Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 96
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 64TÍMAMÓT
„Ingó er vinamargur og góður strákur
og allir sem hafa verið nálægt honum
kunna vel við hann. Það er einkenni
á góðum dreng,“ segir Steingrímur
Sævarr Ólafsson, talsmaður hópsins
sem heldur uppboð annað kvöld, sunnu-
dag, í gyllta sal Hótel Borgar. Margir
af helstu ljósmyndurum landsins gefa
myndir á uppboðið, þeirra á meðal
RAX, Ragnar Th., Spessi, Páll Stefáns
og Ari Magg. Ágóðinn af uppboðinu
rennur til Ingólfs Júlíussonar, ljós-
myndara og margmiðlunar hönnuðar,
sem greindist með bráðahvítblæði í
október og hefur verið á sjúkrahúsi
síðan. Fram undan hjá honum er ferð
til Svíþjóðar í mergskipti. Mörg fyrir-
tæki leggja fram þjónustu honum til
stuðnings og allir sem að uppboðinu
koma gefa vinnu sína.
„Þegar fólk sem alltaf er tilbúið að
rétta öðrum hjálparhönd lendir sjálft í
vanda þá á það skilið að aðrir leggi sig
fram og hjálpi því. Það er það sem er
í gangi núna,“ segir Steingrímur Sæv-
arr og áréttar að myndast hafi gríðar-
legur samhugur og samstaða meðal
vina Ingós. „Við viljum hjálpa Ingó
og vonum að aðrir séu sama sinnis og
leggi málefninu lið.“
Steingrímur Sævarr tekur fram að
myndirnar sem ljósmyndararnir hafi
valið sómi sér á hvaða vegg sem er.
„Þetta eru myndir sem sérhver getur
verið stoltur af að stilla upp,“ full-
yrðir hann. „Menn eru ekkert að kasta
fram bara einhverjum myndum heldur
leggja til perlur fyrir perluna sem
Ingó er.“
Á uppboðinu eru ekki bara ljós myndir.
Þar er líka einstakur gripur, plast-
myndavél sem á annan tug þekktustu
ljósmyndara landsins hafa tekið myndir
á, á síðustu vikum. Hver og einn tók eina
mynd og skráði nafn sitt á vélina. „Sá
sem býður í vélina sér ekki myndirnar
því þær eru á filmu í vélinni, en hann
fær athyglisverðar myndir frá athyglis-
verðum ljósmyndurum – hann fær
leyndardóm. Svo er Tolli búinn að gefa
stórt og flott málverk eftir sig þannig að
þarna eru margir dýrgripir.“
Steingrímur Sævarr efast ekki um
áhuga og velvild almennings í garð
þessa viðburðar. „Þarna er drengur
sem aldrei hefur aumt mátt sjá án þess
að hjálpa. Nú er hann hjálpar þurfi,
þannig að málstaðurinn er göfugur.“
gun@frettabladid.is
Leggja til perlur fyrir
perluna sem Ingó er
Veglegt ljósmyndauppboð verður á Hótel Borg á morgun klukkan 19 til stuðnings Ingólfi
Júlíussyni ljósmyndara sem er á sjúkrahúsi vegna bráðahvítblæðis.
TALSMAÐUR HÓPSINS „Við viljum hjálpa Ingó og vonum að aðrir séu sama sinnis og leggi
málefninu lið,“ segir Steingrímur Sævarr. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ingólfur Júlíusson er
42 ára fjölskyldufaðir
sem tók sín fyrstu skref
í Syðra-Garðshorni í
Svarfaðardal og hefur
víða komið við á sínum
ferli. Hann var lestrar-
hestur á unglingsárum,
átti hesta og mótorhjól
og spilaði í pönkhljóm-
sveitum, meðal annars
Q4U.
Ingólfur, sem oftast
er kallaður Ingó, hefur
starfað við flesta fjöl-
miðla á Íslandi, fyrst á
blöðum og tímaritum,
síðan sjónvarpi og hefur
unnið sjálfstætt frá árinu
2008. Hann hefur verið
ljósmyndari Reuters-
fréttastofunnar á Íslandi
sem valdi eina mynda
hans sem fréttamynd
ársins 2010.
Ingó hefur fengist við
myndbandagerð, tónlist,
útskurð, fjallamennsku
og síðustu ár hefur hann
verið virkur í víkingafélag-
inu Einherjum.
Ingó er kvæntur
Monicu Haug, þau eiga
tvær dætur, Hrafnhildi 11
ára og Söru 9 ára.
Nokkur orð um IngóMERKISATBURÐIR
1582 William Shakespeare giftist Anne Hathaway í Stratford-
upon-Avon.
1670 Loðvík 14. gefur út framkvæmdaleyfi fyrir byggingu
öryrkjaheimilisins Les Invalides í París.
1848 Sérstök stjórnardeild um málefni Íslands stofnuð í fyrsta
sinn innan Kansellísins í Danmörku.
1859 Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin kemur út.
1951 Þátturinn Óskalög sjúklinga í umsjá Björns R. Einarssonar
hefur göngu sína í Ríkisútvarpinu.
1963 Meintur morðingi Kennedys, Lee Harvey Oswald, er skot-
inn af Jack Ruby í Dallas í Texas.
1965 Rjúpnaveiðimaður finnst eftir 70 klukkustunda útivist og
langa leit í vonskuveðri. Flestir höfðu talið hann af.
1972 Suðurlandsvegur frá Reykjavík til Selfoss er formlega tek-
inn í notkun eftir endurgerð sem tók sex ár.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÞURÍÐUR GUNNARSDÓTTIR (ÞURA)
Kópavogsbraut 65, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 17. nóvember sl. Útförin fer
fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
28. nóvember kl. 13.00.
Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir Páll Ágúst Jónsson
Þuríður Erla Helgadóttir Árni Þórður Randversson
Sigurjón Páll Helgason
Lilja Lind Helgadóttir
Jón Hólm Pálsson
Veigar Jóhann Pálsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
DAVÍÐS GUÐLAUGSSONAR
fyrrv. skipstjóra,
Hagaflöt 9, Akranesi.
Guðm. Rúnar Davíðsson Margrét Sigurðardóttir
Sigurður Grétar Davíðsson Hólmfríður D. Guðmundsdóttir
Harpa Hrönn Davíðsdóttir Búi Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts
og útfarar ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdasonar, bróður,
mágs og frænda,
ARINBJÖRNS AXELS
GEORGSSONAR
Heiðarbraut 41, Akranesi.
Það er okkur dýrmætt að finna fyrir stuðningi ykkar á erfiðum
tíma. Kærleikskveðjur.
Elísabet Harles
Ingibjörg Lilja Arinbjörnsdóttir Hlynur Steinn Arinbjörnsson
Ingibjörg Hafsteinsdóttir Hákon H. Pálsson
Vilborg Guðríður Georgsdóttir Ingibjörn Sigurjónsson
Halldór Sigfús Georgsson Sigríður Bragadóttir
Haukur Georgsson Regína Geirsdóttir
Hjálmar Georgsson Sigrún Hjördís Haraldsdóttir
Fjóla Georgsdóttir Ómar Þröstur Björgólfsson
Guðni Jóhannes Georgsson Jóhanna María
Sigurgeirsdóttir
Svandís Georgsdóttir Sigurvin Jón Kristjánsson
og systkinabörn.
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
Vesturströnd 15, Seltjarnarnesi,
andaðist þann 18. nóvember á
Landspítalanum í Reykjavík. Útförin fer fram
frá Grensáskirkju mánudaginn 26. nóvember
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á minningarkort Krabbameinsfélags Íslands.
Gísli Gíslason
Ásta Gísladóttir
Halldór Hrafn Gíslason Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Heba Sigríður, Gísli Hrafn og Sigrún Ýr Halldórsbörn
Bróðir okkar,
ÓSKAR LOFTSSON
lést á heimili sínu Bríetartúni 30 (Skúlagötu
74) föstudaginn 9. nóvember. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til
heimilisfólksins Skúlagötu 74 og til félaga
hans í Vin.
María Loftsdóttir Jón Kristinn Valdimarsson
Guðmundur Loftsson Sigríður Jónasdóttir