Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 108

Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 108
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 76 BÆKUR ★★ ★★★ Suðurglugginn Gyrðir Elíasson Yndisleg bók, klæðskerasniðin að smekk þeirra sem hafa smekk fyrir verkum Gyrðis Elías- sonar. Nú mega jólin sko koma fyrir mér. - þhs ★★ ★★★ Reisubók Ólafíu Arndísar Kristjana Friðbjörnsdóttir Skemmtileg ferðasaga 13 ára stúlku um Austfirði og Svíþjóð. Hressilega skrifuð, fyndin á köflum og fallega myndskreytt. Auðveld yfirlestrar, með stóru og skýru letri fyrir aldurshópinn 7-12 ára. - bhó ★★ ★★★ Landvættir Ófeigur Sigurðsson Hressileg og afburða vel stíluð skáld- saga en hefði að ósekju mátt vera mun styttri og hnitmiðaðri. - fb ★★ ★★★ Brot af staðreynd Jónas Þorbjarnarson Húmorískar æviminningar Jónasar Þor- bjarnarsonar vekja til umhugsunar um lífshvötina og dauðann. Margt bæði vel unnið og skemmtilegt. - þhs ★★ ★★★ Hin eilífa þrá Guðbergur Bergsson Skáldsaga sem stendur bestu verkum höfundarins mjög langt að baki. - jyj DÓMAR 17.11.2012 ➜ 23.11.2012 TÓNLIST ★★ ★★★ Berlínarfílharmónían Sir Simon Rattle stjórnar í Hörpu Ótrúleg fágun, fullkomin tækni, stór- kostleg túlkun. - js ★★ ★★★ Stafnbúi Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson Tónlist Hilmars Arnar fellur sérstaklega vel að rímnasöng Steindórs Andersen. - tj ★★ ★★★ Börn Loka Skálmöld Skálmöld snarar út rokkóperu númer tvö. - tj ★★ ★★★ Heimþrá Eliza Newman Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri popp- smellir frá fyrrum Kolrössu. - tj ★★ ★★★ Hádegistónleikar í Salnum Matthías Nardeau og Elísabet Waage Vandaðir tónleikar sem hefði mátt kynna betur á heimasíðu Salarins, auk þess sem sviðsframkoma hljóðfæra- leikaranna hefði getað verið afslappaðri og þægilegri. - js MYNDLIST ★★ ★★★ Rek Anna Hallin og Olga Bergman Áhugaverðar og þarfar hugleiðingar, settar fram í vönduðum listhlutum. Með betri fókus hefði verið hægt að koma meginskilaboðunum enn sterkar á framfæri. - þb BÆKUR ★★★★★ Boxarinn Úlfar Þormóðsson VERÖLD Úlfar Þormóðsson hefur marga fjöruna sopið í bókmenntaheim- inum allt frá því fyrsta skáldsaga hans kom út fyrir tæpum fimmtíu árum. Skáldsögurnar eru orðnar þó nokkrar og býsna fjölbreytt- ar. Flestar skáldsagna Úlfars eru sögulegar, byggðar á rannsókn og túlkun heimilda, en hann hefur líka skrifað bækur um samtíma- atburði og ástand með aðferðum blaðamennskunnar. Hann hefur löngum verið áberandi sem pistla- höfundur og blaðamaður, en er kannski þegar allt kemur til alls þekkastur fyrir það að vera eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guð- last (fyrir það ætti að sjálfsögðu að vera löngu búið að reisa af honum veglega styttu). En því geri ég manninn sjálfan að umtalsefni að nýjasta bók Úlfars, Boxarinn, er á einhvern hátt sjálfsævisögu- leg. Lýsir æsku hans og uppvexti á óvenjulegan og býsna frumleg- an hátt. Í fyrra sendi Úlfar frá sér bók- ina Farandskugga þar sem hann fjallaði um lífshlaup móður sinnar með svipaðri aðferð. Í Boxaranum víkur sögunni að föðurnum. Frá- sögnin er í annarri persónu, líkt og langt bréf eða samtal við föð- urinn. Þessi aðferð er vandmeð- farin, það getur verið stutt í öfgar beggja vegna, tilfinningasemi eða dómhörku. Og það er kannski fyrst og fremst það hversu glæsi- lega Úlfar þræðir einstigið þar á milli sem gerir þessa bók jafn frábæra og raun ber vitni. Úlfari tekst að vera einlægur og draga upp sannfærandi og flókna mynd af manninum án þess að misstíga sig nokkurn tíma. Sú mannlýsing sem dregin er upp í Boxaranum er af breysk- um manni, manni sem fer á bak við fjölskyldu sína og svíkur bæði eigin konu sína og ástkonur á margvís lega vegu. Fjölskyldu sagan sem þessi bók og Farandskuggar, bókin um móðurina, teikna upp er vissulega nöturleg, óhamingjusamt hjónaband, drykkja, framhjáhald og afleiðingarnar sem oft koma í ljós löngu síðar, yfirgefin börn sem kynnast hálfsystkinum sínum á fullorðinsárum, allt myndar þetta átakanlega sögu en þó eru fáar íslenskar fjölskyldur sem ekki myndu þekkja einhverja drætti hennar í sinni eigin. Sjálfsævisögulegar skáldsögur eru áberandi í bókmenntum sam- tímans, bæði hér á landi og erlend- is. Sögur Úlfars eru sjálfstætt og frumlegt framlag til þeirrar bók- menntahreyfingar. Þegar líður á bókina og sögumaður fullorðnast verður lýsingin mildari og örlar á sátt við föðurinn þótt sársaukinn skíni líka í gegn. Í seinni hlutan- um verður sögumaður sjálfur líka meira áberandi, hann ber sjálfan sig saman við föðurinn, finnur lík- indi en lýsir því líka hvernig hann velur aðrar leiðir í lífinu. Einlægni er vandmeðfar- in í skáldskap og það eru mikl- ar og sárar tilfinningar líka. Við lestur Boxarans komu mér oftar en einu sinni í hug orð Sig- fúsar Daða sonar: „Bein túlkun sannrar reynslu, það er nútíma- skáldskapur, það er þetta lítt tempraða óp.“ Af einhverjum ástæðum finnast mér þau lýsa þessari bók Úlfars fullkomlega. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. Bréf til föðurins Smásagnasafn eftir Raymond Carver, sem ég fékk að láni á Borgarbóka- safninu í mars árið 2000 (ég man þetta svona nákvæmlega vegna þess að Eyja dóttir mín fæddist þann 28.) setti mikið mark á mig. Þetta er stórt og flott safnrit, Where I‘m Calling from, sem ég hef svo eiginlega verið á höttunum eftir síðan, því ekki kunni ég við að stela bókinni af safninu. Fann það loksins í eft- irlætisbókabúðinni minni í Lond- on, John Sandoe, síðasta vor. Safnið tók Carver saman sjálf- ur og skrifaði formála. Sögurnar eru frá öllum höfundarferli hans. Þær eru algerlega stórkostlegar margar en What‘s in Alaska? er í sérstöku uppáhaldi. Þetta er saga sem ég hugsa oft um, ef mikið liggur við. Þá velti ég þessari spurningu fyrir mér. Stundum er ákveðin hætta á því að „taka of stóran skammt“ af höfundi – ég á það til ef ég hrífst af höfundi að rífa kannski í mig margar bækur í röð – og fá svo kannski bara yfir mig nóg. En þetta safn er einhvern veginn fullkomið: Það bara vinnur mann á sitt band með miklum þunga. Og maður verður ekki samur á eftir! Smásagnasafn Raymond Carver BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Reykjavíkurborg ı 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer Re yk ja ví ku rb or g 2 3. n óv em b er 2 01 2 / JH J Í Kafteinn Ofurbrók og tiktúrurnar í Tappa Teygjubrók eiga Georg og Haraldur í höggi við alls konar illþýði og helstu hrekkjusvín bæjarins. Þetta kallar á tíma- flakk, hugvitssemi – og heilmikla raksápu! BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM BYLGJUNNAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.