Fréttablaðið - 03.11.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 03.11.2012, Síða 4
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 12° 9° 8° 12° 15° 8° 8° 28° 9° 22° 10° 27° 4° 8° 20° 7° Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast A-til. MÁNUDAGUR Fremur stíf SV-átt, hlýnandi. 0 0 0 2 1 4 3 4 1 1 -5 18 16 16 16 16 13 18 12 20 15 18 -4 -3 -1 0 0 2 6 6 8 5 VONT Í VEÐRI FRAMAN AF DEGI Veður gengur niður smám saman eftir hádegi, fyrst norð- vestan til. Það má þó gera ráð fyrir slæmri færð og hvassviðri fram á kvöld. Á morgun verður fremur hæg vestanátt og léttir víðast til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður VEÐUR Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðurað- stæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í ill- viðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veð- urfræðingur og fyrr- verandi veðurstofu- stjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu bygg- ingu háhýsa við Höfða- torg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til bygg- ingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magn- ús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfða- torg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“ Magnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivind- um. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í til- liti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bret- landi. Þar var líkanið sett í vind- göng til að meta samhengi bygg- inganna og veðurs. Pálmar Kristmunds- son hjá PK Arkitekt- um, aða lhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun ann- ist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir fram- kvæmdir við byggða- kjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í lík- aninu á sínum tíma,“ segir Pálm- ar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfða- torg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær. svavar@frettabladid.is GENGIÐ 02.11.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 225,2689 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,24 126,84 203,27 204,25 162,54 163,44 21,785 21,913 22,126 22,256 18,886 18,996 1,5712 1,5804 193,56 194,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Misritað var nafn Birgittu Óskar Pétursdóttur í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins, í gær. LEIÐRÉTT NÝ KILJA Háhýsið var sagt glapræði Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur. Í forsíðufrétt á fimmtudag var greint frá því að ættleiðingar einhleypra hefðu hafist á nýjan leik eftir hlé frá árinu 2007. Þrátt fyrir að ekki hafi verið tekið við umsóknum frá ein- hleypum frá árinu 2007 voru nokkur börn ættleidd eftir þann tíma þar sem umsóknirnar höfðu borist áður en lokað var fyrir þær. ÁRÉTTING Vindhraði getur margfaldast við háhýsi Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær „Byggingar sem eru hærri en nærliggjandi byggingar beina vindi í átt að jörðinni og styrkja þannig vindstrauminn sem er nær yfirborði jarðar. Því stærri sem byggingin er því meiri verður þrýstingsmunurinn á milli þeirra hliða byggingarinnar sem eru í skjóli og þeirrar hliðar sem vísar í átt að vindinum. Þessar aðstæður geta líka skapað mismunandi vindhraða við bygginguna, jafnvel tvöfaldað hann.“ Heimild: Hrafnhildur A. Jónsdóttir – Land hinna löngu skugga. BYGGÐAMÁL Efnt hefur verið til átaks til að treysta byggð með atvinnuuppbyggingu á Raufar- höfn. Í því taka þátt íbúarnir, sveitarfélagið Norðurþing, Byggðastofnun, Háskólinn á Akur- eyri og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. „Með samstilltu átaki ríkis, sveitarfélagsins, íbúanna sjálfra og þeirra sem að málinu koma mun það markmið nást. Á síldar- árunum urðu til gríðarlega miklar tekjur á Raufarhöfn sem runnu í sameiginlega sjóði Íslendinga. Sýnum Raufarhöfn þann sóma að efla atvinnu og treysta byggð,“ segir í bókun bæjarstjórnar Norð- urþings. - gar Snúist til varnar í Þistilfirði: Raufarhöfn sé sýndur sómi RAUFARHÖFN Íbúunum hefur fækkað ört. PRÓFKJÖR Björn Valur Gíslason, þing- flokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta til annað sæti á lista flokksins í Reykjavík. Hann vill því leiða lista í öðru hvoru kjördæminu. Björn Valur hefur verið þingmaður Norðausturkjördæmis síðan árið 2009, en hann skipaði þriðja sæti lista flokksins við síðustu kosningar. Steingrímur J. Sigfús- son, atvinnuvegaráðherra og formaður VG, mun bjóða sig þar fram í fyrsta sætið í komandi þingkosningum, líkt og áður, en Þuríður Backman, sem skipaði annað sætið, mun draga sig í hlé. Framboðsfrestur í Reykjavík rennur út á hádegi í dag en forvalið, sem er sam- eiginlegt fyrir Norður- og Suðurkjördæmi, fer fram 24. nóvember. Þar er valið í þrjú efstu sæti á hvorum lista fyrir sig. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og mennta- og menningarmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra skipuðu fyrstu sætin hvor í sínu Reykjavíkurkjördæminu við síðustu kosn- ingar og hafa báðar gefið kost á sér í þau sæti á ný. Þá gefa þingmennirnir Árni Þór Sig- urðsson og Álfheiður Ingadóttir kost á sér í sömu sæti og síðast, en þau sátu í öðrum sætum listanna. Flokkurinn á tvo þing- menn í hvoru kjördæmi. - kóp / sv Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Ís- landi. MAGNÚS JÓNSSON VEÐURFRÆÐINGUR Þingflokksformaður VG yfirgefur Norðausturkjördæmi og færir sig suður: Björn fer fram gegn tveimur ráðherrum BJÖRN VALUR GÍSLASON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR KATRÍN JAKOBSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.