Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 40
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR40
M
arkmið verka
minna er að
skoða hvernig
við notum rými
í borgunum
okkar. Með því
að nota þekkt kennileiti í borgum
í ljósainnsetningar er ég að hvetja
fólk til að endurhugsa almanna-
rými í sinni heimabyggð og hvern-
ig þau eru notuð. Þannig gef ég
íbúum tækifæri til þess að tengjast
kennileitunum á nýjan leik og virkja
rýmið á nýjan hátt,“ segir Marcos
Zotes.
Zotes er spænskur arkitekt sem
er búsettur hér á landi. „Ég er arki-
tekt og lít ekki á mig sem lista-
mann þó að ég hafi fengist við list-
ræn verkefni. Mér líkar hins vegar
mjög vel við það að fást við ljósainn-
setningarnar. Það er mjög gaman að
geta bara framkvæmt strax það sem
maður er að hugsa, í stað þess að
þurfa að fást við viðskiptavini eins
og er raunin í hefðbundinni vinnu
arkitekts,“ segir Zotes sem rekur
hönnunar- og rannsóknarstofuna
Unstable sem „rannsakar félags-
legar og pólitískar hliðar arkitekt-
úrs í samhengi borgarinnar“ eins
og segir á heimasíðu Zotes unstable-
space.com í lauslegri þýðingu.
En hvernig lá leið Zotes til
Íslands? „Ég kynntist konunni
minni Guðrúnu Sveinsdóttur á
Spáni árið 2000. Við bjuggum svo
hér um tíma en líka í New York og
London. Við fluttum síðan hingað
nýverið á nýjan leik. Mér líkar mjög
vel hér.“ Auk þess að sinna inn-
setningarverkefnum vinnur Zotes
hjá Basalt arkitektum og kennir
í Listaháskóla Íslands. Hann fer
líka víða með verkefni sín eins og
myndirnar sínar og þess má geta að
hann er einn fyrirlesara á ráðstefn-
unni You are in control sem haldin
er í Hörpu um helgina, en á henni
er stefnt saman sköpun og tækni og
rýnt í tækifæri skapandi geirans á
tímum stafrænnar byltingar.
Verk sem breyta umhverfinu
Spænski arkitektinn Marcos Zotes hefur sett svip sinn á Reykjavík á árinu. Verk hans Rafmögnuð náttúra umbreytti Hallgríms-
kirkju á Vetrarhátíð í Reykjavík og ljósainnsetning hans um borði í Varðskipinu Tý á menningarnótt vakti athygli. Zotes hefur
sett upp ljósagjörninga víðar en hér á landi en hugmyndin er sú að fólk gefi almannarými meiri gaum en ella.
MARCOS ZOTES Zotes
framdi ljósagjörning
á framhlið bókasafns
Columbia-háskóla
í New York í óþökk
yfirvalda skólans, sem
álitu ekki við hæfi að
nota bygginguna með
þessum hætti. Zotes
kom sér fyrir í byggingu
rétt hjá og vakti þannig
athygli vegfaranda á
togstreitunni um þetta
tiltekna rými.
MYND/BERNARDO GARCIA
1. RAFMÖGNUÐ NÁTTÚRA Ljósainnsetning Zotes fyrir Vetrarhátíð var innblásin af höfuðskepnunum eldi, vatni, lofti og jörðu. Ásýnd Hallgrímskirkju breyttist þannig á degi hverjum þá fjóra daga sem innsetningin stóð
yfir. Myndina tók Jón Óskar Hauksson. 2. TÝR Gestir sem lögðu leið sína í varðskipið Tý á Menningarnótt sáu varðskipið sannarlega í nýju ljósi. 3. (E)MISSION Innblástur að þessu verki kom frá vangaveltum um eftirlits-
myndavélar. Zotes varpaði ljósi þegar vegfarendur gengu undir myndavél á Landsbankanum og vakti þannig athygli þeirra á því að fylgst væri með þeim. „Rýmið varð svið, leikhús,“ segir Zotes.
1 2
3