Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 30
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Ég er Zlatan Ibrahimovic Höfundar: David Lagercrantz og Zlatan Ibrahimovic Útgáfa: Draumsýn ehf. Fjöldi síðna: 418 Í Rosengård voru ýmsir vell-ir og enginn þeirra var lak-ari en annar, jú, reyndar hafði sígaunavöllurinn slæma stöðu. En það var ekki þannig að allir Albanar og Tyrkir væru á sama vellinum. Stundum fékk ég ekki að vera með, ég var of lítill. Þá æsti ég mig upp á einni sekúndu. Ég þoldi ekki vera að vera utan við. Ég þoldi ekki að láta í minni- pokann. En samt var það ekki mikil- vægast að vinna. Það voru öll trixin og góður búnaður. Vá, sjáið þennan, var sagt. Maður átti að fá athygli með trixum og brögðum og maður þurfti að æfa þangað til maður kunni það best af öllum og oft hróp- uðu mömmurnar út um gluggann. Sex ára þegar ég byrjaði „Það er orðið áliðið, maturinn er tilbúinn. Komið inn.“ „Bráðum, bráðum,“ sögðum við og spiluðum áfram og það kom fyrir að við hætt- um seint, farið væri að rigna og allt í rugli. En við spiluðum bara. Við vorum óþreytandi og mestu skipti að hafa kollinn í lagi og auðvitað fæturna, en það skipti mig miklu máli af því að ég var lítill og ræfils- legur og forðaðist návígi og ég lærði að leika mér stöðugt með bolt- ann. Annars heyrði ég aldrei meir undrunarhróp, það kom enginn mér í gang með hvatningu. Oft svaf ég með boltann og hugsaði um hvaða brögðum ég ætti að beita daginn eftir. Þetta var eins og kvikmynd sem var alltaf í gangi. Fyrsta félagið mitt hét Malmö Boll og Idrottsförening. Ég var bara sex ára þegar ég byrjaði. Við spil- uðum á malarvelli, á bak við nokkra græna bragga og ég fór á æfingar á stolnum hjólum og var ekki allt- af sérlega passasamur. Þjálfar- arnir ráku mig stundum heim og ég öskraði til baka og heyrði alltaf sagt: „Passið ykkur á Zlatan.“ Þeir áreittu mig og mér fannst ég ekki vera velkominn. Í MBI voru bæði útlendingar og Svíar og foreldr- ar settu sífellt út á brögð mín. Ég sagði þeim að fara fjandans til og skipti um félag og fór í FBK Balkan og það var allt annað. Í MBI stóðu pabbarnir og hróp- uðu: „Áfram nú strákar. Vel gert.“ Í Balkan var það meira eins og: „Ég ætla að ríða mömmu þinni.“ Þetta voru ruglaðir Júgóslavar sem keðjureyktu og héldu sig út af fyrir sig og ég hugsaði: „Frábært! Alveg eins og heima. Hérna kem ég til með að þrífast.“ Þjálfarinn var Bosníumaður. Hann hafði spil- að með sterkum liðum í Júgóslavíu og var eiginlega eins og pabbi fyrir okkur. Hann keyrði okkur stundum heim og gaf mér stundum fáeinar krónur fyrir ís, sem saddi sárasta hungur mitt. Þessir fínu á móti hinum Einu sinni var ég í marki. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna. Kannski hef ég sagt við markmanninn að hann gæti ekki neitt, ég væri áreiðan lega betri. Það var örugg- lega eitthvað svoleiðis. En í einum leiknum fékk ég nokkur mörk á mig og þá fylltist ég þrjósku. Ég vældi og sagði að allt væri ómögulegt. Fótbolti væri ómögu- legur. Þetta væri bara rugl og ég ætti að byrja að spila íshokkí í staðinn. „Hokkí er miklu betra, fá- vitarnir ykkar! Ég ætla að verða atvinnumaður í hokkí. Farið og drekkið ykkur.“ Það var bara þannig, en hokkí gerði kröfur um rándýran búnað. Alveg hryllilega dýran. Þá var bara að gefa sig og halda áfram að stunda skítaíþróttina knattspyrnu. En ég hætti að vera í marki, spilaði frammi og var frekar ógnandi. Dag einn áttum við að spila leik. Ég var ekki á staðnum og allir hrópuðu: „Hvar er Zlatan, hvar er Zlatan?“ Aðeins örfáum mínútum áður en flautað var til leiks og þjálfarinn og liðsfélagar mínir vildu ná sér niðri á mér. „Hvar er hann? Hvernig í fjandanum getur hann verið fjar- verandi á svona mikilvægum leik.“ En þá sáu þau snargalinn náunga koma á stolnu hjóli og stefna beint að þjálfaranum. Ætlaði þessi ruglu- kollur að hjóla á hann? En ég fór beint framan við nefið á honum, snarhemlaði og mölin kastaðist yfir þjálfarann og ég fór beint inn á völl- inn. Og ég held að þjálfarinn hafi orðið snaróður. Hann fékk möl í augun. Hann var bálreiður, en lét mig spila og ég held að við höfum unnið. Þetta var góður hópur. Einu sinni var mér refsað fyrir eitthvert rugl og var settur á bekkinn í fyrri hálfleik. Við vorum fjögur núll undir í hálfleik á móti hálfgerðu snobbliði, Vellinge. Það voru þessir fínu á móti hinum sem ekki þóttu eins fínir. Enginn sá neitt Það var mikil spenna í lofti og ég skildi ekki hvernig þessir bjánar gátu haft mig á bekknum. „Ertu ruglaður?“ spurði ég þjálfarann. „Rólegur, rólegur. Þú kemur bráð- um inn á.“ Ég kom inn á í seinni hálfleik og skoraði átta mörk. Við unnum átta – fimm og hæddumst að fínu drengjunum og ég stóð mig sannarlega vel. Ég var leik- inn og hafði auga fyrir að hlaupa inn í eyður allan leikinn og á vell- inum heima hjá mömmu hafði ég orðið meistari í því að gera eitthvað alveg óvænt. Ég er enn þá pirrað- ur á öllum þeim sem segja að þeir hafi snemma séð að eitthvað yrði úr Zlatan. Það var algjört bla bla. Enginn sá neitt. Það kom ekki einu sinni neinn til að horfa á. Engin stór félög komu og börðu að dyrum. Ég var ómerkilegur krakki. En menn vildu taka mark á hæfi- leikunum. En árangurinn varð fljótt upp og niður. Ég skoraði átta mörk í einum leik og svo komu lakari leikir. Ég var mikið með strák sem heitir Tony Flygare. Við vorum hjá sama sænskukennara. Foreldrar hans eru líka frá Balkanskaganum og hann var töluvert töff náungi. Hann bjó ekki í Rosengård, heldur stutt frá í Vitemöllegatan. Við vorum fæddir sama ár, hann í janúar en ég í október og það skipti ansi miklu máli. Hann var stærri og kröftugri og virtist hafa mikla knattspyrnuhæfileika. Þetta snerist mikið um Tony. „Takið eftir honum, þvílíkur leikmaður,“ og ég var svo- lítið í skugga hans. Kannski var það gott, hvað veit ég? Ég varð að berj- ast. En satt að segja var ég frekar lítill bógur á þessu tímabili. Ég var hálfruglaður og hafði enga stjórn á geðinu. Ég hélt áfram að setja út á leikmenn og dómara og skipti sífellt um félög. Ég hélt mig talsvert við Balkan. Ég fór aftur til MBI og svo til BK Flagg. Enginn sá um að ég kæmist á æfingar og af og til horfði ég á for- eldrana við hliðarlínuna. Pabbi var aldrei þar, hvorki með Júgóslövun- um né Svíunum, og eiginlega vissi ég ekki hvað ég var að hugsa. Það var bara svona. Og ég bjargaði mér sjálfur. Ég hafði vanist því. En samt olli það leiða. Ég átti engan sérstak- an stuðningsmann. Maður lagar sig hins vegar að sínu lífi og ég velti þessu ekki mikið fyrir mér. Pabbi var eins og hann var. Vonlaus og frábær pabbi Hann var vonlaus. Hann var frábær. Hann var upp og niður. Ég reikn- aði ekki með honum eins og aðrir reiknuðu með foreldrum sínum. En stundum vonaði ég. Stundum hugs- aði ég um það góða við hann. Pabbi átti reyndar stundir þar sem hann var mjög einbeittur. Hann vildi að ég yrði lögfræðingur. Ég get ekki sagt að ég hafi haft trú á því. Í mínum vinahópi urðum við ekki lögfræðingar, hreint ekki. Maður gerði fullt af vitleysum og við létum okkur dreyma um að vera töff og við fengum engan beinan stuðning frá foreldrum okkar. Það voru öldósir, júgóslavnesk tónlist og tómur ísskápur og stríð- ið á Balkanskaga. En stundum gaf hann sér tíma og ræddi um fót- bolta við mig og ég varð alltaf jafn glaður. Hann var jú pabbi minn og einn daginn sagði hann, ég gleymi því aldrei, það var eitthvað hátíð- legt á bak við þetta: „Zlatan, það er tími til kominn að þú spilir með stórum klúbbi.“ „Hvað áttu við með stórum klúbbi? Hvað er stór klúbb- ur?“ „Gott lið, Zlatan. Topplið eins og Malmö FF.“ Ég held að ég hafi ekki skilið það fullkomlega. Hvað var svona sér- stakt með Malmö FF? Ég vissi ekk- ert um svona lagað, hvað var fínt og hvað ekki. En ég vissi af félaginu. Ég hafði spilað á móti þeim með Balkan og hugsaði: „Af hverju ekki? Ef pabbi segir að ég eigi að gera það.“ En ég hafði ekki hug- mynd um hvar völlurinn væri eða kannski yfirleitt nokkuð annað í borginni. Malmö var reyndar frek- ar nálægt. En það var algjörlega annar heimur. Ég varð sautján ára áður en ég fór inn í miðborgina og hafði engan skilning á lífinu þar. En ég lærði leiðina á æfingar og komst þangað á hálftíma með íþrótta fötin í Bónuspoka og eitt er víst. Ég var taugaóstyrkur. Í Malmö FF var alvara. Það var ekki þetta venjulega. Komdu og spilaðu með, strákur. Maður þurfti að leggja sig allan fram í æfingaleikjum og mér fannst ég ekki vera eins og hinir. Ég var farinn að huga að því að taka fötin mín og fara heim. En strax á öðrum degi fékk ég að heyra frá þjálfara sem hét Nils: „Þú ert boðinn velkominn í liðið.“ „Meinar þú það?“ Þá var ég þrettán ára og það voru nokkrir útlending- ar þarna, þar á meðal Tony. Annars voru þetta bara Svíar, margir frá Limnhamn, yfirstéttardrengir. Mér fannst ég vera eins og frá Mars. Það var ekki bara að pabbi kæmi aldrei að horfa á leikina og ég byggi ekki í stóru einbýlishúsi. Ég talaði öðruvísi. Ég sólaði. Ég var snöggur upp á lagið og ég slóst á vellinum. Einu sinni fékk ég gult spjald fyrir að skammast við liðs- félaga mína. „Svona gerir þú ekki,“ sagði dómarinn. „Farðu til fjandans,“ sagði ég og fór í burtu. Þetta olli óróa meðal sænsku foreldranna. Foreldrarnir vildu losna við mig og ég hugsaði þúsund sinnum: „Mér er skítsama um þá. Ég skipti aftur um félag. Eða þá að ég beitti fyrir mér taekwondo í staðinn. Það er meira töff. Fótbolti er fáránlegur.“ Einhverjir fávitar meðal foreldranna létu lista ganga til að skrifa undir. Zlatan yrði að fara frá félaginu og alls konar lið skrifaði undir. Það fór á milli manna og niðurstaðan varð að Zlatan yrði að fara frá félaginu. Og svo bla bla. Þetta var ekki snjallt. Ég hafði átt í útistöðum við son þessa pabba. Ég hafði mátt þola margar tækl- ingar frá honum og reiddist. Sann- ast sagna hafði ég skallað hann. En ég var mjög leiður vegna þessa. Ég hjólaði á spítalann og baðst afsök- unar. Það var fáránlegt. En þjálfar- inn, Åke Kallenberg, bara starði á þennan bjána. „Hvaða fáránlegu hlutir eru að gerast hérna?“ Hann sagðist ekki taka þátt í þessu. Hann var ágætur hann Åke. Eða réttara sagt góður eða ekki góður. Hann hamaðist næstum heilt ár í mér í drengja- flokki og eins og mörgum öðrum þótti honum ég sóla of mikið og ríf- ast of mikið í liðsfélögum mínum, og hefði ekki réttu viðhorfin og afstöðu til allra hluta. Ég lærði mikilvæga hluti á þessum árum. Gat strákur eins og ég búist við að njóta virðing- ar? Eða þyrfti hann kannski að vera fimm sinnum betri en Leffe Persson eða hvað þeir hétu allir? Alla vega yrði hann að æfa tíu sinnum meira. Fallegt, gult hjól Annars átti hann ekki möguleika. Aldrei nokkurn tíma. Og allra síst af því að hann var reiðhjólaþjófur. Ég varð að gera mínar ráðstafan- ir. Ég vildi það svo sannarlega. Ég var ekki alveg vonlaus. En leiðin á æfingar var löng, sjö kílómetrar, og ég gekk oft alla leið. En stundum var freistingin ómótstæðileg, sérstak- lega þegar ég sá fallegt hjól. Einu sinni stal ég gulu hjóli með fullt af kössum og ég hugsaði: „Hvers vegna ekki?“ Ég stal því og skaust í burtu. En eftir smástund fór ég að undrast. Það var eitthvað öðruvísi með þetta hjól. Og allt í einu komst ég að því að þetta var pósthjól. Ég hjólaði um með bréf fólksins í hverfinu og síðan yfirgaf ég hjólið. smáspöl í burtu. Ég vildi ekki líka stela pósti fólks. Enginn sá neitt í Zlatan Í bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic segir sænska knattspyrnuhetjan frá æskuárum sínum í úthverfi Málmeyjar og glæsilegum ferli í fótboltanum. Hér er gripið niður í bókina þar sem Zlatan segir frá upphafinu að öllum ósköpunum. STJARNA Zlatan Ibrahimovic hefur leikið með mörgum af helstu félagsliðum heims. Ajax, AC Milan, Juventus og Barcelona eru þar á meðal. ➜ Ég talaði öðruvísi. Ég sólaði. Ég var snöggur upp á lagið og ég slóst á vellinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.