Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 102
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR78
PERSÓNAN
Trommuleikarinn Orri Páll Dýrason og
eiginkona hans Lukka Sigurðardóttir voru
við það að eignast sitt annað barn saman
þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær.
Lukka var sett á síðasta mánudag en
seinnipartinn í gær var barnið ekki
enn komið í heiminn. Þrátt fyrir þessa
óvissu ætlar Orri Páll að spila á tónleik-
unum annað kvöld. Eina spurningin
er hvort hann verður orðinn nýbak-
aður faðir eða ekki.
SIGUR RÓSAR-BARN AÐ
KOMA Í HEIMINN
Sigur Rós spilar á sínum fyrstu tón-
leikum á Íslandi í fjögur ár annað
kvöld. Þeir verða haldnir í Nýju
Laugardalshöllinni fyrir framan
um sjö þúsund manns og eru hluti
af Iceland Airwaves-hátíðinni.
Þetta verða jafnframt fyrstu tón-
leikar Sigur Rósar á hátíðinni í
ellefu ár, eða síðan þeir spiluðu í
Listasafni Reykjavíkur 2001.
Tónleikarnir leggjast að vonum
vel í bassaleikarann Georg Hólm
en hljómsveitin leggur mikið upp
úr því að öll umgjörð og annað slíkt
verði hundrað prósent í Höllinni.
„Við erum orðnir mjög stressaðir.
Það er alltaf öðruvísi að spila hér
heima fyrir framan fólk sem við
þekkjum. Við viljum að allt gangi
upp,“ segir Georg.
Skrítið án Kjartans
Sigur Rós hefur verið á tónleika-
ferðalagi vítt og breitt um heim-
inn til að kynna sína nýjustu
plötu, Valtara. Aðspurður hvaða
staður hafi verið eftirminnileg-
astur á bassaleikarinn erfitt með
að nefna einhvern einn, enda lík-
ast til heimsótt þá alla mörgum
sinnum áður, en nefnir þó San
Francisco. Hann segir að erlend-
ir tónleikagestir hafi tekið vel í
nýju lögin. „Tónleikaferðin hefur
gengið mjög vel. Við höfum ekk-
ert endilega verið að taka öll lögin
af nýju plötunni því það er erfitt
að spila sum þeirra á tónleikum.
Við höfum meira verið að blanda
þeim saman við gömlu lögin og
það hefur gengið vel.“
Hljómborðsleikarinn Kjartan
Sveinsson hefur verið fjarri góðu
gamni í tónleikaferðinni og verður
hann ekki með í Höllinni. Georg
viðurkennir að það hafi verið
skrítið að vera án hans og þeir
hafi saknað hans til að byrja með.
„Orri [Páll Dýrason trommari]
talaði um að það hefði þurft tvo til
að koma í staðinn fyrir hann því
hann er vanur að spila á svo mörg
hljóðfæri á tónleikunum. Þetta
var skrítið í fyrstu en svo vandist
þetta og er búið að vera fínt.“
Hreifst af Labeouf-myndbandi
Sigur Rós bryddaði upp á þeirri
nýjung í vor að leyfa hinum ýmsu
leikstjórum að gera myndbönd við
lögin af Valtara án þess að hljóm-
sveitin sjálfi kæmi nokkuð að verk-
efninu. Eftirminnilegt er mynd-
bandið við Fjögur píanó þar sem
Hollywood-leikarinn Shia Labeouf
var allsnakinn. Georg Hólm var
einmitt sérstaklega ánægður með
það myndband og horfði á það
þrisvar sinnum í röð þegar hann
fékk það fyrst sent til sín. „Það
er skrítið að láta þetta verkefni
algjörlega í hendurnar á einhverj-
um öðrum en þetta kom mjög vel út
og það er óskandi að fleiri myndu
prófa svona lagað í framtíðinni.“
Stefnubreyting hjá Sigur Rós
Hljómsveitin hefur eitthvað verið í
hljóðveri að undanförnu og Georg
býst við því að glænýtt lag verði
frumflutt í Höllinni. Aðspurður
hvernig nýja efnið hljómi segir
hann að um algjöra stefnubreyt-
ingu sé að ræða en vill ekkert gefa
upp um hvort Sigur Rós sé að breyt-
ast í polkasveit eður ei. „Við erum
í þannig stuði núna að við viljum
halda áfram að taka upp og gera
eitthvað skemmtilegt.“
Eftir tónleikana í Höllinni
ferðast Sigur Rós til Ástralíu, Taív-
an, Singapúr og Malasíu. Á næsta
ári fer sveitin í Evróputúr og nú
þegar er uppselt á þrenna tónleika
í Brixton Academy í London. Um
fimm þúsund gestir komast fyrir
á þessum þekkta tónleikastað. Enn
eru einhverjir miðar eftir á tón-
leikana á sunnudaginn og fást þeir
á síðunni Midi.is.
freyr@frettabladid.is
Stressaðir að spila loksins
fyrir íslenska tónleikagesti
SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós á tónleikum á Berlín Festival fyrr á árinu. Fyrstu tónleikarnir á Íslandi í fjögur ár verða annað kvöld.
„Þeir komu um tvöleytið í nótt, brutu gler
í hurðinni, sem átti að vera óbrjótanlegt,
hoppuðu inn og hlupu beint að dýrustu flík-
unum í versluninni. Á myndbandsupptök-
um sjást þeir svo troða úlpunum í gegnum
gatið á hurðinni og einhverjar hafa greini-
lega skemmst í leiðinni því það fannst loð
af krögunum í gatinu,“ segir Dagný Guð-
mundsdóttir framkvæmdastjóri Cintamani.
Þrjátíu úlpum var stolið úr verslun Cinta-
mani við Austurhraun í Garðabæ aðfaranótt
föstudags.
Að sögn Dagnýjar var auðsætt að þjóf-
arnir höfðu skipulagt ránið vel því þeir voru
ekki nema tvær mínútur að athafna sig.
„Þeir vissu upp á hár hvað þeir voru að gera
og voru vel græjaðir. Á upptökunum sjást
þeir hlaupa beint að dýrustu flíkunum og
þeir vissu líka á hvaða rekka dýrustu úlp-
urnar í karladeildinni var að finna,“ segir
Dagný.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er
inn í verslun fyrirtækisins í Garðabæ og
segist Dagný ekki bjartsýn á að vörurnar
eða þjófarnir finnist.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er
inn í verslunina og þess vegna höfðum við
keypt dýrustu þjófavarnagræjurnar; dýr-
asta glerið, upptökutækin og ljósin. Það eina
sem við gætum mögulega bætt við væru
fangelsisrimlar fyrir gluggana,“ segir hún
að lokum. - sm
Þaulvanir þjófar stálu úlpum
INNBROT Brotist var inn í verslun Cintamani í Garðabæ.
Dagný Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir
þjófana hafa verið vel skipulagða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Atli Viðar Þorsteinsson
Aldur: 29 ára.
Starf: Fram-
leiðandi og
plötusnúður.
Fjölskylda:
Í sambúð og
barnlaus.
Foreldrar:
Þorsteinn
Antonsson
rithöfundur og
María Anna
Þorsteinsdóttir kennari.
Búseta: 101.
Stjörnumerki: Meyja.
Myndband Atla Viðars og Helga Jóhanns-
sonar við lagið What Are You Waiting for
með Diktu keppir í tónlistarmyndbanda-
keppninni Protoclip.
Graníthúsið Hafnarfirði
www.granithusid.is
Sími: 5445100
Helluhrauni 12
Hafnarfirði
Útsala
Útsala á granítflísum og
völdum granít borðplötum
Frábært verð