Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 63
| ATVINNA |
sími: 511 1144
Netstjóri
Þarf að hafa mikla reynslu og þekkingu á flóknum staðar- og víðnetum.
Þarf að búa yfir þekkingu á Cisco búnaði og þekkja IP út og inn.
Ccnp gráða eða sambærilegt er góður kostur.
Kerfisstjóri
Þarf að hafa djúpa þekkingu á tölvukerfum, með reynslu af eftirtöldu
(en þó ekki endilega öllu) Windows server/Linux/Aix, scripting: shell
scripts/powershell, SAN, VMWare, rekstur vefþjóna, IIS/Apache,
Websphere. Microsoft og RedHat gráður góður kostur.
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í tölvunar-, verk-
eða tæknifræði og umtalsverða starfsreynslu úr umhverfi þar sem
unnið hefur verið með PCIDSS og ISO 27001.
Hugbúnaðarþróun
Vegna fjölda verkefna óskum við eftir að ráða forritara í krefjandi og
skemmtileg verkefni, bæði við endurbætur á eldri kerfum og nýþróun
á veflausnum. Um er að ræða fjölbreytt tækniumhverfi þar sem starfa
hæfir sérfræðingar í stórtölvu- og í Microsoft umhverfi.
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í tölvunarfræði eða
sambærilega menntun og/eða umtalsverða reynslu við forritun.
Mjög góð þekking á einhverju af eftirtöldu er kostur: IBM Rational,
PL/I, CICS, .Net, Visual Studio, C#, WCF, SQL, PL/SQL, CSS, HTML5.
Almennar kröfur til umsækjenda:
» Frumkvæði og metnaður í starfi
» Góðir samskiptahæfileikar
» Geta unnið undir álagi
» Gott vald á íslenskri tungu, talmál og ritmál
Umsóknarfrestur er til 9. desember 2012. Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Jónasson,
starfsmannastjóri RB, í síma 569 8877, gudbrandur@rb.is. Farið verður með umsóknir og
fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Kalkofnsvegi 1
150 Reykjavík
www.rb.is
RB er öflugt og traust upplýsingatæknifyrirtæki sem byggir þjónustu
sína til fyrirtækja á fjármálamarkaði á fagmennsku og öflugum innviðum,
þekkingu, rekstrar- og gagnaöryggi. Áherslubreytingar hafa orðið í
rekstri RB að undanförnu, sem fela meðal annars í sér að félagið mun
leggja aukna áherslu á að hafa frumkvæði að vöruþróun.
Við sækjumst eftir að fá hæfileikaríka og vel menntaða einstaklinga
í neðangreind hlutverk og búum þeim gott og frjótt starfsumhverfi.
Laus störf hjá RB
LAUGARDAGUR 24. nóvember 2012 9