Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 48
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 20 BAKÞANKAR Magnúsar Þorláks Lúðvíkssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. rún, 8. heldur brott, 9. veiðarfæri, 11. nesoddi, 12. nes, 14. óhreint vatn, 16. verslun, 17. sigti, 18. drulla, 20. frú, 21. krukka. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. ógrynni, 4. nennu- leysi, 5. af, 7. starfræksla, 10. hald, 13. sódi, 15. samstæða, 16. hryggur, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. úr, 8. fer, 9. net, 11. tá, 12. skagi, 14. skolp, 16. bt, 17. sía, 18. aur, 20. fr, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. of, 4. letilíf, 5. frá, 7. rekstur, 10. tak, 13. gos, 15. para, 16. bak, 19. rú. Ohhh, Bárður! Við höfum átt góðar stundir saman en... þetta eru endalokin fyrir okkur! Fyrirgefðu Bárður! Ég hef fundið annan og verð að fylg ja hjartanu! Reyndu að skilja. Báður! Reyndu! Bless, Bárður! Fyrirgefðu hvað ég er sein! Þetta voru nú bara tíu mínútur! Tíu mínútur eru hærri prósenta af mínu lífi en þínu. Reikningurinn frá dýralæknin- um var 120.000 í síðustu viku svo hann er að vinna hann af sér. Solla, hvaðan eru þessir skór? Birna á þá. Ég kannast reyndar ekki við þennan jakka heldur. Kata á hann. Og Elsa á buxurnar og ég held að Tinna eigi bolinn. En þú ert að minnsta kosti í þínum eigin sokkum. Neibb, þú átt þá. En þú mátt fá þá lánaða ef þú vilt. Af öllum leiðinlegu klisjunum sem maður getur treyst á að heyra reglu- lega finnst mér „áramótin eru ofmetin“- klisjan leiðinlegust. Látum liggja á milli hluta hversu vafasamt hugarfar það er að mæta inn í dag viss um að hann verði ein- hvern veginn verri en vonir standa almennt til. Það býður bara upp á leiðindi. Það sem er öllu áhugaverðara er að þessi klisja er orðin svo útbreidd að áramótin eru skyndi- lega hætt að vera ofmetin, eins og þau voru kannski einhvern tímann, og orðin van- metin. Rétt eins og fyrrum of metið hluta- bréf sem hefur verið skortselt aðeins of mikið. Þegar rætt er um áramótin má nefnilega ekki láta nægja að hugsa til eins eða tveggja ofhæpaðra ára- móta partía, það verður líka að velta fyrir sér hvað þetta er í raun ramm- göldróttur árstími. Förum yfir þetta. TIL að byrja með. Áramótin eru sérlega heppilegur tími til þess að staldra við og velta stuttlega fyrir sér eigin lífi, sigrum og ósigrum ársins og til þess að setja sér markmið. Hafi árið verið fullt af af rekum eru ára- mótin sennilega besti tíminn til þess að kveikja í vindli og fagna sigrunum. Hafi árið valdið von- brigðum er hins vegar alls ekki eins og ára mótin séu sorgartími. Þvert á móti gefur nýtt ár fyrirheit um breytta og bjartari tíma. Sigur Rós söng: „Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.“ Ég er ósammála, það er nýtt ár. Að áramótunum loknum er kafla liðna ársins nefnilega lokað og hugurinn leiddur að nýjum áskorunum. Í ÖÐRU lagi. Á áramótunum er hefð fyrir því að fagna með fjölskyldu, eins og á jólunum, en líka með vinum. Fyrst er kvöldsins notið með fjölskyldunni, síðan bíður áramótapartí um nóttina. Það besta úr báðum heimum. Í þriðja lagi. Ára- mótin eru besti tíminn til þess að búa til topplista. Hverjar voru bestu plötur árs- ins (Channel Orange ef þú spyrð mig)? Hverjar voru bestu kvikmyndir ársins (ég er ekki viss)? Og svo framvegis. Listagerð er skemmtileg en enn skemmtilegra er að skoða lista annarra og uppgötva allar perlurnar sem fóru fram hjá manni við útgáfu. Þess vegna er maður aldrei í vand- ræðum með að finna góðar bækur, kvik- myndir eða plötur um áramótin. Í FJÓRÐA lagi. Það hve vel áramótin henta til uppgjörs skilar sér í því að gaml- ársdagur er sennilega besti sjónvarps- dagur ársins. Annálarnir eru góðir, áramótaskaupið er frábært og sjálfur hef ég reyndar lúmskt gaman af Kryddsíld- inni líka. Og að lokum, á hvaða öðrum árs- tíma er leyfilegt að leika sér með ógeðs- lega mikið af sprengiefni, ég bara spyr? GLEÐILEGT ár 2013! Áramótin eru vanmetin Hátíðarhljómar við áramót Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur eftir Gabrieli, Zelenka, Charpentier, Händel, Widor og Albinoni. Trompetar: Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson Orgel: Björn Steinar Sólbergsson Pákur: Frank Aarnink JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2012 Miðasala í Hallgrímskirkju, s. 510 1000 opið alla daga kl. 9 - 17 listvinafelag.is - hallgrimskirkja.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 31. STARFSÁR 31. desember, gamlársdagur kl. 17 Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Br an de nb ur g Við berum út sögur af frægu fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.