Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 88
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 56 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Piparkökur eru eftirlætissmákökur margra krakka og nú er sannarlega rétti tíminn til þess að byrja að spreyta sig á smákökubakstri. Mikilvægt er að hafa í huga að fylgja ekki uppskrift pipar- kökudrengsins í Hálsaskógi sem setti kíló pipar í deigið! Krakkasíðan hefur eftir áreiðanlegum heimildum að þessi piparkökuuppskrift sé afbragð. Yngri krakkar þurfa vitanlega að fá aðstoð fullorðinna við baksturinn, og minna verður á að deigið verður best ef það er búið til daginn áður en bakað er. Piparkökur fjölskyldunnar Uppskriftin gefur um 100-120 piparkökur 500 g hveiti 280 g sykur 2 tsk. natrón 3 tsk. kanill 1 1/2 tsk. negull 1 1/2 tsk. engifer 1/2 tsk. pipar 180 g smjör 1 dl síróp 1 dl sterkt kaffi (nes- café virkar vel) Smjör mulið út í þurrefni og sírópi og kaffi bætt við. Hnoðað vel og deigið geymt í ísskáp yfir nótt, eða að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. Deigið breitt fremur þunnt út og skorið út í öllum hugsanlegum formum. Bakað við um 170 gráður, á blæstri eða 190 gráður ef ekki blástur. Skreytið með glassúr að vild. Bökunartími er um 8 mínútur. ATLI HRAFN BERN- BURG OG ÓLAFUR ÁKI KJARTANSSON 7 ÁRA Hvað eruð þið að gera? Atli: Rétt áðan, fyrir nokkrum sek- úndum, vorum við að lesa ein- hverja bók um hvernig það er að vera á Íslandi. Hún var mjög löng. Svo fórum við í leiki. Vitið þið hvað barnasáttmál- inn er? Ólafur: Það er bara eitt- hvað um réttindi barna. Að það séu réttindi barna að leika sér og svoleiðis. Atli: Áðan áttum við að skrifa niður hvað við vildum hafa í Selinu. Það voru ótrúlega margir sem vildu hafa hoppukastala í Selinu en ég vildi frekar hafa trampólín. En hvað eru réttindi? Ólafur: Til dæmis vatn. Atli: Til dæmis matur. Mig langaði svo mikið að hafa Angry Birds, en það er óþarfi því það er tölvuleikur. En samt eru réttindi barna að leika sér? Atli: Já! Þess vegna langaði mig svo mikið að hafa það með. Hvað er nauðsynlegt að eiga? Ólafur: Heimili og fjölskyldu. Atli: Trén! En eru jól nauðsynleg? Atli: Ne-ei... en þá er afmælis- dagurinn hans Jesú. Heilabrot Sjónvarp, tölvur og fj arstýrðir bílar óþarfi Í Barnasáttmálaviku Selsins í Melaskóla ræddu börnin um réttindi barna, nauðsynjar og óþarfa. Þau ræddu einnig hverju þau vildu breyta í Selinu, enda réttindi barna að fá að segja hvað þeim fi nnst. Fréttablaðið leit í heimsókn. ELÍN ALEXANDRA SÓLVEIGARDÓTTIR 7 ÁRA Hvað eruð þið að gera í miða- leiknum? Við erum að finna eitthvað sem er ekki nauðsynlegt að nota í lífinu. Getur þú sagt mér hvað barnasáttmálinn er? Nei, ég veit ekkert hvað það er. Hvað eru réttindi? Það eru rétt- indi að börn fái að segja það sem þeim finnst. Geturðu nefnt mér tvö rétt- indi? Fjölskylda og matur. Eru jólin réttindi? Já. En eru jólin réttindi alls staðar í heiminum? Nei, ekki þar sem fólk trúir ekki á Jesús. KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR 7 ÁRA Getur þú nefnt mér eitthvað tvennt sem er nauðsynlegt? Sími og vatn. En hvað er óþarfi? Það er óþarfi að hafa sjónvarp og eiga fjar- stýrðan bíl. Hvers vegna er þetta óþarfi? Því þetta er bara eitthvað dót og maður fær illt í augun af sjón- varpinu. Eru jólin réttindi? Já. Hvers vegna? Af því þá á Jesús afmæli. HELENA RUT HALLGRÍMSDÓTTIR 7 ÁRA Geturðu sagt mér hvað þið eruð að gera? í þessari viku eigum við að hjálpast að, við höfum til dæmis farið í miðaleik. Hvernig er hann? Við skoðum hvað við þurfum og hvað við þurfum ekki. Og hvað þurfum við? Við þurfum vatn, mat og það er mikilvægt að kunna að lesa. En við þurfum ekki að fara alltaf í tölvuna og ekki að eiga GSM-síma og ekki heldur iPad. En þurfa börn jól? Já. Af hverju? Af því jól eru svo merkileg. Það er alltaf þannig hjá mér að við förum með bæn því þá á Guð eða Jesús afmæli og þá þurfum við að halda upp á það. 1. Hvað er það sem gengur og gengur en kemst ekki úr sporunum? 2. Hvað er það sem kemur 25 sinnum á 100 árum og þá aðeins einn dag í einu? 3. Hver segir manni alltaf satt þegar maður spyr hann? 4. Í hvaða íþróttagrein verður sigurliðið alltaf að ganga aftur á bak? SVÖR 1. Úrið 2. 29. febrúar 3. Spegillinn 4. Í reiptogi Þegar piparkökur bakast Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 19 „Eldspýtnaþraut!“ hrópaði Lísaloppa. „Mér finnst þær svo skemmtilegar.“ Kata leit óhýru auga á Róbert og sagði með þjósti. „Jæja Róbert, ert þú ekki snillingur í eldspýtna- þrautum eins og öllu öðru.“ Róbert snéri upp á sig og setti upp snúð. „Ég leggst ekki svo lágt að reyna að leysa svona barnalegar þrautir.“ Kata glotti. „Við Lísaloppa leysum hana þá bara í huganum og þegar við erum búnar að því, mátt þú segja okkur lausnina,“ sagði hún ísmeygilega. Ertu ekki sammála Lísaloppa?“ „Jú, jú,“ sagði Lísaloppa annars hugar, því hún var að lesa leiðbeiningarnar fyrir þrautina. „Hér stendur,“ sagði Lísaloppa, „færðu til þrjár eldspýtur þannig að fiskurinn fari að synda í hina áttina.“ Getur þú hjálpað þeim að leysa þessa þraut?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.