Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 28

Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 28
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR28 Ila-fangelsið í nágrenni Ósló-ar á sér um margt skugga- lega og litríka sögu. Norðmenn sem starfa í fangelsinu segja sumir að þar sé reimt. Að því er fram kemur á vef Ila-fangelsisins hófst bygg- ing þess árið 1938 og stóð til að reisa kvennafangelsi fyrir rúmlega hundrað konur. Það hafði samt ekki verið tekið í notkun þegar seinni heims- styrjöldin braust út. Þjóðverj- ar hertóku Noreg og notuðu, sumarið 1941, nýbyggt fang- elsið til að hýsa stríðsfanga. Þá nefndist fangelsið Grini. Aðstæður voru hroðalegar og frásagnir af bæði pynt- ingum og aftökum þar innan dyra. Þá var troðið í fangelsið fólki umfram allt sem sæmi- legt getur talist. Sex voru hafðir saman í hverjum klefa og fangabröggum hent upp á völlum fangelsisins. Við stríðs- lok voru yfir 5.000 manns í fangelsinu, bæði karlar og konur. Þá var tíundi hver sem fangelsaður var á þessum tíma sendur áfram í önnur fangelsi og útrýmingarbúðir í Þýska- landi, Póllandi eða Frakklandi. „Margir þeirra áttu aldrei afturkvæmt,“ segir á vef Ila. Í tíð Þjóðverja hýsti fangelsið nærri 20 þúsund fanga, mest norska ríkisborgara. Í stríðslok í maíbyrjun 1945 var svo taflinu snúið við, föng- um sleppt og fangelsið notað til að vista föðurlandssvikara. Grini-nafninu var líka hent og tekið upp nafnið „Ilebu lands- svikleir“. Í júlí 1945 voru fangar þar flestir eftir stríð, um 3.500 og fækkaði svo stöð- ugt eftir það. Árið 1950 var svo „föðurlandssvikarafang- elsið“ lagt niður og um áramót var stofnað öryggisfangelsið Ila. Síðan þá hefur hlutverk fangelsins verið í þróun. Og þótt það eigi sér alla þessa sögu, og hluta þess megi ekki eiga við vegna þess að þar er að finna stríðsminjar, er fang- elsið nú með þeim fremstu í heimi og sinnir jafnt almennri fangavörslu, öryggisvistun og vistun fyrir geðsjúka afbrota- menn. Fangapláss í Ila eru enda sögð þau dýrustu í Nor- egi, bæði vegna endurhæfing- arstarfsins og mikilla öryggis- krafna. L öngunin til að breyta til og sækja sér nýja reynslu, sem nýt- ast myndi jafnt í einkalífi sem starfi, varð til þess að Sigurjón Halldór Birgisson, fangavörður á Litla-Hrauni, sótti um ársleyfi frá störfum og hélt til Noregs. Sigurjón segir Íslendinga geta lært ýmislegt af Norðmönn- um, en úti lenti hann í því í fyrsta sinn á átján ára starfsferli að á hann væri ráðist í örygg- isfangelsinu þar sem hann starfaði, sama öryggisfangelsi og hýsir fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik. „Ég sá fyrir mér að fínt væri að komast í vinnu sem maður þekkti þótt maður væri ekki alveg með tungumálið á hreinu,“ segir Sigur- jón, sem hélt utan 29. september í fyrra með tvö meðmælabréf frá Fangelsismálastofnun. Hann fékk fyrsta kastið inni hjá vinafólki úti og örfáum dögum síðar, hinn 3. október, var hann svo farinn að vinna í einu af nýjustu fangelsum Noregs, Halden-fangelsinu, eftir að hafa farið þangað í atvinnuviðtal. „Ég kom mér í viðtal og þóttist kunna norsku,“ segir hann kankvís. Í Halden starfaði Sigurjón rétt fram yfir áramót, en þá var hann búinn að ráða sig áfram til Ila-fangelsins, að áeggjan vinnufé- laga sem hann kynntist í Halden. „Ég var með töluverða fordóma í garð Ila, var búinn að heyra alls konar sögur og hélt að þetta hlyti að vera eitthvert helvíti á jörð.“ Saga fang- elsisins er nefnilega nokkuð löng og ófögur á köflum. Ila-fangelsið var nýbyggt þegar Þjóð- verjar hernámu Noreg og þeir notuðu það fyrir pólitíska fanga. Fólk var pyntað þarna og tekið af lífi. „Og það eru til margar sögur af reimleikum þarna,“ segir Sigurjón, sem þó varð aldrei var við neitt misjafnt sjálfur. „En það kom mér á óvart hvað andinn var góður á staðnum og hvað ég kunni vel við mig. Mér fannst líka mjög merkilegt að ganga þarna um og sjá í vissum álmum ummerki frá því í stríðinu. Svo bjó ég líka alveg ofan í fangels- inu, í lítilli íbúð rétt fyrir utan aðalhliðið að fangelsinu.“ Breivik hinum megin við vegginn Fangelsið útvegar starfsfólki sínu húsnæði á kjörum sem eru töluvert betri en leiguverð almennt á svæðinu, sem er í um það bil tíu mínútna fjarlægð með bíl frá miðborg Óslóar. „Nokkuð algengt er að fangelsi útvegi fanga- vörðum húsnæði, bæði einstaklingum og fólki með fjölskyldu, en þarna úti er miklu algeng- ara en hér að verðir færi sig á milli fangelsa. Þau eru líka miklu fleiri en hér,“ segir Sigur- jón. Um leið lýsir Sigurjón því hvernig honum hafi strax liðið vel í starfi í Ila. Þar hafi starf- semin líka verið í fastari skorðum en í Halden, þar sem hann vann áður. „Ramminn utan um starfsemina er allur í mjög föstum skorðum og allir vita að hverju þeir ganga, bæði fangar og starfsfólk,“ segir hann, en fangarnir vinna til dæmis í mötuneyti fangelsisins og sjá svo sjálfir um eigin mat á kvöldin. Sigurjón var síðan á svokallaðri „forvar- ing“-deild, þar sem vistaðir eru öryggis- gæslufangar. „En þarna inni lögðu menn sig líka fram um að haga sér vel, kannski líka í ljósi þess að hegðunin hefur áhrif á möguleika þeirra á að sleppa úr fangelsi.“ Alltaf voru tveir á vakt inni á deildinni og áttu fangaverð- irnir mjög mikið saman við fangana að sælda. „Við borðuðum með þeim hádegismat sem var eldaður af föngum í fangelsinu.“ Anders Breivik var síðan vistaður í ann- arri álmu og sérstakt starfsfólk annaðist gæslu hans. „Ég varð ekkert var við hann, aðallega bara fjölmiðlahasar- inn fyrir utan þegar verið var að flytja hann í dómhúsið.“ Sigurjón segir þó að hugsunin um gífurlega glæpi Breiviks hafi aðeins sótt á hann á næturvakt, þar sem hann vissi að hinum megin við vegg varðstofunnar var klefi Breiviks. „Það var svolítið skrítið að vita af honum hinum megin við vegginn.“ Einhverjir fangaverðir höfðu hins vegar fengið fyrirspurnir frá fjöl- miðlum um Breivik. „En það var bara búið að fara vel yfir málin áður. Rétt eins og hér tjá fanga- verðir sig ekki um hluti sem ekki eiga erindi út fyrir fangelsismúr- ana.“ Vistin ytra gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig, því Sigur- jón varð fyrir sinni fyrstu árás í fangelsinu. „Ég var að flytja fanga til læknis, en við höfðum orðið þess varir um skeið að hann var að veikjast og fyllast af ein- hverjum ranghugmyndum. Árás- inni átti ég hins vegar alls ekki von á. Fyrsta hugsunin var eiginlega: Hvað gengur mann- inum til?“ Þegar Sigurjón var með manninn á milligangi þar sem þeir biðu eftir að opnað yrði fyrir þeim vissi hann ekki fyrr en mað- urinn sló hann bylmingshögg á bringuna með rafmagnskló á kapli sem hann hafði falið á sér. „Ég náði honum bara niður og menn voru komnir til að hjálpa mér á örskots- stund. Allt kerfi tengt neyðarboði og aðstoð virkaði óaðfinnanlega,“ segir Sigurjón, sem þó meiddist í árásinni, með mar á bringu og brákað rif. Sigurjón segir atvikið þó ekki hafa haft mikil áhrif, enda hafi öll eftirfylgni, læknisaðstoð, áfallahjálp og slíkt verið í góðu lagi. „Þetta slapp vel til og má kannski líta á þetta sem áminn- ingu um að halda vöku sinni í starfinu.“ Eftirfylgnin skiptir mestu máli Sigurjón segir ýmislegt öðruvísi í Noregi en hér. „Það er meiri pen- ingur í norska fangelsiskerfinu, þótt þar sé líka kvartað undan peningaleysi. Í Ila eru sögð dýr- ustu fangaplássin í Noregi, en þetta er náttúrlega hámarksör- yggisfangelsi með sértækri end- urhæfingu og öryggisgæsludeild.“ Um leið leggur Sigurjón áherslu á að hér heima sé margt virkilega vel gert, sér í lagi miðað við þá fjármuni sem fari í fangelsismál. „Og margt er í raun stór- kostlegt starf sem unnið er í fangelsismálum hér, bæði í öryggisgæslu og betrun.“ En meðal þess sem helst mætti læra af starfsemi eins og í Ila segir Sigurjón vera nálgun í öryggis- málum. „Þótt frjálsræði sé um margt mikið er allur rammi í starfseminni sýnilegri og stífari, bæði fyrir fanga og fangaverði.“ Sem dæmi fá fangar ekki að hafa hjá sér tölvur en fá aðstoð hjá vörðum ef þeir þurfa að komast á netið, til dæmis til að panta ferðir vegna dag- leyfa eða eitthvað slíkt. „Svo er miklu meira um innilokanir þar. Ef fangi sem á að vera í vinnu mætir ekki í hana, er veikur eða eitt- hvað, þá er hann bara í innilokun. Þarna vita allir að hverju þeir ganga á hverjum degi vik- unnar og allt vinnulag er í mjög föstum skorð- um.“ Litla-Hraun segir Sigurjón hins vegar varla standa undir nafni sem öryggisfang- elsi, enda aðstaða og aðbúnaður allur annar. „En menn sníða sér náttúrlega stakk eftir vexti, sérstaklega á tímum eins og nú þegar fjármunir eru ekki til.“ Meginmarkmiðið í fangelsismálum sé hins vegar að hjálpa mönnum þannig að þeir komi ekki aftur í fangelsi. Leiðin að því marki telur Sigurjón að sé mun meiri eftirfylgni og aðstoð þegar fangar hafa lokið afplánun. „Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt því það er ekki lítill skaði af manni sem hverfur á ný inn í heim fíkniefnaneyslu og afbrota og svo aftur í fangelsi. Það er ekki nóg að vinna gott starf í fangelsinu og hjálpa mönnum að snúa við blaðinu þar. Menn þurfa aðstoð þegar þeir koma aftur út.“ Ég var með töluverða for- dóma í garð Ila … og hélt að þetta hlyti að vera eitt- hvert helvíti á jörð. UTAN GIRÐINGAR Rétt við aðalhlið Ila er íbúðarhúsnæði sem starfsmenn leigja. Hér má sjá brunað með Anders Behring Breivik í dómhúsið, fram hjá húsinu sem Sigurjón Birgisson dvaldi í þegar hann starfaði í fangelsinu. NORDICPHOTOS/AFP ■ NASISTARNIR TÓKU YFIR NÝBYGGT KVENNAFANGELSI Norðmenn hafa í refsilögum og framkvæmd þeirra skýr ákvæði um sérstaka öryggis- gæslu (forvaring) sérlega hættulegra fanga sem talið er líklegt að brjóti af sér á ný. Brot mannanna varða þá refsivistun að fimmtán árum hið minnsta. Að því loknu er lausn þeirra úr fangelsi háð því að nefnd telji þá ólíklega til að brjóta af sér á ný. Fjölda- morðinginn Anders Behring Breivik var í ár dæmdur til slíkrar refsingar. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðipró- fessor, segir ákvæði í lögum hér sem náð geti yfir brotamenn sem taldir séu hættulegir umhverfinu. „Í refsidómi má ákveða að sak- borningur verði beittur öryggisráðstöfunum ef sýnt þykir af undanfarandi breytni hans eða öðru að hann muni brjóta af sér á ný,“ segir hann en bætir við að ráðstafanir af slíku tagi, eða stofnun við hæfi, hafi þó ekki verið til staðar hér á landi og ákvæðunum afar sjaldan verið beitt. „Endurhæfing hættulegra brotamanna er þó mjög mikilvæg og brýnt fyrir okkur að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að þeir brjóti aftur af sér.“ HVAÐ ER FORVARING? KASTAR KVEÐJU Sigurjón Birgisson hóf fyrst störf í fangelsinu á Litla-Hrauni árið 1994. Hann ber starfseminni þar vel söguna en telur þó að með auknu fjármagni mætti gera enn betur í fangelsismálum. Hér kastar hann kveðju á félaga sína áður en haldið er heim að lokinni næturvakt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Hér mætti gera góða hluti betri Eftir ár í Noregi kom Sigurjón H. Birgisson fangavörður reynslunni ríkari heim á ný. Óli Kristján Ármannsson tók Sigurjón tali um reynsluna af því að hafa starfað í tveimur norskum fangelsum. Annað er Ila, þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik er vistaður. Sigurjón segir frá fyrstu árásinni á átján ára starfsferli sínum og hvað hann telur okkur geta lært af Norðmönnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.