Fréttablaðið - 28.12.2012, Side 50

Fréttablaðið - 28.12.2012, Side 50
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 22MENNING SVAR VIÐ BRÉFI HELGU Ólafur Egill Ólafsson sýndi enn og aftur að hann er laginn við að heimfæra skáldsögur upp á leik- sviðið. Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna NÝTT UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO CAPPUCCINO E N N E M M / S ÍA / N M 5 N M 5 5 8 13 5 8 13 „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ Sýning ársins Tengdó. Leikskáld ársins Valur Freyr Einarsson fyrir Tengdó. Leikari ársins í aðalhlutverki Valur Freyr Einarsson fyrir Tengdó. Leikkona ársins í aðalhlutverki Kristbjörg Kjeld fyrir Afmælisveisluna. Leikstjóri ársins Guðjón Pedersen fyrir Afmælisveisluna. Helstu verðlaunahafar á Grímunni 2012 TENGDÓ Valur Freyr Einarsson var sigurvegari Grímunnar í ár. Hann var valinn leikskáld ársins og leikari ársins og Tengdó sýning ársins. Nú er leikhúsárið liðið og fennir senn í mis- djúp spor sem tekin voru á árinu 2012. Gróskan er mikil í leikhúsunum og þrátt fyrir tilkomu Hörpunnar með öllu sínu aðdráttar- afli streyma áhorfendur að og það sem boðið er upp á er sífellt til umfjöllunar bæði í baði og á hlaði. Margs er að minnast bæði af því sem boðið var upp á fyrir yngstu kynslóðina og þá full- orðnu. Skrímslið og litla systir mín eftir Helgu Arnalds í leikstjórn Charlotte Bøving sló svo sannarlega í gegn í Norræna húsinu og Lygabaróninn Múnkhausen hélt börnum föngnum í Hafnarfirðinum. Í janúar var frumsýnt verk í Borgarleikhús- inu sem svo sannarlega heillaði áhorfendur, Eldhaf þar sem sagt er frá afdrifum bar- áttukonu í borgarstríðinu í Líbanon 1988. Að öðrum ólöstuðum er það leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur sem þar stendur upp úr. Örlög annarrar konu urðu einnig að yrkisefni í Borgarleikhúsinu, nefnilega sýningin Tengdó þar sem Dagur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir ásamt valinkunnum hópi segja undurfallega og hugljúfa sögu um Magneu sem kölluð var kolamoli, þar sem hún var öðruvísi en allir aðrir þar sem hún ólst upp suður með sjó. Pinter fékk líka sitt pláss í pínulitlum vegg- fóðruðum kassa í Kassa Þjóðleik hússins – fantagóð sýning með gömlum og góðum leik- urum. Kvenfélagið Garpur bauð svo upp á Biðina eftir Godot og snillingurinn Bernd Ogrodnik sýndi hugljúft og heilsteypt brúðu- verk um Gamla manninn og hafið. Spriklandi trúðar skemmtu fólki í frystihúsinu á Rifi á Snæfellsnesi, Hallgerður langbrók bauð til veislu á Njálusetrinu í sumarblíðunni og á leiklistarhátíðinni Lókal leitaði Álfrún Örn- ólfsdóttir að sjálfri sér í verkinu Kameljóni en líklega stendur nú samt upp úr þeirri hátíð heimboðið í íbúðina á Háaleitisbrautinni þar sem Friðgeir Einarsson lýsti með skemmti- legri nálgun hvernig fólk kynnist og kynnist alls ekki í blokkarsamfélaginu. Í Borgarleikhúsinu var enn ein vinsæl bók færð í leikbúning, Svar við bréfi Helgu, sem byggir á mjög vinsælli samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Ólafur Egill Egilsson gerði leikgerðina og sýndi það enn og aftur hvað honum farnast vel að koma bókmennta- verkum yfir í leikrænt form. Í Þjóðleik húsinu var veðjað á vana hesta með sýningunni Með fulla vasa af grjóti og féll hún áhorfendum mjög vel í geð og var á margan hátt eins og sniðin fyrir þann raunveruleika sem við lifum við í dag. Að hittast og hátta saman á hverju ári í sama hótelherberginu þótti víst ansi fyndið og framsækið fyrir þrjátíu árum en sýningin Að sama tíma á ári er skondið á köflum en óskiljanlegt val á verkefni fyrir stærsta sviðið. Áhorfendur vilja íslensk leikrit um íslensk- an raunveruleika. Það sýna viðtökurnar við Gullregni, fyrsta sviðsverki Ragnars Braga- sonar, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í haust og segir frá öfgum í samskiptum fjöl- skyldu í Breiðholtinu. Eins þyrpast menn til að sjá Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar sem Harpa Arnardóttir leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Hvað varðar frjálsu leikhópana hafa ekki verið margar sýningar á árinu. Valdimar Fly- gering stýrði samstilltum hópi í karlaverkinu Póker þar sem spilafíkn, græðgi og örvænting einkenndi alla hegðun. Ekki svo sem merki- legt leikverk en mjög skemmtilegur leikur, einkum hjá Magnúsi Guðmundssyni. Í Norður- pólnum var vel unnið verk um einmanaleika sem kallað var Fastur og var það annar trúð- anna af Snæfellsnesi, Benedikt Karl Gröndal, sem á undraverðan máta túlkaði persónu sem festist við alla hluti. Borgarleikhúsið skaut skjólshúsi yfir sýningu Vesturports Bastarðar: um snarruglaða fjölskyldu þar sem mikið var klifrað og buslað en inntakið heldur rýrt. Hér er aðeins stiklað á stóru um leikárið sem er að líða. Leiklistarnemar og leiklistar- fólk minntist Augusts Strindberg en á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því hann lést og verk hans á sviðum leikhúsa um víða veröld. Niðurstaðan er víst örugglega, veljum íslenskt, við viljum íslenskt! Íslenskur veruleiki á upp á pallborðið Ýmissa grasa kenndi á leikhúsárinu sem er að líða. Meðal þess sem upp úr stendur að mati Elísabetar Brekkan er leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur í Eldhafi og velgengni íslenskra verka, svo sem Tengdó, Gullregns og Jónsmessunætur. Leiklist 2012

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.