Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 22
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 ÞÆR ÞÓTTU EINNIG VEL KLÆDDAR Ása Ottesen eigandi Lakkalakk tískuverslunar Pétur Marteinsson eigandi Kex hostel Inga Kristrún Gottskálksdóttir innkaupastjóri hjá Sævari Karli Hrefna Rósa Sætran kokkur Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður hjá Morgunblaðinu Þórunn Elísabet Bogadóttir blaðamaður hjá Fréttablaðinu Helgi Ómarsson ljósmyndari og bloggari á Trendnet Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet Sindri Sindrason aðstoðarritstjóri á Ísland í dag/Stöð 2 Guðlaug Elísa Einarsdóttir eigandi tískuvöruverslunarinnar Suzie Q ➜ Álitsgjafar Svala Björgvins hressir með reglulegu millibili upp á stíl sinn svo að það er alltaf spennandi að sjá henni bregða fyrir, bara til að verða þess vísari hverju hún hefur tekið upp á frá því síðast. Svala er aldrei afkáraleg í sínum endurfæðingum heldur en gerir samt alltaf smá dyraat með múnderingunum sínum þannig að maður verður hreinlega að stoppa og horfa. Júlía Margrét Alexandersdóttir Svala er eitt stórt VÁ! Svo óútreiknanleg og kemur manni sífellt á óvart. Mjög djörf, áberandi og mikill töffari, það er erfitt að stara ekki á hana hvort sem hún er að performa eða kaupa sér mat einhvers staðar. Hef held ég bara aldrei séð hana púkalega. Guðlaug Elísa Einarsdóttir Íslenskar konur eru meðvitaðar um tískustrauma og fylgja þeim gjarnan eftir. Svala er mikil fashionista án þess að elta endilega nýjustu línur hátískuhönnuðanna. Með sérstakan, áberandi og 100% sinn stíl sem að heillar augað. Helgi Ómarsson Guðmundur, eru karlmenn farnir að sýna tísku meiri áhuga en áður? Guðmundur: Já, það held ég. Svala: Eru strákar ekki líka meira að pæla í því að líta vel út? Ég meina, þá langar að líta vel út? Guðmundur: Það er ný kynslóð af körlum að stíga fram núna. Maður hefur fengið það á tilfinninguna að „flíspeysukörlunum“ þyki hallærislegt að pæla í tísku og vilji bara pæla í bílum. Það er eitthvað að breyt- ast núna. Svala, er mikill munur á tískunni í Los Angeles og hér á Íslandi? Svala: Bara af því að veðrið er öðruvísi. Fólk úti klæðir sig auðvitað í litríkari og léttari föt en Íslendingar því það er sól þar allan ársins hring. En mér finnst fólk á Íslandi miklu smartara. Auðvitað er til smart fólk úti, og þá meina ég fólk sem mér persónulega þykir smart, en meiri- hlutinn klæðist of stuttum kjólum og er með of stór brjóst. Mér finnst ég sjá meira af „unique“ fólki hér, fólk sem tjáir sig með fötum. Hvað að ykkar mati er algjört „fashion faux pas“? Svala: Ég verð að segja kameltá. Kona með kameltá er eitthvað svo hlægilegt og slæmt á sama tíma. En þú, Guðmundur? Guðmundur: Þetta rokkar svo mikið. Svala: Nákvæmlega. Þetta er erfið spurn- ing. Guðmundur: Maður gæti nefnt Crocs-skó, en svo gæti vel verið að ég verði kominn í þá eftir nokkur ár og þótt þeir frábærir. Svala: Crocs-skór eru reyndar rosalega slæmir. En svo gæti vel verið að Crocs- skór verði orðnir „vintage“ eftir fimmtán ár og þyki þá mjög kúl. Guðmundur: Hvað ætli það sé langt síðan einhver svaraði þessu og nefndi útvíðar buxur? Svala: Nákvæmlega. Nú er ég komin í útvíðar „tie dye“ buxur sem ég hefði ekki gert fyrir tíu árum síðan. Hvaða stórstjarna þykir ykkur með ein- dæmum ósmekkleg? Svala: Mariah Carey. Hún er alltaf í kjól- um sem eru fjórum númerum of litlir. Það er hræðilegt. Guðmundur: Þetta er erfitt. Mig langar að nefna karlmann en dettur ekkert í hug. Hverjum úr tískuheiminum, lífs eða liðn- um, mynduð þið vilja setjast niður með og ræða málin við? Um hvað mynduð þið tala? Guðmundur: Ég mundi setjast niður með Alexander McQueen og ræða um herra- fatnað við hann. Hann er uppáhaldshönn- uðurinn minn. Svala: Ég mundi segja Halston, hann er einn af mínum uppáhaldshönnuðum, en er löngu látinn. Hann tók efni og gerði ein- staka kjóla með bara einum saum og ég væri til í að tala við hann um „tricks of the trade“ og heyra allar sögurnar frá Studio 54 og diskótímabilinu. Hvernig sjáið þið ykkur fyrir ykkur sem gamalt fólk? Ætlið þið að halda í sama stíl- inn? Svala: Ég ætla alveg að vera með síða, ljósa hárið og í hælum áfram. Ég ætla að halda áfram að vera frumleg í klæðaburði alveg þar til ég dey. Ég á ömmu sem er svoleiðis og hún er svakalega flott. Ég tek hana mér til fyrirmyndar. Ég er alltaf að gefa henni föt úr Spútnik og hún er alveg ótrúlega kúl. Guðmundur: Ég ætla bara að vera í ein- hverjum massífum Karl Lagerfeld-fíling með tagl, Diet Coke-þjón og sólgleraugu. Og bara tala frönsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hugrún Árnadóttir KronKron Dorrit Moussaieff forsetafrú Elísabet Alma Svendsen stílisti Tinna Bergs fyrirsæta Ragnhildur Gísladóttir söngkona Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari Kolbrún Björgólfsdóttir hönnuður Kolfinna Kristófersdóttir fyrirsæta Elínrós Líndal eigandi Ellu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.