Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 34

Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 34
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 ERFUM ÁFÖLL „Eitthvað sem amma okkar varð fyrir hefur bein líffræði- leg áhrif á líf okkar.“ Mig langaði að vita hvort ég gæti skr i fað ská ld -sögu, maður veit aldrei hvað maður getur nema að prófa. Fannst það bara óskaplega skemmtilegt en ekki eins ólíkt því sem ég hef verið að gera og ég hélt. Fyrir mér er eini munurinn á því að skrifa skáldsögu og smásögu að maður fær lengri tíma með persón unum og tengist þeim betur. Að öðru leyti fannst mér það ekk- ert svo ólíkt.“ Aðalpersónan, Jenna, er mjög týp- ísk fyrir þínar persónur, þessi unga kona sem virðist eyða lífinu í sjálfs- eyðingarhvöt. „Ja, sjálfseyðingar- hvöt, ég veit það ekki. Jenna er í rauninni buguð af sjálfsbjargar- viðleitni. Hún er bara að reyna að komast af, reyna að lifa eins og fólk gerir. Hluti af því eru lygar og afneitun eins og er svo algengt en fyrir hana hefur það á einhverj- um tímapunkti í lífinu orðið nauð- syn. Stundum er það nauðsynlegt að afneita sannleikanum og sjálfum sér að einhverju leyti, bara til þess að meika það. Hjá Jennu hefur þetta snúist upp í sjálfseyðingu, sem gerist auðvitað oft, sjálfsbjargarmekanismar okkar snúast í höndunum á okkur eins og til dæmis með áfengið. Maður byrj- ar að drekka af því þá líður manni betur en að lokum er það svo áfeng- ið sem eyðir manni. Einn þráð- ur í bókinni snýst einmitt um það hvernig varnir okkar snúast í hönd- unum á okkur.“ Erfum áföll fyrri kynslóða Systir Jennu, Eufemía, er í dópi og rugli en virðist samt vera mun heiðarlegri. „Ég áttaði mig á því á meðan ég var að skrifa að ég var að skrifa um systur sem voru annars vegar lygari og hins vegar þjófur. Til þess að gera grein fyrir þess- um systrum þurfti ég auðvitað að skoða hvaðan þær koma og hvers vegna þær urðu svona. Mér finnst þær reyndar báðar vera heiðar- legar. Jenna að því leyti að hún er með vituð um að hún er að ljúga og Eufemía stelur bara til þess að geta fjármagnað sína neyslu sem hún hvorki felur né fegrar. Þegar ég fór að skoða forfeður þeirra sá ég að þar voru sömu vandamál í gangi, bara miklu betur falin og þar af leið- andi mun meiri óheiðarleiki. Þann- ig að þær systur eru birtingarmynd fjölskyldu mynsturs, eru eiginlega eins og útbrot.“ Hver er grunnhugmyndin að baki sögunni? „Ég er að skoða óheilbrigt fjölskyldumynstur og hef verið að rannsaka hvernig þetta gerist eigin- lega. Þegar ég var nýbyrjuð á sög- unni rakst ég á grein um rannsóknir sem gerðar hafa verið á erfðaefninu þar sem kom í ljós að við í rauninni erfum áföll. Eða öllu heldur við- brögðin við áföllum þannig að eitt- hvað sem amma okkar varð fyrir hefur bein líffræðileg áhrif á líf okkar. Við höfum eitthvað líffræði- legt upplag sem býður upp á ýmsa kvilla og bresti, hvort sem það er alkóhólismi eða einhver geðveiki, en svo spila karakter og aðstæður auð- vitað inn í. Þannig að ég fór svolítið að hugsa um að kannski er eitthvert vandamál búið að vera í tiltekinni ætt marga marga liði aftur en eng- inn hefur tekist á við það. Þannig að persónurnar í nútímanum, Jenna sem segir söguna og systir hennar, fá þetta í hausinn. En þetta er ekk- ert einfalt því sálfræðin er bæði svo einföld og flókin og ég var mjög upptekin af sálfræði á meðan ég var að skrifa söguna.“ Ekki af annarri dýrategund Það hefur fylgt kvenpersónum þínum lengi að vera í einhverri uppreisn, jafnvel gegn sjálfum sér. Hefur þetta hvílt á þér lengi? „Þessi áhersla á konur sem eru að díla við sjálfseyðingarhvöt sprettur kannski af því að ég er alki, búin að vera edrú í fimm ár. Þannig að það er kannski ekkert skrýtið að ég skrifi um þannig karaktera. Ég þekki þetta hjá sjálfri mér en nálgunin hjá mér er þannig að ég nota eigin reynslu til að setja mig í spor ann- arra í kannski gerólíkum aðstæð- um en ég sjálf hef upplifað. Ég held í rauninni að við ættum öll að geta fundið til með öllum. Aðal persónan í þessari bók er dálítið siðblind, mjög narsissísk og í rauninni með persónuleikaröskun. Mér finnst svo áberandi í samtímanum að það er talað um siðblint fólk eins og það sé af annarri dýrategund sem kemur okkur ekkert við. Málið er hins vegar að þetta eru einstaklingar í samfélaginu okkar sem þjást ofsalega mikið og sem eiga fjölskyldur og vini. Þess vegna hafa þeir áhrif á okkur, vegna þess að við elskum þá. Það var það sem mig langaði að fjalla um og líka að Jenna er ekkert svona að ástæðu- lausu, það kom eitthvað fyrir hana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem við reynum að skilja hvert annað og afskrifum ekki fólk sem tilfinningalaus dýr. Það er alla vega einn póllinn í bókinni.“ Þú ert líka að skrifa um móður Jennu og hvernig hún vinnur úr ofbeldi. Heldurðu að fólk vinni öðru- vísi úr þessum málum í dag en fyrir fimmtíu árum? „Já, það er nefni- lega að breytast svo ofsalega mikið. Það er ekki langt síðan við byrjuð- um að horfa á ofbeldi sem annað og meira en að kýla einhvern í andlit- ið. Það viðgengst rosalegt ofbeldi í fjölskyldum og það er svo flókið að vinna úr því. Þótt mér þyki ofsalega vænt um þessa ótukt sem Jenna er, þá hefur hún skaðleg áhrif á fólkið í kringum sig. Hún á nefnilega dótt- ur og það getur ekki verið auðvelt fyrir hana að eiga móður sem getur ekki sagt satt. Svo á eftir að koma í ljós hvort dóttirin getur losnað út úr lygunum og blekkingunum. Það fer alveg eftir því hvort móðirin getur tekið sig á og horfst í augu við sjálfa sig.“ Jenna myndi stela senunni Hvernig kom þessi persóna til þín? „Það var mjög skemmtilegt. Ég var á litlu gistiheimili í Taílandi í mánuð í fyrra og þar bjó líka maður frá Filippseyjum sem var kompulsívur lygari. Hann bara gat alls ekki sagt satt. Alveg sama hvað var talað um þá hafði hann verið þar, eða upplifað það eða unnið við það. Það var alveg ótrúlegt. Og þá vissi ég að einmitt þannig væri Jenna. Þá small sagan saman. Það merkilega var að ég lét hann ekkert fara í taugarnar á mér, hann var bara svona og ég tók honum. En ég veit ekki hvort ég yrði jafn þolin- móð við Jennu. Ef ég byði henni í partí færi hún örugglega svaka- lega í taugarnar á mér, hún myndi stöðugt stela senunni og daðra við manninn minn. Ég er ekki viss um að ég myndi bjóða henni aftur. Á vissan hátt er hún samt auð vitað mjög skemmtileg. Rétt eins og maður inn frá Filippseyjum segir hún aldrei neitt hversdagslegt.“ Hvernig stendur á því að þú lætur Jennu búa í Texas, hefurðu búið þar sjálf? „Það var einhver gömul pæl- ing hjá mér að skrifa sögu sem gerð- ist í Bandaríkjunum því ég held að mín kynslóð sé svolítið uppalin í Texas, bandarísku efni er beinlínis þrýst ofan í kokið á okkur og allar áherslur í menningarmálum, arki- tektúr og pólitík eru bandarískar. Ég hef aldrei verið í Bandaríkjun- um, bara komið til New York, en það hentar Jennu ágætlega að höfundur hennar hafi aldrei komið til Texas. Hún er svona skáldsagnapersóna sem skáldar líf sitt og vill ekkert að raunveruleikinn þvælist fyrir. Það er auðvitað alltaf þannig þegar maður les skáldskap að maður velt- ir fyrir sér hvað sé skáldað og hvað raunverulegt og ég er svolítið að leika mér með það.“ Fjölskyldan skiptir svo miklu máli Þú hefur samt verið lengi erlend- is, þótt Bandaríkin séu enn ókann- að land, ertu alkomin heim? „Já, ég er komin heim og ætla að vera hér. Búin að vera heima í nærri ár. Við Steinar Bragi, maðurinn minn, vorum síðast í nokkra mánuði í Suðaustur-Asíu í fyrra og það sló á ferðaþörfina í bili. Þetta er eigin- lega í fyrsta sinn síðan ég var ung- lingur sem ég hef verið hér heima í einhvern tíma og mér líður vel með það.“ Lygin getur verið lífsnauðsyn Hvítfeld er fyrsta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, sem er þekkt ljóðskáld og smásagnahöfundur. Hún hefur verið kölluð „sú besta á svæðinu þessi misserin“ og smásagnasafnið Doris deyr hlaut einróma lof. Hvað olli því að hún fór að skrifa skáldsögu? Friðrika Benónýsdóttir friðrikab@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.