Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 96

Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 96
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR72 sport@frettabladid.is Titilbaráttan í Formúlu 1 LDB MALMÖ getur í dag orðið sænskur meistari í knattspyrnu en þá fer fram lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir leika með Malmö sem getur í dag unnið meistaratitilinn þriðja árið í röð. Liðið mætir Tyresö, sem er þremur stigum á eftir í öðru sæti, og dugir jafntefli til að tryggja titilinn. HANDBOLTI Aron Pálmarsson fór á kostum í sigrinum á Hvít-Rússum á miðvikudagskvöldið og þessi 22 ára strákur er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti meðal lykilmanna íslenska handboltalandsliðsins. Það er því athyglisvert að skoða hvað þrír markahæstu leikmenn hand- boltalandsliðsins frá upphafi og þjálfari hans hjá Kiel, Alfreð Gísla- son, voru búnir að afreka á sama aldri. Á fjórða ári í atvinnumennsku Aron er nýbyrjaður á sínu fjórða tímabili í atvinnumennsku með einu allra besta liði í heimi, Kiel frá Þýskalandi. Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru allir mun seinna í atvinnumennsku en það verður þó að taka inn í að aðstæður í dag eru allt aðrar en þær voru á þeim tíma. Aron er þegar búinn að skora 101 mark á þessu ári, mun meira en hinir gerðu á sama aldri, og þá er hann einnig búinn að slá þeim við með því að vinna sjö stóra titla með Kiel, taka þátt í fjórum stórmótum og vera valinn í úrvalslið á stórmóti. Það tók hina mörg ár í viðbót að fá slíkt á afrekaskrána hjá sér. Hvað gerðu hinir fjórir? Kristján Arason varð 22 ára í júlí 1983 en vorið eftir vann hann sinn fyrsta stóra titil þegar FH-ingar urðu Íslandsmeistarar. Kristján fór út í atvinnumennsku tveimur árum síðar þegar hann samdi við þýska liðið Hameln. Kristján var á þessum tíma orð- inn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu, en eftir 22. aldurs árið var hann kominn með 225 mörk í 49 landsleikjum, eða 4,6 mörk í leik. Kristján fór hins vegar ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en ári síðar, þegar íslenska landsliðið náði sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Ange- les. Íslenska landsliðið spilaði ekki á stórmóti fyrstu fjögur ár Kristjáns í landsliðinu. Alfreð Gíslason varð 22 ára í september 1981, en þá var hann að spila með KR í íslensku deildinni. Alfreð gerðist fyrst atvinnumaður tveimur árum síðar, þegar hann samdi við þýska liðið Tusem Essen, og ári síðan tók hann þátt í fyrsta stórmótinu með íslenska landsliðinu þegar það fór á Ólympíuleikana í Los Angeles. Ólafur Stefánsson varð 22 ára í júlí 1995, þá sem leikmaður Vals. Hann átti eftir að spila eitt tímabil í viðbót með Val áður en hann varð atvinnumaður hjá þýska b-deildarfélaginu Wuppertal. Ólafur var þarna búinn að vinna 5 af 6 stórum titlum sínum með Val. Ólafur tók einnig þátt í sínu fyrsta stórmóti 22 ára gamall þegar hann var með á HM á Íslandi. Guðjón Valur Sigurðsson varð 22 ára í ágúst 2001 þegar hann var að hefja atvinnumannaferil sinn hjá TUSEM Essen. Hann var þarna búinn að spila á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og var búinn að vinna sér fast sæti í stöðu vinstri hornamanns. Hér fyrir ofan má sjá samanburð á afrekum Arons og fyrrnefndra goðsagna þegar þeir voru allir 22 ára gamlir. ooj@frettabladid.is Skrefi á undan þeim bestu Hvað voru Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson búnir að gera á sama aldri og Aron Pálmarsson? Fréttablaðið ber Aron saman við fjórar af fræknustu hetjum handboltalandsliðsins frá upphafi. Alfreð Gíslason KR 1981 FÆDDUR 7. SEPTEMBER 1959 17 MÖRK 22. ALDURSÁRIÐ Í LANDSLIÐINU ENGINN STÓR TITILL EKKERT STÓRMÓT EKKI FARINN Í ATVINNUM FÓR 1983 Kristján Arason FH 1983 FÆDDUR 23. JÚLÍ 1961 75 MÖRK 22. ALDURSÁRIÐ Í LANDSLIÐINU ENGINN STÓR TITILL EKKERT STÓRMÓT EKKI FARINN Í ATVINNU- MENNSKU FÓR 1985 Ólafur Stefánsson Valur 1995 FÆDDUR 3. JÚLÍ 1973 73 MÖRK 22. ALDURSÁRIÐ Í LANDSLIÐINU FIMM STÓRIR TITLAR ALLIR MEÐ VAL EITT STÓRMÓT HM 1995 EKKI FARINN Í ATVINNU- MENNSKU FÓR 1996 Guðjón Valur Sig- urðsson Essen 2001 FÆDDUR 8. ÁGÚST 1979 73 MÖRK 22. ALDURSÁRIÐ Í LANDSLIÐINU ENGINN STÓR TITILL TVÖ STÓRMÓT EM 2000 OG HM 2001 FYRSTA ÁR Í ATVINNU- MENNSKU FÓR 2001 Aron Pálmarsson Kiel 2012 Hvað voru þeir að gera þegar þeir voru 22 ára gamlir? FÆDDUR 19. JÚLÍ 1990 101 MARK 22. ALDURSÁRIÐ Í LANDSLIÐINU SJÖ STÓRIR TITLAR ALLIR MEÐ KIEL FJÖGUR STÓRMÓT EM 2010, HM 2011, EM 2012 OG ÓL 2012 ÞRJÚ ÁR Í ATVINNUMENNSKU FÓR 2009 FORMÚLA 1 Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikil- vægur fyrir framvindu heimsmeist- aratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forskot á Fern- ando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tíma- bilinu. Alonso hefur ekki tekist að skáka Vettel í brautinni í síðustu mótum. Vilji Alonso eiga mögu- leika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig sem gerir honum síð- ustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mót- unum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir,“ sagði Vettel. - bþh Alonso þarf að vinna Vettel í Abu Dhabi: Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum Alonso Vettel 227 Stig 240 3 Sigrar 5 10 Verðlaunasæti 8 2 Ráspólar 5 0 Hröðustu hringir 4 2 Meistaratitlar 2 13 Stigastaðan í meistaramótinu þegar þrjú mót eru eftir Heimsmeistarakeppni ökumanna 1. Sebastian Vettel 240 2. Fernando Alonso 227 3. Kimi Räikkönen 173 4. Mark Webber 167 5. Lewis Hamilton 165 Heimsmeistarakeppni bílasmiða 1. Red Bull 407 2. Ferrari 316 3. McLaren 306 Búnir að stinga af Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso hafa stungið keppinauta sína af í heimsmeistarabar- áttunni. Red Bull er sömuleiðis langt á undan Ferrari í titilslag bílasmiða. STIG SKILJA ÞÁ AÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.