Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.12.2012, Qupperneq 24
 | 6 28. desember 2012 | miðvikudagur 1. SÆTI Kaup Amgen á Decode Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, sem tilkynnt var um fyrr í desembermánuði. RÖKSTUÐNINGUR: „Kaup Amgen á Decode eru mikil viðurkenning á því vísindastarfi sem unnið hefur verið hjá fyrirtækinu síðastliðin 15 ár. Þó ekk- ert sé í hendi þá stórauka þau líka líkurnar á því að starfsemi Decode ekki bara haldi áfram, heldur jafnvel eflist á Íslandi, en staða fyrirtækisins hefur jú verið tvísýn í allmörg ár. Loks sýna þessi viðskipti hvernig þrautseigja frumkvöðuls í gegnum súrt og sætt geta á endanum borið ríkulegan ávöxt, en er sjaldnast sigling á lygnum sjó – svo ekki sé nú tekið dýpra í árinni!“ „Stór og mikill díll og rennir stoðum undir þá kenningu að fyrirtækið og stofnandi þess hafi níu líf.“ „Virðist hafa skilað fyrri eigendum miklum hagnaði.“ 2.-3. SÆTI Kaup Icelandair á nýjum þotum Icelandair Group undirritaði viljayfirlýsingu snemma í desember um að bæta tólf flugvélum frá Boeing við flugflota sinn. Listaverð vélanna er 1,2 milljarðar dala, um 150 milljarðar króna, en Icelandair fékk einhvern afslátt af því. Kaupverðið hefur hins vegar ekki verið gefið upp. Samkvæmt sam- komulaginu hefur Icelandair Group kauprétt á um tylft véla til viðbótar. Fyrstu vélarnar verða afhentar á fyrri hluta ársins 2018. 2.-3. SÆTI Kaup Watson Pharmaceuticals á Actavis Group Tilkynnt var um kaup bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson á Actavis í apríl. Kaupverðið var samtals 4,25 milljarðar evra, rúmlega 700 milljarðar króna. Langstærsti upphæðarinnar fór í að endurgreiða lán. Deutsche Bank, stærsti lánardrottinn Actavis, fékk bróðurhluta þeirrar endurgreiðslu en þrotabú Landsbankans, þrotabú Glitnis og Straumur áttu einnig verulegra hagsmuna að gæta. Tugir milljarða runnu til þessara íslensku aðila við söluna. Í samningnum fólst einnig að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, eignaðist hlut í sameinuðu félagi við sameininguna. Eftir hana varð sameinað félag þriðja stærsta samheitafyrirtæki í heimi. BESTU VIÐSKIPTI ÁRSINSVIÐTAL/VIÐSKIPTI ÁRSINS Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Þ essi kaup sýna að það sem við vorum að byggja upp eru verð- m æt i sem A mgen keypti og borgaði hátt verð fyrir,“ segir Kári Stef- ánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Bandaríska líftækni- og lyfjafyrir tækið Amgen keypti allt hlutafé í móður félagi Íslenskrar erfða- greiningar (ÍE) fyrir 415 millj- ónir dala, um 52 milljarða króna, í desembermánuði. Til að setja þá upphæð í samhengi þá er hún töluvert hærri en markaðsvirði Eimskips (46,1 milljarðar króna) og Icelandair Group (41,2 milljarðar króna). Því er ÍE, sem stofnað var 1996, loks búið að tryggja tilveru- grundvöll sinn til langs tíma. Að mati Kára staðfesta kaupin að viðskiptamódel fyrir tæk- isins gengur upp. „Það sýnir að það er hægt að búa til verð- mæti sem liggja eingöngu í hug- verkum, þó það sé sjaldgæft hér á landi. Það sem þeir voru að kaupa í Íslenskri erfðagrein- ingu er geta okkar til að gera uppgötvanir.“ Var ekki planið Decode, fyrrum móðurfélag ÍE, var tekið til skiptameð ferðar síðla árs 2009. Samhliða var ÍE selt til Saga Investments, fjár- festingafélags í eigu Polar- is Venture Partners og Arch Venture Partners. Auk þess átti Kári sjálfur og á annan tug ann- arra einstaklinga lítinn hlut í félaginu. Hann segir það ekki hafa verið stefnuna á þeim tíma að selja ÍE aftur nokkrum árum síðar. „Menn sáu það ekki endi- lega fyrir. Það var miklu meira horft á þann möguleika að búa til greiningartæki og það var við- skiptamódelið sem við vorum að vinna eftir. En á síðustu tveim- ur til þremur árum hefur lyfja- iðnaðurinn sýnt meiri og meiri áhuga á erfðafræði. Það virðist vera að hann standi í þeirri trú að þegar kemur að vali á lyfja- mörkum þá bjóði erfðafræðin upp á fleiri möguleika en aðrar aðferðir. Við erum með atkvæða- mestu starfsemi í mannerfða- fræði í heiminum í dag. Það getur enginn keppt við okkur og því ekki óeðlilegt að það hafi skap- ast áhugi á að kaupa fyrirtækið. Það sem Amgen er að kaupa eru raunveruleg verðmæti af þeim gæðum að þau leiða heiminn.“ Áttu sér stuttan aðdraganda Kári segir kaupin hafa átt sér mjög stuttan aðdraganda. „Þetta tók um mánuð. Venjulega taka svona viðskipti níu til tólf mánuði, en þetta var líka vinna nótt og dag. Það var feikimikill hamagangur.“ Á meðan verið var að ganga frá viðskiptunum greindi Við- skiptablaðið frá því að eigin- fjárstaða ÍE væri neikvæð og að fyrirtækið ætti rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung 2013. Í umfjöllun blaðsins kom fram að haft hefði verið samband við Kára en hann ekki viljað tjá sig á þeim tímapunkti. Kári segir það aldrei hafa verið neina spurningu um að rekstrarféð yrði uppurið. „Ég benti þeim á þegar þeir höfðu samband að ég gæti talað við blaðið 10. des- Stærsta fjárfestingin á Íslandi frá hruni Kaup Amgen á Íslenskri erfðagreiningu á 52 milljarða króna eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markað- arins. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir Amgen vera að kaupa getu fyrirtækisins til að gera uppgötvanir. LEIÐANDI Í HEIMINUM „Við erum með atkvæðamestu starfsemi í mannerfðafræði í heiminum í dag. Það getur enginn keppt við okkur og því ekki óeðlilegt að það hafi skapast áhugi á að kaupa fyrirtækið. Það sem Amgen er að kaupa eru raunveruleg verðmæti af þeim gæðum að þau leiða heiminn,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við erum með atkvæðamestu starfsemi í mannerfða- fræði í heiminum í dag. Það getur enginn keppt við okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.