Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 118
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 94 Halla Bára Gestsdóttir Gunnar Sverrisson www.homeanddelicious.com 1. Rauðbeðusalat með timían og geitaosti Rauðrófa, skorin í teninga Smjörklípa Salt og pipar Hunang, agave-síróp eða hlynsíróp Balsamikedik Ferskt timían, um 4 greinar Geitaostur Gróft rúgbrauð Bræðið smjör á pönnu og steikið rauðbeðu- teningana á vægum hita þar til þeir eru mjúkir í gegn. Dreypið örlítilli sætu yfir í formi síróps eða hunangs. Saltið aðeins og piprið. Dreypið balsamikediki yfir og látið karamellíserast. Rífið blöðin af timían- greinunum og hrærið saman við blönduna. Smyrjið brauðsneiðar með góðu lagi af geitaosti. Setjið rauðbeðusalat yfir, nokkra balsamikediksdropa og timían til skrauts. Berið fram. *Hægt er að nota ýmislegt brauð í snitt- urnar. Gróft kornbrauð, rúgbrauð eða grilla bagettusneiðar og dreypa olíu yfir. 2. Kartöflukökur með reyktum laxi og piparrótarsósu Kartöflukökur: 2 stórar kartöflur, rifnar gróft niður 2 msk. brætt smjör 2 msk. hveiti Sósa: Reyktur lax eða silungur, skorinn í þunnar sneiðar 3 msk. sýrður rjómi Örlítið af rifinni piparrót* Skvetta af hvítvínsediki Salt og svartur pipar Klettasalat eða annað gott salat 1 msk. ólífuolía 1 msk. sítrónusafi Salt og pipar Blandið saman rifnum kartöflum, smjöri og hveiti. Búið til kökur úr deiginu, stærðin verður að fara eftir því hvort nota á réttinn sem smárétt eða forrétt. Sáldrið örlitlu af hveiti yfir kökurnar áður þær eru steiktar í olíu á pönnu þar til gullnar og mjúkar í gegn. Hrærið saman sýrðan rjóma, piparrót, hvít- vínsedik, salt og pipar í sósuna. Ekki spara piparrótina, gott að hún taki smá í. Hrærið saman ólífuolíu, sítrónusafa, smakkið til með salti og pipar og blandið saman við salatið.** Leggið kartöflukökurnar á disk, salat yfir, þá lax og sósu. Skreytið með smátt skornum tómatbáti, graslauk, smá basilíkublaði eða einhverju öðru fallegu. Berið fram. *Ef ekki fæst piparrót má nota pipar- rótarmauk en einnig gengur að setja smátt saxaðan vorlauk eða graslauk út í sýrða rjómann. **Magn olíu og sítrónusafa verður algjörlega að fara eftir því hversu mikið salat er notað. Það þarf mjög lítið á salatið. 3. Míní-skonsa með ostasalati og perum Skonsa: 125 g hveiti 2 egg 1 1/3 dl mjólk 2 msk. fersk steinselja, söxuð 2 tsk. fersk salvía, timían eða basilíka, saxað Salat: 75 g rjómaostur 1 tsk. hlynsíróp, agave-síróp eða gott hunang 50 g Kastali eða annar svipaður ostur, skorinn í litla teninga 50 g Búri, Havarti, Piparostur, Gráðaostur eða annar í uppáhaldi, skorinn í litla teninga* 30 g valhnetur eða pekanhnetur, ristaðar og saxaðar 1 pera, helmingurinn skorinn í litla teninga, hinn í þykkar sneiðar sem aftur eru skornar þvert** Beikonsneiðar, skornar í 4 cm lengjur Hrærið saman mjólk og eggjum, blandið hveiti saman við og þá kryddjurtum. Hnoðið þar til mjúkt en ekki of mikið svo deigið verði ekki stíft. Hitið olíu á pönnu eða spreyið pönnuna með olíuspreyi. Takið örlítið af deigi og veltið milli fingra ykkar þannig að úr myndist lítil og flöt kúla. Setjið á meðalheita pönnuna og fletjið meira út svo kakan verði um 5 mm á þykkt. Steikið á báðum hliðum þar til kakan er gullin og bökuð í gegn. Hér getið þið leikið ykkur með stærð kökunnar eftir því hvort um smárétt eða stærri rétt er að ræða. Steikið beikon á þurri pönnu þar til stökkt. Hrærið varlega saman rjómaost og sýróp. Blandið ostateningum, hnetum og peru- bitum saman við. Setjið skonsu á disk, hráskinkulengju og ostasalat yfir. Skreytið með perubitum og einhverju grænu, t.d. smá steinselju. Berið fram. *Það má nota hvaða ost sem er í þetta salat, eina tegund, margar, afganga úr ísskápnum. **Þótt hér sé notuð pera er einnig gott að nota lítil og steinlaus vínber. Í SMÁU FORMI UM JÓLIN Smáréttir og snittur eru réttir sem alltaf er gott að fá uppskrift ir að. Þeir njóta vinsælda í stærri sem minni boðum, bæði sem munnbitar með fordrykk og litlir réttir í stand- andi boð. Hér eru þrjár snittur þar sem hráefnið hæfi r árstímanum og þær standa einnig fyllilega fyrir sínu sem góður forréttur. Fallegir og jólalegir réttir sem ekki taka of mikinn tíma en skreyta sannarlega veisluborðið með útliti sínu. Bestu jólakveðjur frá Home and Delicious. ➜ þrjár snittur þar sem hráefnið hæfi r árs- tímanum og þær standa einnig fyllilega fyrir sínu sem góður forréttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.