Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 24

Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 24
Gísli Pálmi er einn heitasti ungi rappari landsins, ef ekki sá allrahei- tasti. Hann spilaði á Þýska barnum á Airwaves-hátíðinni þar sem hann reif upp stemninguna að mati gagn- rýnanda Fréttablaðsins. „Það var allt vitlaust,“ sagði í dóminum. „Það sem gerir Gísla Pálma svona vinsælan er sennilega fyrst og fremst hvað hann er orkumikill og skemmtilegur. Það er mikill húmor í sviðstöktunum hjá honum og textunum, sem fjalla oft um hann sjálfan.“ Aðspurður segist Gísli Pálmi vera mjög ánægður með tónleikana og þá stemningu sem myndaðist. „Þetta var klikkað, geðveikt. Sérstaklega miðað við hvað það voru margir útlendingar þarna og fólk sem hafði aldrei heyrt þetta áður. Það myndaðist þvílík stemning þarna.“ Meðal áheyrenda var Björk Guð- mundsdóttir og fleiri kunnir einstak- lingar. Það stressaði hann ekkert upp. „Ég frétti að það hefði verið mikið af fólki þarna og ég sá nokkra þegar ég labbaði inn. Þetta er bara heiður og gaman að því.“ Margir útsendarar frá erlendum plötufyrirtækjum mæta á Airwaves- hátíðina og segist Gísli hafa rætt við einn eða tvo en óvíst er hvort eitthvað komi út úr því. En hvernig er það, ertu heitasti rapparinn á landinu? „Ég veit það ekki, það er erfitt að segja frá því sjálfur en ég er með´etta.“ Töluvert er um að aðrir rapparar og tónlistarmenn hringi í Gísla Pálma og óski eftir samstarfi. „Það kemur mjög mikið fyrir að fólk úr öllum stéttum og stefnum reyni að koma í samstarf. Ég er opinn fyrir öllu en það væri meira komið af svoleiðis ef ég væri mjög „líbó“ á það. Ég er svolítið „pikkí“ og mér finnst fínt að gera þetta sjálfur.“ Gísli Pálmi er sonur athafnamanns- ins Sigurðar Gísla Pálmasonar, en hefur að eigin sögn ávallt unnið fyrir sínu og ekki notið fjárhagslega góðs af fjölskyldutengslum sínum. Hann hefur verið duglegur við að búa til myndbönd við lögin sín og setja á You- tube. Þar öðlaðist hann fyrst vinsældir með laginu Set mig í gang og því hlýt- ur myndbandagerðin að skipta hann töluverðu máli. „Ég leikstýri öllu en frændi minn og vinur, Árni Geir, sér um alla tæknina,“ segir hann. „Það er alltaf gaman að skoða tónlist ef það er myndband undir. Lagið verður ekkert endilega betra en það er einhver fíl- ingur við þetta.“ Áttu einhverja áhrifavalda í tónlist- inni? „Það eru engin sérstök nöfn en ég hlusta mjög mikið á alls konar tón- list. Að mestu leyti hip hop, dubstep og smá elektróník.“ Gísli Pálmi er duglegur við að fara úr að ofan á tónleikum, sem er kannski ekki skrítið enda vel „köttaður“ og með nóg af húðflúrum á líkamanum. „Ég er oftast rifinn úr að ofan eða þá grátbeðinn um það. Þetta er bara ein- hver fílingur. Þau vilja sjá kallinn. Ætli þetta komi ekki mikið frá Set mig í gang [myndbandinu].“ Aðspurður segir hann fyrstu plötuna ekki vera á leiðinni í bráð. „Það er ein- hver tími í það. Það verður alla vega ekki fyrir þessi jól,“ segir rapparinn, sem hefur aldrei skrifað undir plötu- samning. „Ég er bara á samningi hjá sjálfum mér og hjá lögreglunni líka.“ OFTAST RIFINN ÚR AÐ OFAN Gísli Pálmi er einn heitasti rapparinn á Íslandi. Hann þótti standa sig vel á hátíðinni Iceland Airwaves þar sem hann reif sig að sjálfsögðu úr að ofan. MEдETTA Gísli Pálmi segist eingöngu vera á samningi hjá sjálfum sér, og kannski lögreglunni líka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verslun fyrir jólin mun aukast sé miðað við í fyrra samkvæmt spá Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Við byggjum þá spá á því hvernig þróunin í verslun hefur verið á þessu ári,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður setursins. „Raunaukningin verður 2,5 pró- sent og velta í smásölu um 78 milljarðar.“ Íslendingar kaupa meira af raftækjum en undanfarin ár og segir Emil það líkast til vegna þess að þar sé endurnýjunarþörf. „Húsgagnaverslun hefur hins vegar ekki náð sér á strik og enn er samdráttur í fataverslun en þar hefur verið leitt getum að því að sam- drátturinn skýrist af því að fólk kaupi mikið föt í útlöndum en þetta hefur samt ekki verið rannsakað,“ segir Emil. Jólaverslun verður meiri í ár en í fyrra Í dag er einn mánuður til jóla og ugglaust eru margir farnir að huga að jólaundirbúningi. Spáð er meiri eyðslu í ár en í fyrra. Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is 43.000 krónur Er það sem talið er að hver Íslendingur eyði að meðaltali til innkaupa sem rekja má til árstímans. Íslensk tónlist Er jólagjöf ársins að mati álitsgjafa Rannsóknar- seturs verslunarinnar sem undanfarin ár hafa talið spjaldtölvu, lopapeysu, jákvæða upplifun og íslenska hönnun sem jólagjafi r ársins. Milljón Eintök af nýútkomnum bókum seljast í nóvember og desember samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bókaútgefanda. 60.000 Jólatré munu seljast í ár og verða þar af tíu til tólf þúsund íslensk samkvæmt frétta skýringu sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum. 500.000 lítrar eða rífl ega það munu seljast af jólabjór í ár ef miðað er við sölutölur ÁTVR í fyrra og þróunina undanfarin ár. 24. nóvember 2012 LAUGARDAGURHELGIN Alma Jenný Guðmunds dóttir eigandi ferðaþjónustu Kvennaferð „Ég fer vestur í Stykkishólm – verð þar í félagsskap frá- bærra kvenna– jólaföndur og konukvöld á veitingastaðn- um við höfnina, Pakkhúsinu.“ Erling Jóhannesson leikari og hönnuður Merkisafmæli „Sonur minn á merkisafmæli á sunnudaginn, verður tíu ára, og helgin verður undir- lögð af því að fagna þeim tímamótum.“ Kjartan Henry Finnboga- son fótboltamaður í KR Á kosningaskrifstofu „Ég verð allan laugardaginn [í dag] á kosningaskrifstofu Sigurðar Sigurðssonar sem er að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.“ Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur Æfingabúðir Barmahlíðarkórsins „Þessi helgi lítur út fyrir að verða róleg í þeirri skæða- drífu upplestra sem nú gengur yfir vegna bókarinnar Stekk. Því hafði ég hugsað mér að fara á Eyrarbakka í æfingabúðir litla kórsins sem ég er í, Barmahlíðarkórs- ins.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.