Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 12
29. desember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN
S
amfylkingarfólk deilir þessa dagana um það hverjir
megi kjósa formann í flokknum og hverjir ekki.
Yfirleitt eru leiðtogar stjórnmálaflokka kjörnir af
fulltrúum á landsfundi eða -þingi. Í Samfylkingunni
getur tiltekinn félagafjöldi (150) farið fram á að for-
maður sé valinn í „allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra
skráðra félagsmanna“, eins og segir í lögum félagsins. Þetta er
lýðræðisleg leið sem fleiri flokkar mættu taka upp en krefst
þess að sjálfsögðu að ljóst sé með öllu hverjir teljist skráðir
félagsmenn og hverjir ekki.
Um þetta snýst ágreiningur-
inn í Samfylkingunni einmitt
því eitt aðildarfélag í flokknum
hefur ákveðið að félagi teljist
ekki fullgildur nema hann hafi
greitt félagsgjöld.
Þetta þýðir að ekki gilda
sömu reglur um atkvæðisrétt til
formannskjörs hjá öllum flokks-
félögum og eðlilegt er að mönnum þyki það súrt í broti. Á móti
kemur að legið mun hafa fyrir alllengi að þessi breyting myndi
eiga sér stað nú um áramótin.
Ljóst er hvaða tilgangi þessi breyting í Reykjavíkurfélaginu
á að þjóna. Hún á að koma í veg fyrir að fólk geti skráð sig í
flokkinn skuldbindingalaust og haft áhrif á það hver verði for-
maður hans.
Smölun í flokka hefur lengi tíðkast í tengslum við val á lista
flokkanna. Misjafnt er hvort þeir sem skrá sig í flokk í slíkri
„skyndiskráningu“ eru rukkaðir áður en þeir taka þátt í forvali
eða ekki en algengast mun vera að svo sé ekki.
Með lýðræðislegri leið Samfylkingarinnar í formannsvali
opnast sá möguleiki að hægt sé að smala fólki í flokkinn til
að velja honum formann. Þetta finnst sumum ákjósanlegt og
öðrum ekki.
Því fylgir ábyrgð að velja stjórnmálaflokki formann, mun
meiri ábyrgð en að taka þátt í að velja á framboðslista til
sveitarstjórnar- eða alþingiskosninga. Því er ekki nema von að
upp komi efasemdir um að eðlilegt sé að hægt sé að skyndiskrá
félagsmenn til að velja flokki formann.
Vitanlega vegur þungt að eitt gangi yfir alla félagsmenn í
almennri kosningu til formanns. Engu að síður hlýtur að vera
umhugsunarefni að stjórnmálaflokkur beri ekki meiri virðingu
fyrir formannsembættinu en svo að fólk hafi atkvæðisrétt í
kjöri formanns án þess að til komi á móti sú litla skylda um
virkni í félaginu að hafa greitt félagsgjöld.
Félagsaðild í hvers konar félögum fylgja að öllu jöfnu rétt-
indi og skyldur, þ.e. til þess að öðlast réttindin þarf að uppfylla
skyldurnar. Það er áhugavert að ástæða þyki til að slaka á
þeirri skyldu þegar um er að ræða réttindi innan stjórnmála-
flokks.
Það er einnig áhugaverð spurning hvort er í raun lýðræðis-
legra að kosningaréttur fylgi því einu að vera skráður skuld-
bindingalaust í félag eða hvort hann fylgir virkri félagsaðild.
Það er ágætur sam-kvæmisleikur að velta fyrir sér hverjir verði ofan
á að loknum kosningum
í apríl. Hinu er þó ekki
síður ástæða að gefa gaum
hvaða breytingar kunna
að verða á aðstæðum fólks
og skilyrðum í þjóðar-
búskapnum á nýju ári.
Menn þurfa ekki að skyggnast
lengi um í málefnaflórunni til að sjá
að veruleg hætta er á að verðbólgan
verði frek til fjörsins. Ofmælt er að
óðaverðbólga sé óumflýjanleg. En
eins og sakir standa er
jarðvegur hennar þó frjó-
samari en þeirra málefna
sem ekki teljast til illgres-
is í garði stjórnmálanna og
allir hlúa að í orði kveðnu.
Þar kemur einkum
þrennt til. Í fyrsta lagi
hefur ekki orðið sá vöxt-
ur í verðmætasköpun og
útflutningi sem efnahags-
áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
gerði ráð fyrir. Í annan stað voru
hæpnar forsendur fyrir frestun á
markmiði áætlunarinnar um halla-
lausan ríkisbúskap. Í þriðja lagi er
hætta á að ríkisstjórnin missi tök
á launaþróuninni. Verðbólgan er
því raunveruleg vá sem vofir yfir
almenningi.
Með nokkrum sanni má segja
að velferðarráðherrann sé orðinn
að eins konar táknmynd þessar-
ar hættu. Dómgreindarleysi hans
við launaákvörðun fyrir forstjóra
Landspítalans hefur þegar valdið
stórlega varasömum óróa á vinnu-
markaðnum þó að hún hafi verið
dregin til baka. Fyrst ráðherrann
þurfti ekki að víkja fyrir þær sakir
eiga menn einfaldlega eftir að bíta
úr nálinni.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Verðbólgan er sigurstranglegust
Rætur verðbólguhættunnar nú eru fyrst og fremst pólit-ískar. Ástæðan fyrir því að
ríkisstjórnin ákvað að bregða út af
áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
ríkisfjármálum er ekki skilnings-
leysi hennar heldur mat á skilningi
kjósenda.
Það eru gömul sannindi og ný að
í aðdraganda kosninga hafa ríkis-
stjórnir hér og erlendis tilhneig-
ingu til að auka ríkisútgjöld þótt
ekki sé innistæða fyrir því. Ríkis-
stjórnin er föst í þessu klassíska
viðhorfi að í kjörklefanum horfi
kjósendur ekki á skuldahlið fjár-
laganna. Vel má vera að svo sé. En
reynslan er ólygin um hitt að slíkar
lausnir koma um síðir í hausinn á
almenningi með verðbólgu.
Stefnubreytingin í ríkis fjár-
málum skilar sér ekki í verðbólgu
fyrr en að nokkrum tíma liðnum.
Hins vegar er bráðahættan á verð-
bólgu meiri þegar kemur að launa-
málunum. Fram undan eru tvennar
kosningar sem geta haft áhrif á að
þau mál verði leyst með innistæðu-
lausum ávísunum. Auk vorkosninga
til Alþingis eru formannskosningar
í Samfylkingunni í lok janúar.
Þar er velferðarráðherrann í
framboði. Í umræðum á Alþingi
fyrir skömmu lét hann orð falla í
þá veru að tiltekin stétt í heilbrigð-
isþjónustunni gerði ekki kröfur til
að verðmætasköpun stæði að baki
launahækkunum. Ummæli af
þessu tagi eru ekki aðeins niðrandi
í garð mikilvægrar starfsgreinar
heldur lýsa þau varasamri verð-
bólguhugsun ráðherrans sjálfs.
Að sönnu er ástæðulaust að gefa
sér að verðbólguhugsunin verði
ráðandi við lausn þessara mála. En
þau merki sem velferðar ráðherra
hefur sýnt vekja ugg. Fjármála-
ráðherra hefur ekki lýst neinni
stefnu af sinni hálfu á þessu sviði.
Enginn veit því hvað hann er
að hugsa. Þögn hans má túlka á
þann veg að verðbólgulausnir séu
honum ekki efst í huga. En hún er
líka veikleikamerki.
Veikleikamerki
Eigi að koma í veg fyrir að verðbólgan verði ofan á þarf tvennt að koma til. Annars
vegar er brýnt að ríkisstjórnin
sýni aukna ábyrgð á síðustu vikum
kjörtímabilsins. Hins vegar þurfa
allir stjórnmálaflokkarnir að
kynna ábyrgar tillögur að nýrri
efnahagsáætlun fyrir næsta kjör-
tímabil.
Framar öllu öðru þarf að setja
skýr markmið um að bæta sam-
keppnisstöðu landsins. Það er for-
senda fyrir aukinni verðmæta-
sköpun og hún er aftur skilyrði
raunverulegra kjarabóta. Áður en
þetta er gert þarf að segja allan
sannleikann um stöðu þjóðar-
búsins. Ýmislegt hefur vissulega
færst til betri vegar sem rétt er
að meta. En sjálf endurreisnin er
ekki hafin.
Eina atvinnugreinin sem náð
hefur góðu samkeppnisforskoti er
sjávarútvegurinn. Þær breyting-
ar sem þegar eru orðnar og áform-
aðar eru á rekstrarumhverfi hans
miða hins vegar að því að vinda
ofan af þeim árangri til að ná
öðrum pólitískum markmiðum.
Eftir því sem fjárhagsstaða
sjávar útvegsins veikist eykst hætt-
an á að veita þurfi minnstu sveifl-
um í aflabrögðum og afurðaverði
á erlendum mörkuðum út í gegnum
gengi krónunnar eins og áður fyrr.
Stefnan í þessum efnum eykur því
verulega líkurnar á að verðbólgan
fari með sigur af hólmi.
Það er stutt bið eftir áramóta-
boðskap leiðtoga stjórnar og
stjórnarandstöðu. Vonandi geymir
hann einhverja þá nýju hugsun
sem gefur raunhæft tilefni til
meiri bjartsýni.
Stutt bið eft ir nýrri hugsun
Frá aðeins kr. 109.900
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 3. janúar
til Tenerife. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Stökktu til
Tenerife
3. janúar
Kr. 109.900 - með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn. Verð á mann í tvíbýli með allt innifalið
kr. 124.900.-
með allt innifalið í 13 nætur
Hvenær er maður í félagi og
hvenær er maður ekki í félagi?
Hver má kjósa
formann?