Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 40

Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 40
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR40 M arkmið verka minna er að skoða hvernig við notum rými í borgunum okkar. Með því að nota þekkt kennileiti í borgum í ljósainnsetningar er ég að hvetja fólk til að endurhugsa almanna- rými í sinni heimabyggð og hvern- ig þau eru notuð. Þannig gef ég íbúum tækifæri til þess að tengjast kennileitunum á nýjan leik og virkja rýmið á nýjan hátt,“ segir Marcos Zotes. Zotes er spænskur arkitekt sem er búsettur hér á landi. „Ég er arki- tekt og lít ekki á mig sem lista- mann þó að ég hafi fengist við list- ræn verkefni. Mér líkar hins vegar mjög vel við það að fást við ljósainn- setningarnar. Það er mjög gaman að geta bara framkvæmt strax það sem maður er að hugsa, í stað þess að þurfa að fást við viðskiptavini eins og er raunin í hefðbundinni vinnu arkitekts,“ segir Zotes sem rekur hönnunar- og rannsóknarstofuna Unstable sem „rannsakar félags- legar og pólitískar hliðar arkitekt- úrs í samhengi borgarinnar“ eins og segir á heimasíðu Zotes unstable- space.com í lauslegri þýðingu. En hvernig lá leið Zotes til Íslands? „Ég kynntist konunni minni Guðrúnu Sveinsdóttur á Spáni árið 2000. Við bjuggum svo hér um tíma en líka í New York og London. Við fluttum síðan hingað nýverið á nýjan leik. Mér líkar mjög vel hér.“ Auk þess að sinna inn- setningarverkefnum vinnur Zotes hjá Basalt arkitektum og kennir í Listaháskóla Íslands. Hann fer líka víða með verkefni sín eins og myndirnar sínar og þess má geta að hann er einn fyrirlesara á ráðstefn- unni You are in control sem haldin er í Hörpu um helgina, en á henni er stefnt saman sköpun og tækni og rýnt í tækifæri skapandi geirans á tímum stafrænnar byltingar. Verk sem breyta umhverfinu Spænski arkitektinn Marcos Zotes hefur sett svip sinn á Reykjavík á árinu. Verk hans Rafmögnuð náttúra umbreytti Hallgríms- kirkju á Vetrarhátíð í Reykjavík og ljósainnsetning hans um borði í Varðskipinu Tý á menningarnótt vakti athygli. Zotes hefur sett upp ljósagjörninga víðar en hér á landi en hugmyndin er sú að fólk gefi almannarými meiri gaum en ella. MARCOS ZOTES Zotes framdi ljósagjörning á framhlið bókasafns Columbia-háskóla í New York í óþökk yfirvalda skólans, sem álitu ekki við hæfi að nota bygginguna með þessum hætti. Zotes kom sér fyrir í byggingu rétt hjá og vakti þannig athygli vegfaranda á togstreitunni um þetta tiltekna rými. MYND/BERNARDO GARCIA 1. RAFMÖGNUÐ NÁTTÚRA Ljósainnsetning Zotes fyrir Vetrarhátíð var innblásin af höfuðskepnunum eldi, vatni, lofti og jörðu. Ásýnd Hallgrímskirkju breyttist þannig á degi hverjum þá fjóra daga sem innsetningin stóð yfir. Myndina tók Jón Óskar Hauksson. 2. TÝR Gestir sem lögðu leið sína í varðskipið Tý á Menningarnótt sáu varðskipið sannarlega í nýju ljósi. 3. (E)MISSION Innblástur að þessu verki kom frá vangaveltum um eftirlits- myndavélar. Zotes varpaði ljósi þegar vegfarendur gengu undir myndavél á Landsbankanum og vakti þannig athygli þeirra á því að fylgst væri með þeim. „Rýmið varð svið, leikhús,“ segir Zotes. 1 2 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.