Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 78
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR54
BAKÞANKAR
Tinnu Rósar
Steinsdóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. bikkja, 6. í röð, 8. púka, 9. umrót,
11. frá, 12. þvílíkt, 14. kvk. nafn, 16.
skóli, 17. tunnu, 18. hætta, 20. stöðug
hreyfing, 21. faðmlag.
LÓÐRÉTT
1. líkamshluti, 3. slá, 4. eilífð, 5.
útdeildi, 7. líkamlegt afl, 10. sigti, 13.
knæpa, 15. eyðimörk, 16. dá, 19.
nudd.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. dróg, 6. áb, 8. ára, 9. los,
11. af, 12. slíkt, 14. maría, 16. ma, 17.
ámu, 18. ógn, 20. ið, 21. knús.
LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. rá, 4. óratími, 5.
gaf, 7. bolmagn, 10. sía, 13. krá, 15.
auðn, 16. mók, 19. nú
Rútur frá
Bílastöð-
inni hér!
Sæll
Rútur,
hvernig
gengur
með
bílinn
minn?
Frábærlega!
Búinn
að prufa
rafmagnið og
allt lítur vel út!
Gott að
heyra!
Hvenær
get ég náð
í hann?
Jahh...
eftir tvo,
þrjá daga
kannski!
Nú?
Svona
langan
tíma?
Ég verð að ná að
keyra hann heim
aftur!
Ég veit ekki
með þig...
...en þegar Palli fer í mennta-
skóla held ég að ég muni
ekki þjást af miklum
einmanaleika.
Er klukkan
virkilega bara
18.00?
AÐALFUNDUR
STRIPLINGA-
FÉLAGSINS
Umfjöllunarefni kvöldsins
er hvar í við eigum
að geyma veskin okkar
og lyklana.
Solla, ertu
tilbúin?
Næstum
því!
Eða
næstum því
næstum því.
UMDEILDIR
PISTLAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuupp-
skriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu
og velja jólagjafir handa nánustu vinum og
aðstandendum.
EINHVERRA hluta vegna hefur það bland-
ast í jólaundirbúninginn hjá sumum að
koma sér „í kjólinn fyrir jólin“. Það hef ég
aldrei skilið. Eru jólin ekki einmitt annál-
uð fitunarhátíð? Til hvers að hamast við að
koma sér í kjólinn fyrir jólin til þess eins
að passa ekki í hann eftir jólin? Er þá ekki
bara betra að fara í megrun í janúar?
EF FRÁ er talinn boðskapurinn um Jesú og
gæðastundir með fjölskyldunni er matur-
inn uppáhaldsatriðið mitt við jólahátíðina.
Ég bjó til að mynda í Austurríki ein jólin
og fékk pylsusúpu í matinn á aðfangadags-
kvöld. Það þótti mér ekki skemmtilegt.
FYRIR þá sem er mjög umhugað um lín-
urnar er ég þó með nokkur góð ráð til
að geta leyft sér hluti yfir hátíðarn-
ar (og reyndar alltaf) án þess þó að
missa allt niðrum sig.
1. Borðaðu standandi. Þannig sest fitan
á ökklana en ekki rassinn og það er
öllum sama þó þú sért með svera ökkla.
2. Borðaðu nóg af ís. Líkaminn eyðir
svo mikilli orku í að hita sig upp á
móti kuldanum að þú grennist.
3. Það tekur tólf mínútur fyrir líkamann að átta
sig á því að hann sé saddur. Fáðu þér því bita á
tólf mínútna fresti.
4. Allt sem er borðað í veislum er ekki fitandi svo
nýttu þér þau tilfelli vel. (Það sama á reyndar við
um það sem er borðað í útlöndum, svona upp á
seinni tíma.)
FYRIR þá sem hafa verið að huga að leið-
um til að borða eins mikið og þeir geta yfir
hátíðarnar er ég líka með nokkur gullin
ráð.
1. Stattu upp þegar þú ert orðin of södd/saddur.
Þá dettur maturinn niður og þú getur borðað
meira.
2. Borðaðu ís þegar þú ert orðin of södd/saddur
– já, aftur. Kuldinn í ísnum gerir það nefnilega
líka að verkum að meltingin vinnur hraðar og þú
getur þar af leiðandi borðað meira.
3. Borðaðu hratt og innbyrtu sem mest á fyrstu
tólf mínútunum, áður en líkaminn áttar sig á að
hann sé saddur.
ÞAÐ eru 11 aðrir mánuðir í árinu þar
sem hægt er að hafa áhyggjur af línunum.
Gefum okkur frí í einn mánuð á ári (eða
tvo ef þið eruð byrjuð að baka smákökur
eins og ég). Ég ætla í það minnsta að gera
vel við mig í mat og drykk þessi jólin, eins
og reyndar flest önnur. Ég kaupi mér þá
bara stærri kjól!
Í stærri kjól fyrir jól?