Fréttablaðið - 18.10.2012, Side 56

Fréttablaðið - 18.10.2012, Side 56
18. október 2012 FIMMTUDAGUR44 Bók ★★★ ★★ Magnús Orri Schram Við stöndum á tímamótum Leiðarvísir til hægri Bók þingmanns- ins Magnúsar Orra Schram, „Við stöndum á tímamótum“, er ekki allsherjar- stefnuyfirlýsing um hverjar hugsjónir hans og áherslur eru í öllum helstu málaflokkum. Viðfangsefni bókar- innar er takmarkað við efnahags- mál og viðskiptalíf. Bókin er vel skrifuð, vel rannsökuð og ágætt, en yfirborðskennt, sagnfræðilegt yfirlit yfir þá tíma sem við höfum lifað undanfarin ár. Það er hins vegar fátt í sýn Magnúsar Orra sem kemur á óvart. Hann vill leggja áherslu á nýsköp- un, markaðssetningu á hreinleika Íslands, klasamyndun, ferðaþjón- ustu og „stækkun kökunnar“. Og hann vill að skattkerfið verði notað sem hvati. Þá á Magnús Orri beitta spretti í gagnrýni sinni á íslenskan vörugjaldastrúktúr, meðal annars með dæmi um að brauðristir beri engin vörugjöld en samlokugrill 20 prósent. „Þannig virðist það skipta hið opinbera máli hvort brauðið sé ristað lóðrétt eða lárétt,“ segir Magnús Orri. En allt þetta er eins og hráefnalýsing á stöðluðum alþjóðasinnuðum og frjálslyndum jafnaðarmanni. Afstaða Magnúsar Orra til erlendrar fjárfestingar vekur athygli, sérstaklega vegna þess að hann hnýtir í sitjandi ríkisstjórn með því að tiltaka að erlendir fjárfestar telji „stjórnmálalega áhættu“ vera til staðar á Íslandi. Það er hárétt hjá honum, og ástæðuna er meðal annars að finna í meðförum ríkis- stjórnarinnar á Magma-málinu svokallaða og fyrirhugaðri fjár- festingu Huangs Nubo. Í efnahagsmálum er stefna Magnúsar Orra skýr; aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru mun skapa þann ramma sem ákjósanlegastur er fyrir einstaklinga og fyrirtæki til langs tíma. Fyrir þessu færir hann öll klassísk rök Evrópusinna og telur upp þær heimatilbúnu hindranir og van- kanta sem fylgja þeirri tvöföldu haftakrónu sem við búum við í dag. Augljóst er af lestri bókarinnar að Magnús Orri vill frekar sitja í markaðssinnaðri ríkisstjórn sem leggur áherslu á hagvöxt, einfald- ara tekjuöflunarkerfi og atvinnu- uppbyggingu en sú ríkisstjórn sem flokkur hans á aðild að í dag. Í lok bókarinnar lýsir hann þeirri skoðun sinni að Samfylkingin sé of mikið til vinstri. Tækifæri liggi í því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefist upp á því verkefni að vera hægri flokkur landsins og „eftirláti okkur jafnaðarmönnum að vera flokkur atvinnulífs og verðmætasköpunar á Íslandi“. Ekki er víst að þessi málflutningur fari vel ofan í marga hefðbundna jafnaðarmenn með rætur í verkalýðshreyfingunni. Vandamál bókarinnar felast í því að hún er bók. Alls er hún 137 blaðsíður en setja hefði mátt fram þær áherslur sem Magnús Orri setur fram á 20 blaðsíðum með knappari texta og minni moðreyk. Hann endurtekur í sífellu sömu röksemdafærslurnar, oft í löngu máli. Mögulega hefði Magnús Orri getað sett fram þessa sýn sína í áðurnefndum málaflokkum með mun meitlaðri og skýrari hætti í greinaflokki sem myndi birtast í fjölmiðlum og síðar án endurgjalds á netinu. Þannig myndi hann líklegast líka ná til fleiri en með því að selja hana á rúmlega þrjú þúsund krónur í bókabúð. Þórður Snær Júlíusson Niðurstaða: Vel skrifuð og rann- sökuð bók sem tíundar klassískar röksemdafærslur hægri krata. Textinn hefði mátt vera knappari og moðreykurinn minni. matargerðin byrjar á gottimatinn.is nýjung – matarbloggarar H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Á nýjum vef Gott í matinn finnur þú einfaldar, flóknar, spari- og hversdagsuppskriftir fyrir öll tilefni. Sjáðu spennandi hráefnisnotkun og girnilegar hugmyndir frá matarbloggurum. Brettu svo upp ermar, hnýttu á þig svuntu og gerðu eitthvað girnilegt. Gottimatinnn.is er alltaf jafn aðgengileg í tölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni. Við kynnum til leiks fjóra ferska matar- bloggara á vefnum okkar. Þau Thelma Þorbergsdóttir, Inga Elsa og Gísli Egill, Kári Sævarsson og Erna Sverrisdóttir deila með okkur uppskriftum og matartengdum fróðleik. Schubert og Brahms verða í aðal- hlutverki á öðrum tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á þessu ári í Hörpu á sunnudagskvöld. Leiknir verða tveir strengja- kvintettar. Sá fyrri er eftir Frans Schubert, saminn á dánarári hans 1828. Kvintettinn er í C-dúr, op. 163. Í kvintettinum notar Schubert tvö selló. Kvintettinn er talinn meðal bestu tónverka Schuberts og reyndar meðal bestu tónverka á sviði kammertónlistar. Seinni strengjakvintettinn, sem fluttur verður, er eftir Johannes Brahms, í C-dúr, op. 111. Eins og Mozart notar Brahms tvær víólur í strengjakvintettinum, gagnstætt Schubert. Kvintettinn var saminn og frumfluttur árið 1890. Flytjendur, sem allir eru í Sin- fóníuhljómsveit Íslands eru: Ari Þór Vilhjálmsson, Una Sveinbjarn- ardóttir, Zbigniew Dubik, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Jónína Auður Hilmarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Tónleikarnir á sunnu- dagskvöld hefjast klukkan 19.30. Schubert og Brahms á Kammermúsíkkvöldi KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN Hluti Kammermúsíkklúbbsins sem flytur strengjakvintetta eftir Schubert og Brahms næstkomandi sunnudag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.