Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 30

Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 30
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Orkufyrirtæki á Íslandi hafa sett gríðarlega peninga í virkjanir síðari ár auk þess sem jarðvarmavísinda-þekking Íslendinga er í útrás. Íslenskt hugvit verður t.a.m. notað í glænýju verkefni í sigdalnum mikla í Austur-Afríku. Eigi að síður stendur þessi nýlega raforkustefna, sem talin hefur verið grænni og sjálfbærari en sumar fallvatnsvirkjanir, frammi fyrir veigamiklum spurningum. Hellisheiðarvirkjun, Nesjavalla- virkjun, Reykjanesvirkjun, Svarts- engi og Krafla framleiða mesta raforku jarðvarmavirkjana hér á landi. Fyrir tíma Hellisheiðar- virkjunar fór lítið fyrir gagnrýni. Þegar loftgæði íbúa fóru að skerð- ast og jarðskjálftavirkni fylgdi í kjölfarið kom nýtt hljóð í strokkinn. Þær spurningar hafa orðið áleitn- ari hvort nýting náttúrusvæða til virkjana sé endilega hagkvæm- asta nýtingin þegar tekið er mið af rétti íbúa til hreins lofts, útivist- ar, upplifunar af óspjallaðri nátt- úru og ferðamennsku. Kannanir sýna að langflestir erlendir ferða- menn koma hingað vegna náttúru- upplifunar. Í nýlegri skýrslu McKinsey & Company er bent á að arðsemi íslenskra fyrirtækja sé lökust í orkugeiranum. Gagnrýni að undan- förnu beinist því einkum að tvennu í virkjanastefnu Íslendinga. Annars vegar lítilli arðsemi en hins vegar umhverfisáhrifum. Nú síðast vekur aukning brennisteinsvetnis í and- rúmslofti spurningar. Ófyrirséður vandi Þegar gert var umhverfismat fyrir Hellisheiðarvirkjun sáu fræðimenn ekki fyrir þau vandkvæði sem síðar áttu eftir að skapast. Brennisteins- vetni losnar úr læðingi við borun á háhitasvæðum og standa tilraunir yfir með dælingu brennisteins- vetnis aftur niður á mikið dýpi. Sú leið kostar mun minni fjármuni en flestar aðrar. Ef niðurdæling reyn- ist ekki varanleg og vel heppnuð lausn þarf að urða brennistein með miklum kostnaði og vandamálum sem af því skapast, eins og segir í lokaverkefni Egils Skúlasonar, hjá viðskipta- og raunvísindadeild HÍ, um förgun á brennisteinsvetni úr útblæstri jarðvarmavirkjana. 5.490 tonn Framkvæmdir við jarðvinnu vegna Bjarnarflagsvirkjunar hóf- ust 3. október. Fyrr um haustið gaf Skútustaðahreppur Landsvirkjun grænt ljós á að hefja undirbúnings- vinnu. Landvernd hefur gagnrýnt þá ákvörðun sveitarstjórnar harð- lega og stendur yfir undirskrifta- söfnun þar sem þess er krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar. Í nýjum endurskoðuðum tölum frá Landsvirkjun er áætlað að losun brennisteinsvetnis verði árlega 5.490 tonn fyrir 90 megavatta virkj- un í Bjarnarflagi. Mývatns sveit er ekki bara fjölsótt ferðamanna- paradís heldur eru tveir byggðar- kjarnar innan við fjóra kílómetra frá fyrir hugaðri Bjarnarflags- virkjun; Vogar og Reykjahlíðar- þorp. Samkvæmt rannsókn Hanne Krage Carlsen, doktorsnema í lýð- heilsuvísindum við Háskóla Íslands, um tengsl brennisteinsmengunar og sölu á astmalyfjum, sem birt- ist í alþjóðlega vísindatímaritinu Environ mental Research fyrr á þessu ári, eykst sala á astma lyfjum þegar mikil brennisteins mengun mælist á höfuðborgar svæðinu. Í viðtali við Stöð 2 sagði Hanne Krage að sala á lyfjunum ykist um 5-10% á höfuðborgarsvæðinu þá daga sem brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun færi yfir mörk. 55 dagar á ári Umhverfisstofnun komst í fyrra að þeirri niðurstöðu, í áliti sem sent var Skútustaðahreppi vegna deili- skipulags Bjarnarflags virkjunar, að Landsvirkjun væri skylt að hreinsa útblástur í Bjarnarflagi vegna brennisteinsvetnis. Vitnað er til greinargerðar með skipulag- inu þar sem fram kemur að 15% líkur séu á að „hlaupandi sólar- hrings meðalstyrkur brennisteins- vetnis“ fari yfir heilsuverndarmörk í Reykjahlíð, 50 míkrógrömm á rúmmetra. Ef það gengur eftir má búast við að styrkur brennisteins- vetnis fari yfir heilsuverndarmörk 55 daga á ári í nágrenni virkjunar- innar. Samkvæmt reglugerð er aðeins leyfilegt að fara fimm daga á ári yfir mörkin og aðeins til 1. júlí árið 2014. Eftir það verður ekki leyfilegt að fara yfir mörkin án frekari undanþágu. „Umhverfis- stofnun fær því ekki séð að hægt sé að byggja Bjarnarflags virkjun nema gert sé ráð fyrir því frá upp- hafi að brennisteinsvetni sé hreins- að með útblæstri,“ segir í áliti stofnunarinnar. Kallar á nýja hugsun Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra, Alfreð Schiöth, segir að vísbendingar hafi á undanförnum árum komið fram um að sú orka sem áður var talin græn og sjálf- bær sé það ef til vill ekki. „Það þarf að hugsa þetta allt upp á nýtt,“ segir Alfreð. Hann segir að tæknin sé ung, athuganir af skorn- um skammti og bregðast þurfi við með auknum rannsóknum og fyrir- byggjandi aðgerðum. Ekki dugi að „ana út í óvissuna“ eins og hann orðar það. Heilbrigðisfulltrúinn segir sérstakt áhyggjuefni að við mat á umhverfisáhrifum Hellis- heiðarvirkjunar og einnig á Suður- nesjum hafi enginn séð fyrir þau vandamál sem síðan hafi komið upp. Samt séu aðeins örfá ár síðan umhverfismat var gert á þeim virkjunum. Um Bjarnarflag segir Alfreð að þótt Landsvirkjun hafi horft til niðurdælingar í Mývatnssveit til að minnka áhrif brennisteins- vetnis í andrúmslofti hafi fyrir- tækið ekki enn sýnt fram á raun- hæfar mótvægisaðgerðir sem útiloka skaða. Óheppilegt sé að óvissa ríki um jarðvarma virkjanir á ýmsum vígstöðvum á sama tíma og Landsvirkjun hafi óskað eftir að gildistöku reglugerðar um mengunar mörk verði frestað. Erindi þess efnis er nú til skoðunar hjá Umhverfisráðuneytinu. „Ég held að allir sem koma að málinu fyrir hönd opinberra stofn- ana geri sér grein fyrir því að við mikinn vanda er að etja,“ segir Alfreð. Spurningum ekki svarað Við vinnslu fréttaskýringarinnar voru Landsvirkjun sendar ýmsar spurningar, til dæmis um fyrir- hugaðan kostnað við mengunar- varnir í Bjarnarflagi, sjálfbærni, hugsanlega skaðabótaskyldu og fleira. Landsvirkjun svaraði engri spurningu með beinum hætti held- ur sendi til upplýsinga greinargerð sem unnin var fyrir nefndasvið Alþingis í haust. Þar segir að komið hafi fram efasemdir um að nægi- lega vel hafi verið fjallað um áhrif af affallsvatni virkjunar á volga jarðvatnsstrauminn til Mývatns og hugsanlegar afleiðingar af breyt- ingum sem virkjunin gæti valdið á Mengunarvarnir óleystur vandi 5.500 tonn af brennisteinsvetni munu árlega losna úr læðingi þegar 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi verður komin á fullt. Rannsóknir sýna að magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti gæti án öflugra mótvægisaðgerða farið 55 daga á ári yfir heilsuverndarmörk í Reykjahlíð. Ýmis vandamál virðast óleyst og margt er á huldu um kostnað við mengunarvarnir. 5.500 TONN af brennisteins- vetni munu losna árlega úr læðingi frá 90 MV Bjarnarflags- virkjun. 55 DAGA yfir heilsuverndarmörk í Reykjahlíð.Gæti farið 1969 fyrsta jarðvarmavirkjun landsins í Bjarnarflagi. þéttar byggðir innan við kílómetra frá fyrirhugaðri virkjun.2 4 Reykjahlíðarskóli stendur kílómetra frá Bjarnarflagi. 2,8 BORHOLA Borhola í Bjarnarflagi. Endurskoðuð spá Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að 5.490 tonn af brennisteinsvetni verði losuð árlega vegna Bjarnarflagsvirkjunar. Beisla þarf þá mengun því lofttegundin er stórhættuleg. MYND/BJÖRN Þ. En þótt þetta sé áskorun er ekki ástæða til að ætla að þetta viðfangs- efni setji strik í fyrirætl- anir okkar um nýtingu jarðhitans. Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku ➜ Rammaáætlun var tilraun til að koma á sátt um vernd eða nýtingu orkuríkra náttúrusvæða en deilt er um röðun áætlunarinnar í verndar, bið- og nýtingarflokka. Fyrsta jarðvarmavirkjun landsins var gerð í Bjarnar- flagi í Mývatnssveit árið 1969, um þrjú megavött, en virkjunin er jafnframt sú minnsta í eigu Landsvirkjunar. Nýting jarðhita, ekki síst hitaveitu sem kyndir híbýli meir en 90% landsmanna, hefur skipt sköpum um aukin lífsgæði Íslendinga en rafmagnsframleiðsla fyrir stóriðju hefur hins vegar lengi verið umdeild. Risu mótmæli hæst vegna þeirra miklu breytinga á náttúruna sem Kárahnjúkavirkjun orsakaði. ➜ Landsvirkjun stefnir að nýrri virkjun í Bjarnarflagi sem verður þrjátíu sinnum aflmeiri en gamla virkjunin. Tíu fulltrúar af tólf í verkefnisstjórn um rammaáætlun greiddu atkvæði með því að setja Bjarnarflag í virkjana- flokk en sá stuðningur er meðal annars byggður á því að umhverfismat vegna virkjunarinnar fór athugasemdalítið í gegnum kerfið á sínum tíma. Þeir sem efast um kosti stóriðju benda á að matið sé tíu ára gamalt og vilja að fram fari nýtt umhverfismat þar sem fleiri mælikvarðar séu teknir með í reikninginn. Ekki sátt um rammaáætlun Framhald á síðu 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.