Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 8
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMGÖNGUR Sjötíu og fimm ára gömul kona á leið með strætó frá Akureyri til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld var skilin eftir í Staðarskála. „Bíllinn átti að fara aftur af stað fimm mínútur yfir hálf átta,“ segir konan, sem heitir Sigrún Karls- dóttir. Hún fór út og gekk í kring- um húsið til að fullvissa sig um að bíllinn væri farinn. „Og þegar ég kom inn sá ég á klukkunni á veggn- um að hún var fimm mínútur yfir hálf.“ Inni bar Sigrún sig upp við starfsfólk og aðra ferðalanga. Hún hringdi líka í þjónustuborð Strætó og fékk að vita að bíllinn væri kom- inn upp á heiði og gæti ekki snúið við. „Bílstjórinn bar því hins vegar við að hann hefði flautað og beðið svo smástund,“ hefur Sigrún eftir starfsfólki þjónustuborðsins. „Í Staðarskála sagði starfsfólkið mér hins vegar að ég gæti ekki heyrt inn þó að hann væri að flauta úti,“ bætir hún við og segir að ólíkt betra vinnulag væri að skjótast inn og kalla upp til farþega að bíll- inn væri að fara. E f t i r u m klukkutíma í Staðarskála fékk Sigrún far til Reykjavíkur með flutninga- bíl en hafði um miðjan dag í gær ekki enn fengið farangurinn sem var í strætisvagninum. Hún hafði þá þegar um morguninn farið eina ferð til Hópbíla í Hafnarfirði sem annast aksturinn á leiðinni. „En þá kom í ljós að þetta hafði ekki náðst úr bílnum,“ sagði hún og beið enn eftir símtali frá fyr- irtækinu um hvenær hún mætti reyna aftur. „Þarna eru til dæmis lyf sem ég þarf að taka.“ Auk þess væru í farangrinum skartgripir og annað sem henni sé sárt um, en hafi eðlilega haft með sér í jóla- heimsókninni norður. „Mér finnst ósvífið að ganga ekki úr skugga um að ég væri þarna í bílnum og gera einhverjar ráðstafanir með það,“ segir Sig- rún og kveðst sakna þess að hafa ekki fengið eina einustu afsökunar- beiðni frá Strætó. „Það er nú það minnsta sem hægt væri að gera. En ég mætti mikilli samúð í Staðar skála, bæði hjá fólki á ferð- inni og líka starfsfólki. Fólk var mjög reitt yfir því að þetta skyldi geta átt sér stað.“ Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó, sagðist ekki hafa heyrt af atvikinu, en kannað yrði hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann segist aldrei áður hafa heyrt af sambærilegu atviki. „Við förum yfir tímasetningar í þessu. Vagn- arnir þurfa að halda stífa áætlun og samræmd klukka í þeim öllum. Við getum séð nákvæmlega hve- nær bíllinn fór af stað frá Staðar- skála,“ segir hann og áréttar að alls ekki sé ásetningur fyrirtækisins að stilla kerfið þannig af að fólk verði eftir. „Hafi okkur orðið á í mess- unni leiðréttum við það eftir megni og bætum úr.“ olikr@frettabladid.is REYNIR JÓNSSON Telur strætó hafa lagt of snemma af stað Eldri kona missti af strætó í Staðarskála. Gert var stopp á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Fékk á endanum far með flutningabíl en farangurinn fór með strætó til Reykjavíkur. Bætum úr hafi okkur orðið á, segir framkvæmdastjóri Strætó. LANDSBYGGÐARSTRÆTÓ Á HLEMMI Strætó bs. heldur utan um skipulag, áætlanir og farmiðasölu í strætisvögnum um allt land. Samtök sveitarfélaga semja svo við rútufyrirtæki sem annast aksturinn undir merkjum Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Elliðabraut Dregið hefur verið í happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota Yaris Sol 1,3 VVT-i að verðmæti kr. 2.890.000 hver bifreið komu á miða númer : 1438 12407 23657 34731 35424 36576 49872 50272 79267 323644 Ferðavinningur frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr 500,000 hver vinningur komu á miða nr. 13930 38673 44183 68548 76334 77403 82783 Ferðavinningur frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr 250,000 hver vinningur komu á miða nr. 1939 3995 4628 9560 14182 17360 21893 25941 26059 38520 40269 45802 47729 52938 54630 58351 61262 62182 62903 64843 65225 67502 67857 68868 68946 71938 73012 77090 78201 81004 82493 85616 90188 90305 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Byrjað verður að afhenda vinninga 7. janúar 2013. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA B ir t á n áb yr gð ar Hátíðarhljómar við áramót Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur eftir Gabrieli, Zelenka, Charpentier, Händel, Widor og Albinoni. Trompetar: Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson Orgel: Björn Steinar Sólbergsson Pákur: Frank Aarnink JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2012 Miðasala í Hallgrímskirkju, s. 510 1000 opið alla daga kl. 9 - 17 listvinafelag.is - hallgrimskirkja.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 31. STARFSÁR 31. desember, gamlársdagur kl. 17 VIÐSKIPTI Feðgarnir Jóhann Páll Valdimarsson og Egill Örn Jóhannsson, sem reka Forlagið, voru valdir menn ársins 2012 í viðskiptalífinu af tímaritinu Frjálsri verslun. Viðskiptablaðið veitti í gær Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, viðskiptaverð- laun sín fyrir árið 2012 og Jóni Á. Þorsteinssyni, forstjóra Marorku, frumkvöðlaverðlaun blaðsins. - oká Viðskiptaverðlaun ársins: Forlagsfeðgar og Björgólfur verðlaunaðir TÆKNI Algengasta leitarorðið á ensku útgáfunni af Wikipedia á árinu sem nú er að líða var Facebook. Notendur síðunnar leit- uðu einnig oft að vinsælum kvik- myndum og bókum. Annað vinsælasta leitarorðið var orðið „wiki“, en það þriðja algengasta sem leitað var að voru dauðsföll á árinu. Önnur leitarorð sem komust á topp tíu listann voru bókin Fimmtíu gráir skuggar og kvikmyndirnar The Avengers og The Dark Knight Rises. - bj Vinsælasta efni Wikipedia: Flestir leituðu að Facebook

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.