Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 26
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Það var í rauninni ekkert flókið. Umræðan hafði komið upp og ég var búin að hugsa þetta. Ég veit ekki hvort ég hefði gert þetta fimmtán eða tuttugu árum fyrr, en það er svo margt sem hefur breyst í lífinu og kannski við- horf okkar um leið. Ég held líka að ég hefði séð eftir því síðar,“ segir Heið- björt Ingvarsdóttir, sem gaf öll líf- færi sonar síns í kjölfar hörmulegs slyss. Lögum breytt í kjölfar slyssins Sonur Heiðbjartar, Valberg Gunnars- son, lést árið 1997, þá tólf ára gamall. Drengurinn var að hjóla í skólann án hjálms og varð fyrir bíl. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést á gjör- gæslu þremur sólarhringum síðar. „Þetta var flokkað sem reiðhjóla- slys þar sem hann var á hjóli. Lög- gjöf um notkun reiðhjólahjálma fyrir fjórtán ára og yngri var sett í kjöl- far slyssins, en í sömu viku og sonur minn lést varð annar hjólandi dreng- ur á svipuðu reki einnig fyrir bíl og hann var hjálmlaus. Sá drengur lifði af, en hann fór mjög illa út úr slysinu. Þeir lágu saman á spítalanum eftir slysin.“ Heiðbjört furðar sig þó á aldurs- takmörkum laganna og finnst að eitt skuli yfir alla ganga. „Þessi lög eru frá árinu 1997 og hefur aldrei verið breytt. Þetta er nákvæmlega eins og að verða að festa barnið sitt í aftur- sæti á bíl en mega vera lausbeisluð sjálf. En hvað verður um barnið ef eitthvað kemur fyrir foreldrið?“ Heiðbjört ákvað að gefa öll nýt líf- færi úr syni sínum þegar ljóst var að hann kæmist ekki til meðvitund- ar. Þau voru öll flutt til Danmerkur. „Það var hægt að nota flest allt, en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið fór. Þetta hefur aldrei nokk- urn tímann vafist fyrir mér eftir að hann dó. Ég hef aldrei hugsað að ég eigi eitthvað þarna úti eða hluti af honum sé þar. Það er ekkert hægt að flækja hlutina svoleiðis, því einhvern tímann verður þessu að ljúka,“ segir hún. „En það er óskaplegt að missa barnið sitt. Og ég þekki til þess því systir mín hefur tvisvar sinnum misst sín börn í bílslysum. Ég horfði á þau fara illa út úr sorginni sem fylgdi þeim slysum og ákvað því að reyna allt sem ég gat til að komast í gegnum mína eigin. En svo auðvitað brotnar maður niður.“ Tók ákvörðunina strax Eftir að ljóst var að Valberg kæmist aldrei aftur til meðvitundar var hald- in kveðjustund á spítalanum fyrir hans nánustu. „Hann var aftengdur við vélarnar, en það var ljóst frá byrj- un að hann myndi annaðhvort deyja eða yrði aldrei heill. Hjúkrunarfræð- ingurinn kom til mín og sagði mér að ég yrði spurð hvort ég vildi gefa úr honum líffærin, en ég var búin að taka ákvörðunina áður en nokk- ur læknir nefndi það við mig,“ segir hún. „Svo ég ræddi það við barns- föður minn, pabba hans, og hann tók því vel, eins og öll fjölskyldan. Ef einhver hefði ekki getað hugsað sér þetta þá hefði ég sennilega ekki látið verða af því, en ég fékk fullkominn stuðning.“ Efast um að lögin breytist Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um svokallað „ætlað samþykki“ líf- færagjafa. Núverandi lög um líf- færagjafir gera ráð fyrir „ætlaðri neitun“, það er að einstaklingur þarf sérstaklega að taka fram að hann vilji verða líffæragjafi við and- lát sitt. Verði frumvarpið að lögum verða allir sjálfkrafa líffæragjaf- ar nema hinn látni hafi látið í ljós vilja sinn til hins gagnstæða, eins og segir í greinargerð frumvarps- ins. Neiti aðstandendur líffæragjöf við lát einstaklings skuli þó taka til- lit til þeirrar óskar. Skoðanir verður að virða „Ég varð mér úti um gjafakort þegar ég fór á spítalann og það einfald- aði hlutina mikið. Ég held að það sé fullt af fólki sem er búið að taka þá ákvörðun að það vill verða líffæra- gjafi, en hefur aldrei komið því í verk að koma því á framfæri. Það ætti að gera það einfaldara fyrir fólk, annað- hvort með því að senda kortin heim til allra eða auðvelda ferlið á netinu með einu klikki,“ segir hún og bætir við að hún efist um að frumvarpið verði samþykkt á þinginu. „Það er í raun svo margt sem spil- ar inn í. Til dæmis trúarbrögð, sumir líta á þetta sem guðlast, og það verð- um við líka að virða. Ég held að það sé ekki hægt að láta fólk taka svona ákvarðanir með lögum. Hver og einn verður að finna sína leið.“ Gaf öll líffæri 12 ára sonar síns Heiðbjört Ingvarsdóttir missti son sinn í reiðhjólaslysi árið 1997. Hún ákvað strax að gefa úr honum öll líffæri og hefur ekki séð eftir því síðan. Hún segir að nauðsynlegt sé að virða ólíkar skoðanir fólks og efast um að lög um „ætlað samþykki“ verði að veruleika en vill einfalda kerfið um líffæragjafir. Systir hennar hafði misst tvö börn í bílslysum mörgum árum fyrr. ÓSKAPLEGT AÐ MISSA BARNIÐ SITT Heiðbjört þurfti ekki að hugsa sig lengi um áður en hún ákvað að gefa öll líffæri tólf ára sonar síns sem varð fyrir bíl og lést þremur sólarhringum síðar. Hún fékk fullan stuðning fjölskyldu sinnar, en systir Heiðbjartar hafði misst tvö börn í jafnmörgum bílslysum mörgum árum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÍBS stendur nú fyrir átakinu „Ég vil gefa“ sem á að hvetja til sam- ræðna um mikilvægi líffæragjafa. Markmiðið er að fólk segi sínum nánustu aðstandendum að þeir vilji gerast líffæragjafar eftir dauða sinn, en oft sitja ástvinir uppi með það hlutverk að taka slíka ákvörðun í skugga áfalls. Hægt er að skrá sig á Facebook-síðu SÍBS, en þá deilist á vegg við- komandi notanda að hann vilji gerast líffæragjafi. Samtökin berjast einnig fyrir því að lögum um líffæragjafir verði breytt, eða að „ætlað samþykki“ verði samþykkt. Segja ástvinum frá á Facebook „Í íslenskum lögum er gert ráð fyrir „ætlaðri neitun“ og þarf því að afla samþykkis náinna ættingja við líffæragjafir, oft ættingja sem vita ekki hug einstaklingsins sem í hlut á. Flutningsmenn telja réttara að fara sömu leið og farin er í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og fleiri löndum þar sem gert er ráð fyrir „ætluðu samþykki“ einstaklinga fyrir líffæra- gjöf en neiti aðstandendur líffæragjöf við lát einstaklings er þó tekið tillit til þeirrar óskar. Flutningsmenn leggja ekki til að gengið verði eins langt og í Austurríki og Belgíu þar sem ættingjar geta ekki haft nein áhrif á hvort líffæri er tekið úr einstaklingi eða ekki. Rannsóknir sýna að nær undantekningarlaust virða ættingjar ósk einstaklinga um líffæragjafir, þ.e. að líf- færi er gefið ef hinn látni hefur viljað gefa líffæri eða hefur ekki sett sig upp á móti því svo vitað sé. „Ætlað samþykki“ fyrir líf- færagjöf mun því auðvelda ákvarðanatöku aðstandenda. Hugmyndin um ætlað samþykki byggist á þeirri forsendu að líffæragjafinn sé fullorðin manneskja sem sé til þess bær að taka ákvarðanir um eigið líf og limi og geti því andmælt ætluðu samþykki. Því telja flutnings- menn að við vinnu að frumvarpi um ætlað samþykki við líffæragjafir skuli taka sérstakt tillit til einstaklinga sem vegna ungs aldurs, veik- inda, fötlunar, geðsjúkdóma eða af öðrum ástæðum eru ófærir um að andmæla líffæragjöf eða gera sér grein fyrir því hvað í henni felst.“ Úr greinargerð þingsályktunartillögu átján þingmanna úr öllum þingflokkum um breytingar á lögum um líffæragjafir. Ættingjar virða óskir um líffæragjafir ➜ „Flutningsmenn telja réttara að fara sömu leið og farin er í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og fleiri löndum þar sem gert er ráð fyrir „ætluðu samþykki“ einstaklinga fyrir líffæra- gjöf en neiti aðstandendur líffæra- gjöf við lát einstaklings er þó tekið tillit til þeirrar óskar.“ Þetta hefur aldrei nokkurn tímann vafist fyrir mér eftir að hann dó. Ég hef aldrei hugsað að ég eigi eitthvað þarna úti eða hluti af honum sé þar. Það er ekkert hægt að flækja hlutina svoleiðis, því einhvern tímann verður þessu að ljúka. 300 Íslendingar hafa fengið nýtt líff æri frá því að líff æraígræðslur hófust fyrir rúmum fj órum áratugum. TÆPLEGA Á Íslandi neita að- standendur líff æragjöf í 40% tilfella 40% líff æraþeganna eru á lífi í dag 70% 80-90% fólks vill gefa líff æri samkvæmt bæði íslenskum og erlendum könnunum Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.