Fréttablaðið - 28.12.2012, Side 32
KYNNING − AUGLÝSINGFlugeldar FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s. 512-5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Leikarinn góðkunni Örn Árna-son er mikill áhugamað-ur um flugelda eins og flest-
um ætti að vera ljóst. Hann hefur
um árabil rekið f lugeldasöluna
Bomba.is en þar sérhæfir hann sig
í sölu á tertum af öllum stærðum
og gerðum. „Sérstaða mín felst í
því að ég hef enga fjölskyldupakka
heldur einblíni eingöngu á sölu
á tertum. Ég blanda mér því ekki
inn í smásölumarkaðinn og er þar
af leiðandi ekki í samkeppni við
björgunarsveitirnar. Það má segja
að ég haldi mig við þungavöruna.“
Bomba.is býður upp á þrjá-
tíu tegundir af tertum og eru þær
minnstu nokkuð stórar að sögn
Arnar. „Þannig að þær stærstu eru
voðalega stórar. Ég hef reynt að
hafa hönd í bagga með útlit þeirra.
Þannig hef ég fengið að raða litum
og „effektum“ niður eftir mínu
höfði inn í hverja tertu og því er
hver terta í raun sýning út af fyrir
sig. Ég mæli því ekki áhrifin af tert-
unni í mínútum heldur í upplifun-
inni sjálfri.“
Örn selur ekki eingöngu tertur
hannaðar af honum sjálfum,
sumar þeirra segir hann óþarft
að eiga við enda séu þær góðar frá
hendi framleiðandans. „Í fyrra lét
ég meðal annars framleiða tertu
fyrir mig sem hét Ísland og var hún
blá, hvít og rauð. Hún kom mjög vel
út.“
Jöklar prýða himininn
Terturnar í ár bera að stærstum
hluta nöfn jökla. Sú fallegasta
að sögn Arnar heitir Eyjafjalla-
jökull. Aðrar framleiða meiri há-
vaða en litadýrð, eins og tertan
Vatna jökull. „Sumir vilja tertur
sem gefa frá sér mikinn hávaða
en enga eða litla liti. Þá get ég
fóðrað þá á þeim. Stærsta tertan
okkar inniheldur 100 skot og
tveggja tommu rör. Þetta er stór
terta sem teygir sig eins langt
og má strekkja sig löglega. Aðrir
vilja mikla litadýrð og jafnvel
f lotta blöndu af alls konar áhrif-
um. Þá er nóg í boði fyrir þann
hóp hér hjá okkur.“ Aðrar tertur
bera nöfn eins og Snæfellsjökull,
Drang jökull, Brúar jökull, Skjald-
breiður og Sólheimajökull.
Örn segir algengt að viðskipta-
vinir kaupi þrjár tertur hjá honum.
Margir byrji á einni lítilli tertu, færi
sig síðan ofar í styrkleika og lita-
dýrð og svo sé endað á einni stórri
tertu. „Eyjafjallajökull er mjög
vinsæl terta til að enda sýningu
kvöldsins. Við hófum sölu á henni
í fyrra og hún var mjög vinsæl.“
Bomba.is er staðsett í Víkur-
hvarfi 6, 203 Kópavogi og verður
opnuð í dag, 28. desember. Nánari
upplýsingar má finna inn á www.
bomba.is.
Bestur í þungavörunni
Bomba.is er leiðandi í innflutningi á skottertum sem allar eru magnaðar
flug eldasýningar. Boðið er upp á tertur sem framkalla mikla litadýrð og hávaða.
„Ég mæli því ekki áhrifin af tertunni í mínútum heldur í upplifuninni sjálfri,“ segir Örn
Árnason leikari. MYND/PJETUR
Hver kannast ekki við að eiga í vandræðum með að mynda flugelda? Hér
eru nokkur góð ráð við ljósmyndun flugelda.
1 Ákveddu stað og umhverfi myndanna fyrir fram.
2 Notaðu þrífót. Þegar teknar eru myndir af flugeldum er notaður lengri
lokunarhraði. Með lengri lokunarhraða næst hreyfing flugeldana betur
en um leið hreyfing vélarinnar sem krefst þess að hún sé kyrr. Þá er
kostur að nota fjarstýringu sem kemur í veg fyrir hreyfingu.
3 Á litlum vélum er oft stilling sem heitir „fireworks mode“ sem gott
er að stilla á. Sé hún ekki til staðar og ef ekki er hægt að slökkva á sjálf-
virkum fókus verður vélin ringluð við að vera beint út í myrkrið og nær
illa að fókusera. Til að komast hjá þessu er hægt að stilla hana á „land-
scape mode“. Með þeirri stillingu er hægt að komast hjá þessu vanda-
máli. Að öðrum kosti er best að nota handvirkan eða „manual focus“.
4 Notaðu mestu mögulegu gæði á myndavélinni.
5 Við myndatöku flugelda er mælt með að opnunartími ljósops sé frá
einni sekúndu og upp í fjórar. Sé ekki hægt stjórna lokunarhraðanum
handvirkt eru oft stillingar á myndavélum þar sem hægt er að velja
fastan tíma. Til dæmis eina sekúndu, tvær og svo framvegis.
6 Mælt er með eftirfarandi ljósopsstillingum: ISO 50 =ljósop f/5,6-11,
ISO 100 = ljósop f/8-16
ISO 200 = ljósop f/11-22
Heimild: www.nyip.com
Flugeldar á ljósmynd
Það er vandasamt að ná góðri mynd af flugeldum.