Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 22
| 4 28. desember 2012 | miðvikudagur
Framkvæmd útboðs á hlutabréf-
um í Eimskip í aðdraganda skrán-
ingar félagsins á markað eru
verstu og/eða umdeildustu við-
skipti ársins 2012 að mati dóm-
nefndar Markaðarins. Niður-
stöðurnar voru afgerandi.
Það er ýmislegt í því ferli sem
er gagnrýnt af dómnefndinni. Í
fyrsta lagi ber þar að nefna til-
urð þess kaupréttarkerfis sem
Eimskip setti af stað fyrir fimm
lykilstjórnendur sína, og átti að
tryggja þeim 4,38 prósent af
heildarhlutafé Eimskips. Í öðru
lagi var gagnrýnt að svo virð ist
sem sumir bjóðenda hafi haft
upplýsingar um að fallið yrði frá
kaupréttinum áður en útboðs-
fresti lauk, en aðrir höfðu þær
ekki. Í þriðja lagi var gagnrýnt
að hluti bjóðenda hefði fengið að
gera tilboð í félagið með fyrirvara
án þess að slíkt hefði verið heim-
ilað í útboðskynningu. Í fjórða
lagi var síðan framganga starfs-
manna umsjónaraðila útboðsins,
Straums fjárfestingabanka og Ís-
landsbanka, á meðan mestu lætin
stóðu yfir gagnrýnd.
Lífeyrissjóðir neita að taka þátt
Tilkynnt var um það í október að
stærstu eigendur Eimskips ætl-
uðu að selja 25 prósenta hlut í fé-
laginu í tveimur útboðum, einu
lokuðu fyrir fagfjárfesta og hinu
fyrir almenning, í aðdraganda
skráningar félagsins á markað í
nóvember. Félagið var það lang-
stærsta sem nýskráð hafði verið
á markað. Verðbilið í lokaða út-
boðinu var 205 til 225 krónur og
átti útboðsgengi þess síðara að
ákvarðast af því. Vonir stóðu til
að fjárfestingasveltir lífeyris-
sjóðir og aðrir stórir fagfjár festar
myndu slást um hlutina sem í boði
voru. Raunin varð þó önnur.
Degi áður en útboðinu lauk
kom stjórnarmaður í Gildi fram
í kvöldfréttum Útvarps og til-
kynnti að lífeyrissjóðurinn ætl-
aði ekki að taka þátt í útboðinu
vegna kaupréttarsamninga lykil-
starfsmanna Eimskip, sem þóttu
óeðlilega rausnarlegir. Í kjöl farið
tilkynnti Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins (LSR), stærsti
lífeyrissjóður landsins, að hann
myndi heldur ekki kaupa í Eim-
skip vegna kaupréttarsamn-
inganna. Þessi skýring vakti þó
furðu þar sem fréttir um fyrir-
komulag kaupréttarins höfðu
verið sagðar mörgum mánuðum
áður og það tilgreint í upp gjörum
Eimskips. Vildu ýmsir meina
að um fyrirslátt væri að ræða.
Sjóðunum hefði einfaldlega þótt
verðið á Eimskip of hátt.
FME rannsakar
Lokaða útboðinu átti að ljúka
klukkan 14 daginn eftir, fimmtu-
daginn 25. október. Fram að
lokum þess stóðu umsjónaraðilar
útboðsins, Straumur og Íslands-
banki, í miklum samskiptum við
væntanlega bjóðendur. Lífeyris-
sjóðurinn Festa upplýsti opinber-
lega um það að hann teldi starfs-
menn umsjónar aðilanna hafa
boðið sumum þátttakendum að
gera tilboð í hlutabréf Eimskips
með fyrir vara um að kaupréttar-
samningarnir yrði felldir niður.
Með því hefðu valdir fjárfest-
ar fengið meiri upplýsingar en
komu fram í útboðslýsingu og
stóðu öðrum fjárfestum til boða.
Auk þess voru uppi grunsemdir
um að ein hverjir þeirra sem tóku
þátt í útboðinu hefðu haft upplýs-
ingar um að til stæði að fella kaup-
réttinn niður á meðan á útboðinu
stóð. Fréttablaðið greindi enda frá
því þann 2. nóvember að Gylfi Sig-
fússon, forstjóri Eimskips, hefði
greint Stefáni Einari Stefánssyni,
formanni VR, frá því að fella ætti
niður kaupréttina áður en hluta-
fjárútboðinu lauk.
Fjármálaeftirlitið (FME) tók
þessar ásakanir til rannsóknar.
Niðurstaða þess varð sú að engin
dæmi hefðu fundist um viðskipti
sem hefðu farið fram á grundvelli
innherjaupplýsinga.
Útboðsgengi hluta í Eimskip,
sem ákvarðað var í lokaða út-
boðinu, var að lokum 208 krónur
á hlut, eða mjög nálægt lægri
mörkum þess verðbils sem tilboð
máttu vera á. Umframeftirspurn
varð eftir bréfum en fjarri því
jafn mikil og búist hafði verið við.
Hún jókst þó í almenna út boðinu,
sem lauk snemma í nóvember, og
var þá fimmföld.
Útboð Eimskips umdeildast
Álitsgjafar Markaðarins telja framkvæmd á hlutabréfaútboði Eimskips í október verstu og/eða umdeildustu við-
skipti ársins. Of hár kaupréttur, innherjaupplýsingar og meint mismunun bjóðenda köstuðu rýrð á útboðið.
Á MARKAÐ Skráning Eimskips í Kauphöll Íslands átti að vera mikið gleðiefni fyrir alla sem komu að félaginu. Framkvæmd útboðs í aðdraganda hennar gerði það hins vegar að verkum
að súrt bragð sat eftir í munni þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
KAUP HUANGS NUBO Á GRÍMSSTÖÐUM Á FJÖLLUM
„Sértæk afskipti ríkisins af einstökum málum virðast
stefna í að verða regla frekar en undantekning varðandi
erlenda fjárfestingu á Íslandi. Skil ekki hvernig stjórn-
völd fyllast vantrú á því að þeim takist sjálfum að láta
gildandi lög og reglur ná yfir viðskipti og umsvif manna
þó þeir komi frá útlöndum með háar fjárhæðir. Á sama
tíma má efast um ágæti viðskiptaáætlunar sem gengur
upp á 10 milljarða króna uppbyggingu í ferðaþjónustu
á þessum stað, en það er ekki stjórnvalda að hafa vit
fyrir mönnum við slíkar aðstæður.“
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR, BRÉFIN HANS OG EIGINFJÁRSTAÐA
KAUP RÍKISINS Á FJÁRHAGS- OG MANNAUÐSKERFI
„Þó að málið eigi sér lengri sögu er ekki hægt að segja
annað en að kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi
nái yfir 1., 2. og 3. sæti sem umdeildustu og mest gagn-
rýndu viðskipti ársins.“
ÓVISSA Í KRINGUM FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFIÐ
„Hamlar ákvörðunartöku og fjárfestingu til að byggja
upp greinina. Raunverulegt tjón.“
KAUP ÚTRÁSARVÍKINGA OG ANNARRA FORRÉTT-
INDAHÓPA Á KRÓNUM Á AFSLÆTTI Í GJALDEYRISÚT-
BOÐUM SEÐLABANKANS „Útboðin sjálf gagnast lítið
við afléttingu gjaldeyrishafta.“
KAUP ÞORSTEINS MÁS Á ÚTGERÐARFYRIRTÆKINU
BERGI-HUGIN
STOFNUN ICELAND-VERSLANANNA „Eftir það sem á
undan er gengið hefði mátt ætla að neytendur myndu
ekki endilega greiða Bónusfeðgum atkvæði sitt með
buddunni. Raunin virðist ætla að verða önnur.“
FYRIRTÆKJASALA BANKANNA
VIÐSKIPTI SLITASTJÓRNA VIÐ RÍKIÐ/BANKANA
KAUP ERLENDRA AÐILA Á SKULDABRÉFUM FÖLLNU
BANKANNA „Margir sjá ofsjónum yfir hagnaði þeirra og
vilja gera gróðann upptækan. Próf á réttarríkið Ísland.“
TAP RÍKISINS Á FJÁRFRAMLAGI TIL SJÓVÁR
FRAMKVÆMD VAÐLAHEIÐARGANGA „Mjög stór og
umdeilanleg fjárfesting á kostnað skattgreiðenda á
erfiðum tíma, en utan ríkisreiknings. Æi!“.
ANNAÐ SEM VAR NEFNT:
Salan á Íslenskri
erfðagreiningu til Amgen
Sjá ítarlega umfjöllun um viðskiptin
á síðu 8-9 þar sem fjallað er um
þau sem bestu viðskipti ársins.
„Sala á lífsýnum í vörslu Íslenskrar
erfðagreiningar til Amgen.“
Kaup Wow Air á Iceland Express
Tilkynnt var um það í lok október að lágfargjaldaflugfélagið Wow
Air, sem er að mestu í eigu Skúla Mogensen, hefði keypt aðal-
keppinaut sinn, Iceland Express, af Pálma Haraldssyni. Kaupverðið
var ekki gefið upp en Skúli sagði í samtali við Fréttablaðið að hann
myndi leggja enn meira fé inn í Wow Air til að geta lokið kaup-
unum. Með þessu tryggði Wow Air stöðu sína sem eina íslenska
lágfargjaldaflugfélagið.
Kaupin vöktu þó líka nokkra furðu, sérstaklega vegna þess að
Iceland Express átti engar vélar og hafði tapað 2,7 milljörðum
króna á árinu 2011. Viðbúið var að tapið yrði mikið á þessu ári líka.
Því vaknaði sú spurning hvað Wow Air væri eiginlega að kaupa.
Fjármálaóreiða Hjúkrunarheimilisins Eirar
Stöð 2 greindi frá alvarlegum fjárhagsvanda Hjúkrunarheimilisins
Eirar í byrjun nóvember. Þá var upplýst að félagið skuldaði um
átta milljarða króna en að allt laust fé væri nánast uppurið.
Vandinn var fyrst og fremst tilkominn vegna húsrekstrarsjóðs
Eirar, sem byggir fasteignir og selur íbúðarrétt í svokölluðum
öryggisíbúðum. Rekstur fasteignafélagsins hafði gengið afleitlega
og skuldbindingar voru að sliga það. Auk þess höfðu stjórnendur
Eirar tekið hundruð milljóna króna að láni hjá hjúkrunarheimilis-
hluta rekstursins, sem er á fjárlögum, og notað í rekstur fasteigna-
félagsins en allt var rekið á sömu kennitölunni. Á meðal þeirra
sem Eir skuldar fé eru íbúar í öryggisíbúðunum, allt aldrað fólk.
Samtals nemur skuld Eirar við það um tveimur milljörðum króna.
Stjórnarformaður félagsins, fyrrum borgarstjórinn Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, sagði af sér skömmu eftir að málið kom upp og
stjórnin öll var sett af nokkrum vikum síðar. Starfshópur vinnur nú
að því að komast að lausn á fjárhagsstöðu Eirar.
VERSTU/UMDEILDUSTU VIÐSKIPTI ÁRSINS
KÁRI STEFÁNSSON
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
SKÚLI MOGENSEN
2. sæti
2.-3. sæti
3.-4. sæti
Eitt umdeild-
asta málið,
hvernig staðið hefur
verið að rekstri þessa
félags og framkoma
við fólkið sem þar býr
og nýtur þjónustu
Eirar.
Það er erfitt
að átta sig
á því hvað var verið
að kaupa. Hand-
ónýt ferðaskrifstofa
með laskað
mannorð?
Kára [Stefánssyni, forstjóra ÍE] er
tíðrætt um að það skilji enginn annar
en hann hvert virði fyrirtækisins er. Það megi
alls ekki rýna bara í tölur, sem sýna alltaf tap
og upprennslu á rekstrarfé. Það er rétt hjá
honum að það skilur þetta „blackbox“ líklega
enginn annar.