Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGKarlmenn FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Sífellt f leiri karlmenn fara nú á snyrtistofur og í heilsulindir. Nú er svo komið, samkvæmt alþjóð- legum samtökum heilsulinda, að næstum einn þriðji hluti við- skiptavina heilsulinda er karl- kyns. Karlmenn fara ekki leng- ur einungis í handsnyrtingu eða meðferðir með karlmannleg heiti eins og íþróttanudd heldur fara þeir líka í andlitsböð, líkams- skrúbb og fleiri meðferðir. Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að starfsfólki heilsulinda hefur tekist að skapa andrúmsloft sem höfðar til beggja kynja, þar sem bæði konum og körlum líður vel. Einnig að byrjað var að bjóða upp á meðferðir með karlmann- legri nöfn eins og til dæmis „And- litsbað fyrir herra“. Willow Stream-heilsulindin á Fairmont Scottsdale Princess-hót- elinu í Arizona í Bandaríkjunum hefur stigið næsta skref og hefur útbúið herbergi þar sem karl- menn geta sinnt vinnu eða verk- efnum á meðan þeir eru í nuddi eða einhvers konar meðferðum. Svo eru til heilsulindir sem ganga alla leið og bjóða einungis karl- mönnum aðgang. Nickel Spa í New York er ein slík. Þar er and- rúmsloftið afslappað en jafnframt karlmannlegt. Heilsulindin stær- ir sig af því að hafa verið sköpuð af karlmönnum fyrir karlmenn. Hún var stofnuð árið 1996 og gekkst ný- lega undir miklar breytingar. Þar er meðal annars boðið upp á and- litsmeðferðir, nudd, vaxmeðferð- ir og lúxus hand- og fótsnyrtingu. Mikið er lagt í innréttingar og hús- gögn og þar má finna þrjá svokall- aða „Nickel Cabs“. „Nickel Cabs“ eru litlir klefar sem eru notaðir fyrir hinar ýmsu meðferðir eða fyrir menn að blunda í. Í þessum litlu klefum er auðvelt að drekka í sig friðsæld en þar má stilla tónlist, náttúruhljóð, lýsingu og jafnvel lykt sem hentar svefnvenjum hvers og eins. Þegar tímanum í klefanum er lokið, yfir- leitt eftir tuttugu til fjörutíu mín- útur, eru LED-ljós notuð til að líkja eftir sólarupprás til að vekja menn af værum blundi. Karladekur Það er alltaf að verða algengara að karlmenn leggi leið sína á snyrtistofur og láti dekra við sig. Heilsulindum fyrir karlmenn hefur fjölgað á undanförnum árum. Algengara er að strákar fari í alls kyns meðferðir eins og til dæmis andlitsböð. NORDIC PHOTO/GETTY Það þótti drengilegt að vera heiðursmaður á árum áður og víst mætti herða á góðum mannasiðum meðal nútímakarla. ● Vertu kurteis. Jafnvel þótt þér líki ekki við fólk. Það sýnir manngæsku. ● Talaðu fallega. Ruddalegt tal ljóstrar upp vanhæfni þína til rökræðna. ● Ekki blóta. Blótsyrði eru dónaleg og gefa til kynna að þig skorti orðaforða til að koma hugsunum þínum í orð. ● Stilltu skapið. Láttu aðra ekki sjá að þú hafir ekki stjórn á tilfinningunum. ● Ekki grípa fram í. Leyfðu öðrum að ljúka máli sínu áður en þú kemur þínum athugasemdum að. Framígrip bera vott um lélega mannasiði og slaka félagshæfni. ● Ekki hrækja. Hráki er andstyggilegur ásýndar. Skyrptu ekki á almannafæri nema þú viljir gefa í skyn uppvöxt þinn í skolpræsi. ● Sýndu samúð. Ekki hlæja að óförum annarra. Þegar fólki verður á í mess- unni vill það síst meiri athygli og verða að fífli. ● Sýndu eldra fólki virðingu. Þótt þú þykist hafa svör við öllu er auðvitað alls ekki svo. Lífið þroskar mann og reynir. ● Ekki vera í útifötum inni. Sýndu lágmarksmanna- siði og farðu úr úlpunni. ● Ekki borða á undan hinum. Bíddu þar til allir hafa sest til borðs. Borðaðu með lokaðan munn. ● Lokaðu klósettsetunni og hafðu klósettið snyrtilegt eftir klósettferð þína. Konum þykir annað mjög fráhrindandi. ● Segðu „gjörðu svo vel“ og „takk“ eins og mamma þín kenndi þér. Það er dugandi vega- nesti út lífið og gildir hvar sem er og hvenær sem er. Sjálfsögð kurteisi kostar ekki krónu en gleður aðra og eykur álit þeirra á þér. Kanntu mannasiði? Guðmundur Örvar Hall-grímsson, sjónfræðingur hjá PLUSMINUS OPTIC í Smáralind, segir að í dag sé til mjög mikið úrval af herragler- augum. „Það er af sem áður var að fjórtán ára sonurinn og 75 ára afinn séu með sömu umgjörð- ina því ekki myndi fjórtán ára strák detta í hug að ganga í sömu fötum og afinn,“ segir Guðmund- ur Örvar. „Við hjá PLUSMINUS OPTIC erum með mikinn fjölda af um- gjörðum þar sem allir karlmenn geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um svipmeiri umgjarð- ir í dag í svokölluðum retro-stíl en látlausar og léttar umgjarðir eru alltaf f lottar líka. Silhouette er gamall og góður framleiðandi umgjarða sem eru þrælf lottar og látlausar. Við getum hann- að formið á glerjunum þannig að gleraugun passa alltaf mjög vel þar sem þau eru sérhönnuð fyrir hvern og einn.“ PLUSMINUS OPTIC er með margra ára reynslu í sportgler- augum. „Við höfum staðið okkur mjög vel í sportgleraugum með styrkleika fyrir þá sem nota gler- augu. Þannig fær maður allt það besta sem sportgleraugu hafa upp á að bjóða,“ segir Guðmund- ur Örvar. Hönnun í heimi gleraugna hefur breyst mikið og í dag eru f leiri möguleikar sem ekki voru til staðar fyrir nokkrum árum. „Efnin sem notuð eru í dag eru bæði léttari og sterkari en áður og eru nú án nikkels og annarra eiturefna sem fóru illa með bæði húð og augu manna.“ „Yfir 75 prósent af því sem við upplifum kemur í gegnum augun. Góð sjóngler skipta því mjög miklu máli. Góð sjóngler eru með þykkri glampavörn og góðri rispu vörn þannig að þau eru hrein og tær að horfa í gegn- um og fyrir aðra að sjá í augun á manni. Við hjá PLUSMINUS OPTIC veitum góðar ráðleggingar um val á sjónglerjum og bjóðum upp á mjög góð sjóngler frá NOVA sem skiptir miklu fyrir sjónheilsu manna,“ segir Guðmundur Örvar. „Flott gleraugu bæta manninn og karlmaður með flott gleraugu fær meiri athygli út á flott hönnuð gleraugu en allt annað sem hann klæðist, því það fyrsta sem tekið er eftir eru augun. Það er nú bara þannig að konur reyna við menn með flott gleraugu.“ Umgjarðir fyrir herra PLUSMINUS OPTIC býður mikið úrval af gleraugum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hönnun gleraugna hefur breyst mikið og möguleikarnir orðnir fleiri. Guðmundur Örvar, sjónfræðingur hjá PLUSMINUS OPTIC, býður upp á mikið úrval flottra gleraugna fyrir alla karlmenn. MYND/ANTON Verslunin Satis.is í Fákafeni hefur á skömmum tíma fest sig í sessi hérlendis sem söluaðili fyrir móttakara og er- lendar áskriftarstöðvar á frábær- um kjörum. Hallur Ólafur Agn- arsson, framkvæmdastjóri Satis.is, segir viðtökurnar hafa verið vonum framar. „Landsmenn hafa tekið okkur vel enda erum við að bjóða upp á frábærar vörur á góðu verði. Við seljum fyrst og fremst móttak- ara og áskriftarpakka fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar frá Sky. Við selj- um allan búnað, móttakara, diska, veggfestingar og allan nauðsynleg- an búnað sem þarf.“ Verslunin selur þrjár gerðir mót- takara sem Sky býður upp á. Þeir eru allir eins að flestu leyti segir Hallur, hafa til dæmis eins fjar- stýringu og bjóða upp á sömu gæði. „Eini munurinn er sá að minnsti móttakarinn í línunni er ekki með hörðum diski. Sá næsti í stærð hefur innbyggt 500 GB geymslu- rými. Hann er einmitt á frábæru tilboði hjá okkur þessa dagana og kostar einungis 39.500 kr. ef áskrift er keypt en kostaði áður 64.990 kr.“ Stærsti móttakarinn hefur 1,5 TB geymslurými og er sá dýrasti sem verslunin býður upp á. Verð á myndlyklum og öðrum móttökubúnaði hefur læk kað mikið hjá versluninni síðan hún var opnuð í fyrra. „Allar vörur okkar hafa stórlækkað. Þegar við komum inn á markaðinn í fyrra var ekki hægt að fá þennan búnað undir 150 þúsund krónum. Í dag bjóðum við hann á 65 þúsund krónur og hafa samkeppnisaðilar okkar ekki náð að fylgja okkur í verði. Viðskipta- vinir okkar hafa líka tekið vel í verð- lækkanir okkar og njóta nú hágæða sjónvarpsstöðva í háskerpu með hágæða dagskrá.“ Allir sem kaupa móttakara hjá Satis.is fá strax aðgang að 200 sjón- varpsstöðvum og 100 útvarps- stöðvum. Grunnáskrift, sem kostar 6.900 kr. á mánuði miðað við gengi dagsins í dag, inniheldur 100 sjón- varpsstöðvar til viðbótar. „Sá pakki inniheldur mikið afþreyingarefni, til dæmis kvikmyndastöðvar en Sky sendir út 1800 kvikmyndir í mánuði. Auk þess eru þetta gaman- þættir og spennuþættir í bland við raunveruleikaþætti. Næsta áskrift- arstig veitir síðan aðgang að fimm- tíu fleiri sjónvarpsstöðvum og þar bætast barna- og fræðslustöðvarn- ar við. Svo er það vinsælasti pakk- inn frá Sky sem inniheldur allar fót- boltarásirnar, til dæmis Meistara- deildina, enska boltann, spænska boltann og f leiri stöðvar. Með þeirri tækni sem búnaður okkar býður upp á er hægt að horfa á allt að átta leiki í einu á skjánum, velja sér myndavélar inn á vellinum eða fylgjast með uppáhaldsleikmanni sínum. Fótboltinn er auk þess oft sendur út í þrívídd.“ Sjónvarpsveisla á góðu verði Frábært verð og fjölbreyttir sjónvarpspakkar eru í boði hjá versluninni Satis.is í Fákafeni. Viðskiptavinir njóta hágæða sjónvarpsstöðva á háskerpuskjáum. „Landsmenn hafa tekið okkur vel enda erum við að bjóða upp á frábærar vörur á góðu verði,“ segir Hallur Ólafur Agnarsson, framkvæmdastjóri Satis.is. MYND/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.