.com eða í síma 616 8529. Verð: 3.000 kr. RAKEL TEKUR M.A. FYRIR Á NÁMSKEIÐINU: • Hvar byrjar uppbygging á heilbrigði barns • Uppbygging á ónæmiskerfi barna • Dagleg næringarþörf • Hverju þarf að huga að í mataræði barna • Rétt samsett fæða sem samsvarar daglegum þörfum barna • Nauðsynleg vítamín og steinefni fyrir vöxt barna • Hvernig hægt er að stuðla að hollum matarvenjum barna Með RAKEL SIF SIGURÐARDÓTTUR næringar- og heilsuráðgjafa Tilvalið námskeið f yrir foreldra ungra bar na og barna á skólaal dri!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.