Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 79

Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 79
KYNNING − AUGLÝSING Kirkjur24. NÓVEMBER 2012 LAUGARDAGUR 3 Sunnudagur 16. desember, 3. sunnudagur í aðventu Messa og barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Tómas Sveinsson. Organisti Kári Allansson. Aðventusöngvar við kertaljós kl. 20.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir flytur hugvekju. Kirkjukór Háteigskirkju syngur notalega aðventutónlist. Organisti Kári Allansson. Miðvikudagur 19. desember kl. 20 Jólatónleikar Kammerkórs Háteigskirkju. Kórinn flytur uppáhaldsjólalög okkar allra. Organisti og kórstjóri er Kári Allansson. Aðfangadagur 24. desember Aftansöngur kl. 18.00. Prestur sr. Tómas Sveinsson. Organisti Kári Allansson. Kammerkór Háteigskirkju syngur. Himneskur kórsöngur frá kl. 17.40. Miðnæturmessa kl. 23.30. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Organisti Kári Allansson. Kirkjukór Háteigskirkju syngur innileg jólakórverk. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa kl. 14.00. Prestur sr. Tómas Sveinsson. Organisti Kári Allansson. Félagar úr Kammerkór Háteigskirkju syngja. 2. jóladagur 26. desember Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Organisti Kári Allansson. Samveran er tileinkuð allri fjölskyldunni – ungum sem eldri. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18.00. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Organisti Kári Allansson. Félagar úr Kammerkór Háteigskirkju flytja meðal annars Hátíðarsöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar. Nýársdagur 1. janúar 2012 Hátíðarmessa kl. 14.00. Prestur sr. Tómas Sveinsson. Organisti Kári Allansson. Kirkjukór Háteigskirkju flytur meðal annars Hátíðarsöngva sr. Bjarna Þor- steinssonar. Sunnudagur 6. janúar, þrettándinn Messa og barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Tómas Sveinsson. Organisti Kári Allansson. Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Arnar Ragnarsson, æskulýðsleið- togi og nemi í íþróttafræði, sér um barna- og unglingastarf Háteigs- kirkju ásamt Sólveigu Ástu Sig- urðardóttir, æskulýðsleiðtoga og nema í bókmenntafræði. „ Starfið hjá okkur er í stöðugri sókn og miklum blóma. Fjöldi þeirra sem mætir hefur aukist í öllum aldurs- flokkum enda er mjög gaman hjá okkur og við reynum að mæta þörfum og áhugasviði f lestra,“ segir Arnar. Arnar tók þátt í kirkjustarfi sem barn og hefur áhuga á að gefa ungum krökkum tækifæri til að upplifa eitthvað skemmtilegt eins og hann gerði sjálfur í því starfi. „Starfið hjá okkur er mjög fjölbreytt og við reynum að gera krökkunum kleift að upplifa eitt- hvað sem þau gera ekki annars staðar. Við leggjum mikla áherslu á það að boða börnum sem til okkar koma trúna á Jesú Krist. Við sköpum umhverfi þar sem þau læra góð gildi sem koma fram í Biblíunni. Leikir eru líka frá- bær leið til að læra og við fléttum saman leiki og trú.“ Barna- og unglingastarfið í Há- teigskirkju er hópaskipt. Sunnu- dagaskólinn er á sunnudags- morgnum klukkan 11. Starf fyrir tíu til tólf ára er á þriðjudögum, fyrst stelpur klukkan 16 og svo strákar klukkan 17.30. Á þriðju- dagskvöldum hittast unglingar í 8. til 10. bekk og eru áttundubekk- ingarnir sér en 9. og 10. bekkur saman. „Það hefur gefist vel að skipta þessu niður, þannig náum við til sem flestra og krakkarnir fá frekar að gera það sem þau hafa áhuga á enda hafa þessir hópar áhuga á ólíkum hlutum. Mark- miðið með hópaskiptingunni er að þá getum við betur haft dag- skrána einstaklingsmiðaða og náð þannig betur til þess aldurs- hóps sem verið er að vinna með hverju sinni. Oft förum við eitt- hvað út fyrir kirkjuna öll saman og höfum við til dæmis farið í sund og bíó. Einnig er alltaf farið í lengri ferðir þar sem er gist yfir nótt. Unglingarnir fara einu sinni á önn og yngri börnin fara á vorin. Við fórum með unglingana núna í haust á Landsmót kirkjunnar á Egilsstöðum þar sem var mikið stuð og gaman. Við reynum að skapa góðar stundir fyrir krakk- ana þannig að þau fari með já- kvæða mynd af kirkjunni út í lífið,“ segir Arnar. Öflugt barna- og unglingastarf Í Háteigskirkju er öflugt tónlistar- og listalíf. Þar eru tveir kórar, kirkjukór og kammerkór. Einnig er fyrirhugað að stofna listafélag Háteigskirkju í byrjun næsta árs en því er ætlað að halda utan um allt listastarf sem fer fram í kirkjunni, bæði tónleika og myndlistarsýningar í safnaðar- heimili kirkjunnar. „Kirkjukór Háteigskirkju er tiltölu- lega nýr kór og í honum eru um tuttugu manns,“ segir Kári Allansson, organisti og kórstjóri Háteigskirkju. „Kirkjukórinn er í örum vexti og syngur reglulega við messur. Fram undan er til dæmis aðventukvöld kirkjunnar þann 16. desember næstkom- andi og mun kórinn flytja þar aðventu- tónlist og biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig- urðardóttir, mun flytja hugvekju. Kórinn er einnig að undirbúa stóra tónleika með hljómsveit í vor í samstarfi við þrjá aðra kóra.“ „Í Kammerkór Háteigskirkju eru fag- lærðir söngvarar. Kammerkórinn verð- ur með jólatónleika 19. desember sem verða óskalagatónleikar. Fólk getur sent óskalög á netfangið mitt, kari@hateigs- kirkja.is og beðið um óskalag. Allir geta komið á tónleikana og hlustað á sitt uppá- haldsjólalag því við reynum að verða við öllum óskum. Nú þegar eru komin óska- lög úr ýmsum áttum, meðal annars „Last Christmas“ með Wham!, „Santa Baby“ sem bæði Madonna og Eartha Kitt hafa tekið og svo „Heims um ból“,“ segir Kári. Í upphafi nýs árs er stefnt að stofnun listafélags Háteigskirkju. „Félagið verður stofnað til að fá meiri þunga í rekstur tónleikahaldsins og efla tónlistarlífið í kirkjunni. Ég verð listrænn stjórnandi þess og markmiðið er að halda tónleika vikulega. Kirkjan er vel fallin til tónleika- halds og ekki síst fyrir órafmagnaða tónlist en eftirspurn hefur verið eftir því að halda tónleika hér.“ Myndlistin fær sitt pláss í Háteigskirkju en í tengigangi milli kirkju og safnaðar- heimilis, sem er einfaldlega kallaður Gang- urinn, hafa verið haldnar sýningar. Nú er þar sýningin, Ó … María ó … meistari eftir Evu Ísleifsdóttur. Tónlistarlífið hefur verið í miklum blóma í kirkjunni að undanförnu en þar hefur hádegistónleikaröðin „Á ljúfum nótum í Háteigskirkju“ verið haldin annan hvern föstudag síðan í febrúar. „Tón leikarnir hafa verið ágætlega sóttir enda fjöl breyttir og skemmtilegir. Listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar er Lilja Eggerts dóttir og höfum við verið með djass, klassík, ein- söng og fleira. Næsta föstudag halda Auður Gunnarsdóttir sópran og Snorri Wium tenór ásamt Kammer hópnum Stillu tón- leika þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Það er mikill slag kraftur í tónlistar lífinu í Háteigskirkju, það er gaman að taka þátt í því og að finna hvað allir eru jákvæðir enda margt spennandi og skemmtilegt fram undan,“ segir Kári. Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Í Háteigskirkju er lögð mikil áhersla á listastarf. Reglulega eru haldnir tónleikar og myndlistarsýningar. Tveir kórar starfa í kirkjunni og fyrirhugað er að stofna listafélag. Þau Arnar Ragnarsson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir eru æskulýðsleiðtogar í Háteigskirkju og annast barna- og unglingastarf kirkjunnar. MYND/STEFÁN Kári Allansson, organisti og kórstjóri, segir mikinn slagkraft vera í tónlistarlífinu í Háteigskirkju og gaman að taka þátt í því. MYND/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.