Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 52
FÓLK|HELGIN Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúruelgt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum NÁTTBLINDA Ekinn 14.000. þ S line að utan og innan. “20 felgur “19 vetrardekk á felgum Hekla 5905662. as@hekla.is Til sölu Audi Q7 - S Line . (10/2011) 3,0 Dísel. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 MEÐ STÓRT HJARTA Feðgarnir Haukur Heiðar og Haukur Heiðar fædd- ust báðir með köllun til læknisstarfsins og með tónlist í æðum sér. Haukur Heiðar yngri hefur gert garðinn frægan með hljómsveit- inni Diktu og faðir hans heillað kynslóðir með einstökum píanóleik. MYND/ANTON Sjötugsafmælið datt bara niður einn sumardag í ágúst og ég fann engan mun á mér. Það er óneitanlega skrýt- ið að vera kominn á áttræðisaldurinn en mér líður ekki degi eldri en 55 ára og Guði fyrir að þakka að ég er heilsuhraustur og hef ekki fundið mun á mér síðustu tuttugu árin. Þegar svo er farið er sannarlega ekki kvíðvænlegt að verða gamall,“ segir Haukur Heiðar og brosir breitt. Frá því Haukur Heiðar komst á full- orðinsár hefur hann nær daglega farið úr einum heimi yfir í annan. „Ég byrjaði að spila á píanó sem unglingur og var í danshljómsveit fram yfir stúdentspróf þegar ég ákvað að verða læknir. Þá hélt ég að spilaferlinum væri lokið en 1965 birtist Ómar nokkur Ragnarsson óvænt í leit að undirleikara. Mörgum þótti glæfralegt af mér að verða píanisti hjá vinsælasta skemmtikrafti landsins meðfram læknanámi en ég sló til og hef spilað með Ómari allar götur síðan, utan sérnámsáranna í Svíþjóð.“ Haukur Heiðar segir starf læknis og píanista vera tvo ólíka heima. „En ég set störfin á jafnan stall og hef mikið yndi af báðum. Læknisfræðin getur verið erfið og reynir meira á mann en þetta tvennt passar einkar vel saman.“ Á níunda áratugnum réði Haukur Heiðar sig sem dinnerpíanista á skemmti- staðinn Broadway við Ármúla. Þar lék hann huggulega píanótóna undir borðum í á annan áratug og á Broadway kynntist hann Björgvini Halldórssyni, sem varð hans helsti hvatamaður. „Við Björgvin komum báðir að 25 ára skemmtikrafta- afmæli Ómars og þar vatt Björgvin sér að mér og spurði hvort ekki væri tímabært að ég gæfi út plötu, sem ég og gerði 1984,“ segir Haukur Heiðar, sem þá gaf út sína fyrstu sólóplötu, sem Björgvin stjórnaði upptökum á og söng ásamt Ómari. Síðan hafa komið út fjórar plötur til viðbótar og í tilefni sjötugsafmælisins gaf Haukur Heiðar út sína sjöttu sólóplötu, sem hann nefnir Á rómantískum nótum. „Plöturnar mínar eru fyrir huggulegar stundir og yfirbragð tónlistarinnar þægi- legt, ljúft og rómantískt. Þær innihalda klassísk dægurlög frá ýmsum heimshorn- um og tímabilum. Laglínurnar eru mel- ódískar og látlausar og ekki er hægt að fá leið á þeim; það er alltaf eins og maður sé að heyra þau í fyrsta skipti,“ segir Haukur Heiðar sem sjálfur er rómant ískur að upp- lagi. „Ég byrjaði að hlusta á ballöður og rómantíska rólegheitatónlist eftir ball- bransann í gamla daga og hef alltaf reynt að velja lög á rómantískum nótum með seiðandi, fallegum laglínum. Í daglega líf- inu er ég líka rómantískur þótt alltaf þurfi að gæta þess að rómantíkin verði ekki hversdagsleg,“ segir hann brosmildur. Sonur Hauks Heiðars og nafni er Hauk- ur Heiðar Hauksson, læknir og söngvari Diktu. Þeir feðgar starfa nú saman á heilsugæslunni á Sólvangi. „Haukur Heiðar yngri hefur fetað í bæði fótspor mín. Það kom snemma í ljós að hann væri músíkelskur og við munum vel eftir því þegar hann sagði mjög ungur að hann ætlaði að verða læknir og spila- maður eins og pabbi. Hann hafði það náttúrlega alltaf fyrir augunum því ég spil- aði mikið með vinnu. Haukur hafði fljótt köllun til að verða læknir og þurfti enga hvatningu foreldranna til að fara í læknis- fræði. Hann virðist því hafa hafa erft flest föðurgenin því hann erfði líka stærðina og hefur eins og ég unnið í tónlist sinni með námi og sem læknakandídat.“ Haukur Heiðar lætur flygilinn heima í stofu stundum syngja og segir píanóið hafa lyft sér í hæstu hæðir þegar hann þreyttist á lestri í læknanáminu. „Tónlist er heilsunni mikils virði og hver einasta manneskja hefur gott af því að velja sér tónlist við hæfi til slökunar. Og þótt ég veifi ekki diskunum mínum að sjúklingunum hef ég alltaf mælt með gildi rólegrar tónlistar til meiri vellíðunar og rór,“ segir hann og brosir. Haukur Heiðar segir algengt að læknar setjist í helgan stein um sjötugt. „Það er kominn tími til að draga sig í hlé og eiga nokkur góð ár eftir. Þetta hefur verið annasamt hjá mér hingað til og krakkarnir muna vart eftir mér öðruvísi en spilandi utan heimilisins á kvöldin eða á ferða- lögum. Því vil ég eiga árin fram undan með fjölskyldunni þótt ég sé ekki búinn að negla upp á dag hvenær ég legg lækna- sloppnum.“ Haukur Heiðar heldur áfram. „Það er sárt fyrir bæði heimilislækni og sjúklinga hans að kveðja eftir langa samfylgd. Heimilis læknir skipar sérstakan sess í lífi fjölskyldna sem eiga til hans tilkall í gleði og sorg. Hann þekkir alla í fjölskyldunni, sem er dýrmætt; líf hennar og heilsu. Þetta eru því stór tímamót.“ En hlusta læknarnir tveir og feðgarnir hvor á tónlist annars? „Jájá, ég hlusta á Diktu þótt sumt sem sonurinn spilar sé harðara en það sem ég fékkst við í rokk- inu í gamla daga. Ég ætla svo rétt að vona að Haukur Heiðar yngri setji diskana mína undir geislann í sínum matarboðum og huggulegheitum.“ ■ thordis@365.is TVÖFÖLD TILVERA LÆKNAR MEÐ KÖLLUN Heimilislæknirinn Haukur Heiðar Ingólfsson hefur lifað tvöföldu lífi í áratugi. Hann er rómantískur og ýtir undir huggulegheit. Á RÓMANT- ÍSKUM NÓTUM Ný plata Hauks Heiðars og félaga er afturhvarf til upphafsins þar sem Björgvin og Ómar sungu á fyrstu sólóplötu hans og Björgvin stjórnaði upptök- um á einvala liði hljóðfæra leikara. Á nýju plötunni syngja einnig börn Hauks Heiðars, þau Margrét og Haukur Heiðar yngri, sem flytur ballöðuna frægu Moon River. Fyrir forvitni sakir má geta þess að fyrri plötur Hauks Heiðars hafa verið endurútgefnar en eru nú ófáanlegar.           
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.